Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 15

Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 15
Alþjóðleg vörusýning: IUikiE þátttaka í stórsýningu Kaupstefnunnar í sumar Dagana 22. ágúst - 7. september í sumar verður efnt til umfangsmestu vörusýningar sem haldin hef- ur verið hérlendis til þessa. Kaupstefnan - Reykjavík hf. hefur undirbúið að til stórviðhurðar dragi í Sýningarhöllinni í Laugardal í sumar með sýningu sem nefnist Alþjóðlega vörusýningin - Reykja- vík ’75. Hér er um að ræða sjöttu stórsýningu kaupstefnunnar og alþjóðlegu vörusýninguna í Reykjavík á áttunda áratugn- um. Mun sýningin ná yfir um 4000 m- innisvæði, en við hlið Sýningarhallarinnar verður reistur 1000 m- skáli. Þá mun verða sýnt á um 2000 m- úti- svæði. NEYSLU- OG TÆKNI- VARNINGUR Sýningin nær hvort tveggja í senn til neyslu- og tæknivarn- ings og er þegar sýnt, að hún verður fjölbreyttari en fyrri sýningar auk þess sem ákveðið hefur verið um ýmsar áhuga- verðar sérsýningar. Um 75% sýningarsvæðisins hefur nú verið leigt út og er víðtæk þátttaka þegar ráðin, eins og eftirfarandi yfirlit ber vott um: Tvær erlendar samsýningar fyrirtækja frá Ítalíu og Pól- landi; sýningar erlendra fyrir- tækja frá nágrönnum okkar á Norðurlöndum og allt til frum- legra skartgripaframleiðenda í Nígeríu; heilbrigðissafnið í Dresden setur upp sýningu í baksal Sýningarhallarinnar. Hefur hún vakið athygli víða um lönd fyrir líflega uppsetn- ingu og meistaralega útfærðar glereftirmyndir af fólki og dýr- um sem sýna á glöggan hátt innri starfsemi líkamans. MATUR, RAFEINDATÆKNI, BÍLAR Þrjár aðrar sérsýningar að minnsta kosti verða innandyra: Matvælasýningunni „Borð og búr“ verður tileinkað sérstakt svæði. Innlend og erlend fyrir- tæki munu þar gefa sýningar- gestum kost á að sjá og smakka á framleiðslu sinni eða kynna hana á annan hátt. Þá mun án efa vekja athygli sérsýningin ,,F*afeindatækni“, Merki síðustu alþjóðlegu vöru- sýningarinnar, sem haldin var í Laugardal. sem fyrirtækið Iðntækni hf. skipuleggur. Verður hún á sviði Sýningarhallarinnar. Unnið er að undirbúningi sér- sýningarinnar „Minnibílar“ á 100 m- svæði í hliðarskála við Sýningarhöllina. Þar verður boðin þátttaka innflytjendum svokallaðra „mini“ bíla. Þá á trúlega eftir að vekja athygli sýning á svokölluðum ,,micro“ bílum, eða minnstu „alvöru“ bílum sem framleiddir hafa verið í heiminum. Talið er að þeir muni ryðja sér til rúms sem samgöngutæki m. a. í mið- borgarkjörnum, innan stærri vinnusvæða o. s. frv. í tengslum við þessa sérsýn- ingu er einnig fyrirhuguð sýn- ing á mótorhjólum og vélsleð- um, þar með talinn íslenskur vélsleði, sem nú er í undirbún- ingi að hefja fjöldaframleiðslu á. Á útisvæði, sem nú verður stærra en fyrr, verða m. a. sýndar nokkrar tegundir sum- arhúsa, þar á meðal bjálkahús og hjólhýsi, einnig leiktæki, bifreiðar, fjölbreytilegt úrval vinnuvéla, byggingareiningar og fleira. Eins og á fyrri sýningum verður mikið um að vera á sýn- ingunni, svo sem forvitnilegt gestahappdrætti, skemmtiatriði, tískusýningar ofl. Þá er útlit fyrir að nýjungar í veitingum muni vekja athygli. Síðustu sýningu, sem hald- in var á svipuðum grundvelli, „Alþjóðlegu vörusýninguna — Reykjavík ’71“ sóttu um 64 þús. gestir. Samtals hafa um 300 þús. gestir sótt stórsýningar Kaup- stefnunnar hf. frá upphafi. Sýningarstjórn skipa: Gísli B. Björnsson, Haukur Björnsson og Ragnar Kjartans- son, auk framkvæmdastjóra Kaupstefnunnar, sem er Bjarni Ólafsson. FV 4 1975 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.