Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 53
ir hafa engar tryggingar keypt og virðast hafa talið, að Skipa- útgerðin bæri ábyrgð á öllu saman. Þetta er mikið vanda- mál og ég veit reyndar ekki, hvernig við förum með þetta mál. Skipaútgerðin er í krögg- um og flutningsgjöldin lág, þannig að hún getur ekki borið ábyrgð á hvers konar tjónum, sem verða í flutningi. Því mæli ég eindregið með því, að menn kaupi tryggingar á farmi. Til fróðleiks vil ég segja ykk- ur frá því, að Herjólfur flutti á sL ári um 800 bíla til og frá Vestmannaeyjum. Vátrygginga- félögin vilja fá í sjótrygginga- áhættu í þessu sambandi 2,25%. Útkoma dæmisins svarar til þess, að 18 bílar væru gjöreyði- lagðir. Ef bíllinn er metinn á 800 þúsund, sem varla er mikið núna, er upphæðin 14,4 millj- ónir. Hvað haldið þið nú, að Her- jólfur fái mikil flutningsgjöld fyrir þessa bíla, sem hann flutti í fyrra? Eina milljón. Og samt ætlast viðskiptamennirnir mjög til þess, að við borgum af þess ari einu milljón alla flutnings- áhættu af bílunum, sem vá- tryggingafélögin vilja fá 14,4 milljónir fyrir.“ # Almennar umræftur Þessu næst hófust almennar umræður á fundinum og var fjölmörgum spurningum beint til framsögumanna. Verður nokkurra þeirra getið hér á eft- ir: G'unnar Eggertsson, fram- kvæmdastjóri, sagði, að miklir erfiðleikar hefðu verið í innan- landsflutningum í desembej- og janúar sl. einkanlega vegna mikilla snjóa norðanlands. Skipaútgerð ríkisins hefði hald- ið sinni áætlun engu að síður með hálfsmánaðarferðir en Eimskip sent þrjú skip til Ak- ureyrar á einni viku. Gunnar spurði til hvers Skipaútgerðin væri. Guðjón Teitsson sagði um flutningamöguleika Skipaút- gerðarinnar, að hún væri bund- in af fjárlögum. Samkvæmt þeim 'hefðu flutningsgjöldin átt að hækka um 40% frá áramót- um og hafa í för með sér 30 millj. króna hækkun á árinu, en þetta væri þó ekki enn kom- ið til framkvæmda. Frá því að fjárlög voru undirbúin hefði olían fyrir þrjú skip útgerðar- innar hækkað um 19,4 milljón- ir yfir árið. Skipaútgerðin er svo bundin af fjárlögum, að hún getur ekki tekið aukaskip á leigu, þó að forstöðumenn- irnir gjarnan vildu. # Erlend leiguskip Haraldur Haraldsson, útflytj- andi, tók næstur til máls og vakti athygli á því, að á Is- landi væru 38 flutningaskip, þar af 64% í eigu Eimskips, SÍS ætti 14%, Hafskip 8% og hin minni skipafélög, sex talsins, ættu 8 skip eða 14% af flotan- um. Ræðumaður benti á aði leiguskip væru lítið notuð í flutningum hingað og héðan vegna þess, að þau hefðu ekki aðgang að tækjum og vöru- skemmum á borð við skip ís- lenzku félaganna. Erlendis stæði þetta til boða án tillits til hvaða félagi skipin til- heyrðu. Taldi ræðumaður, að aðistaða af þessu tagi í Reykjavík myndi stuðla að lægri flutn- ingsgjöldum af stærri förmum, svo sem járni, timbri og sekkja- vöru, sem yrði boðið út til flutnings. Þá taldi ræðumaður að innflytjendur hér á landi væru ókunnugir leigusamning- um en lægri flutningsgjöld myndu leiða til lægra verðs á vöru til neytanda. Haraldur nefndi, að fragt á mjöli til útflutnings væri $33 á tonnið frá höfnum hér á landi til Rússlands með Eim- skip. Hann spurði Óttarr Möll- er, hvað Eimskip myndi hins vegar taka fyrir flutning á rúg- mjöli, timbri eða járni frá Rússlandi til fslands. í þessu sambandi gat ræðu- maður þess, að pólskt skip væri fáanlegt hingað til lands tómt til að taka 170 tonn af mjöli á þremur Austfjarðahöfnum og gæti flutt það til Gdynia á $26 fragt. Óttarr Möller sagði, að öll- um væri frjálst að taka leigu- skip og margir hefðu reynt það einu sinni eða tvisvar en svo ekki söguna meir. Skipin bil- uðu, losun og lestun drægjust á langinn. Þau biðu kannski þrjár vikur eftir timbrinu í Rússlandi. Pólverjar hefðu keypt hér fiskimjöl og hygðust flytja það sjálfir. Það væri vel til í dæm- inu, að þeim tækist að finna einhvers staðar smáskip, sem væri í vandræðum með flutn- ing, og gæti gert þetta. Það væri hins vegar jafnalgengt, að engin leið væri að fá slík skip fyrir þetta verð. Samanburður á flutningsgjöldum væri ákaf- lega erfiður og það væri ólíku saman að jafna ferð með einn tiltekinn farm frá landinu eða til þess, og svo hins vegar reglubundnum siglingum allt árið. Óttar sagði, að ósamræmi hefði skapazt milli flutnings- gjalda vegna þess, að gengi er- lendra gjaldmiðla hefði sífellt tekið breytingum. Þýzka mark- ið hefði hækkað stöðugt en pundið lækkað. Eimskipafélag- ið væri ósátt við flutningsgjöld- in frá Evrópu eins og þau skipt- ast milli landa. Samkvæmt verðlagsákvæðum mætti félag- ið ekkert hækka en það mætti lækka. Ef flutningsgjöldin væru frjáls myndi félagið sam- ræma þau, af því að þau eru ekki sanngjörn. Ræðumaður ítrekaði, að öll- um væri frjálst að taka leigu- skip fyrir timburfarm, salt og fyrir heila farma af járni. Fyr- ir heilan farm af timbri þyrfti ekkert vörugeymslupláss. f stykkjavörunni horfði mál- ið allt öðruvísi við. Nú um þessar mundir koma skip Eim- skipafélagsins hálfhlaðin frá Hamiborg og Felixstowe, þó að þau hafi verið full í sumar. Hafi verið afgangur í sumar, væri ljóst hve slæm útkoman yrði nú. FV 4 1975 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.