Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 59
önnumst alla almenna blikksmíði Leggjum Ioftræsi- og lofthita- hitalagnir. Blikksmiðja B.J. Eyrarvegi 31 Sími 99-1704 Sclfossi auk þess sem atvinna er nægi- leg á Selfossi. Eins og flestum er kunnugt, er mjólkuriðnaður mikill á Selfossi og kaupfélagið rekur þar umfangsmikinn rekstur á mörgum sviðum og tvö stór- sláturhús eru á staðnum. Óli sagði að á síðari árum hefði tréiðnaður sett mikinn svip á atvinnulífið, bæði byggingar- vinna og innréttingafram- leiðsla, en afurðir seinni grein- arinnar eru seldar víða um land. Verslun er mikil á Sel- fossi, enda er staðurinn versl- unarmiðstöð fyrir nágrennið. Áberandi er vöxtur hverskon- ar verktaka á Selfossi, þar er einnig starfrækt saltfiskverk- un og hyggja Selfyssingar á skuttogarakaup með nágranna- sveitarfélögum. Vegagerð ríkis- ins hefur nú útibú á Selfossi og sagði Óli, að þróunin yrði vafalaust sú, að fleiri opinber- ar stofnanir staðsettu deildir sínar á stöðum eins og Selfossi. 5000 ÍBÚAR 1991? Árið 1971 var samþykkt skip- ulag að Selfossi til ársins 1991 og er gert ráð fyrir að staður- inn verði þá orðinn fimm þús- und manna, og land hreppsins austan Ölfusár, fullbyggt. Með viðlíka þróun í uppbyggingu staðarins og verið hefur síðan 1971 taldi Óli ljóst að land svæði hreppsins yrði fullbyggt eftir fimm til sjö ár. Síðasta byggingahverfið er nú í skipu- lagningu, enda að mestu búið að úthluta öðrum svæðum. Sem kunnugt er felldu Selfyssingar í almennri atkvæðagreiðslu fyr- ir nokkru síðan, að kaupa jörð- ina Votmúla, sem liggur að Sel- fossi, fyrir 11,41 kr. fermetrann á föstu verði. Verðlag jarða í nágrenni Selfoss hefur lítillega verð kannað síðan og í a. m. k. einu tilviki er verðið hærra en Votmúlinn fékkst fyrir og í öðru tilviki miðast hugsanleg sala við, að eftirstöðvar verði vísitölutryggðar. NÝTT SJÚKRAHÚS OG ÍÞRÓTTAHÚS Margar stórframkvæmdir eru í gangi á Selfossi nú og má þar fyrst nefna byggingu nýs sjúk- rahúss sem er vel á veg komið. Verið er að reisa íþróttahús við nýja gagnfræðaskólann, en stefnt er að því að byggja hann upp sem fjölbrautaskóla með val á milli námsbrauta tengd- um atvinnulífinu og mennta- skólastiginu. Þá sagði Óli að tilfinnanlega vantaði félagsað- stöðu fyrir eðlilegt menningar- líf. Nú er búið að grafa að grunni fyrir langþráð félags- heimili, bíó, hótel o. fl. er á að rísa þar sem Selfossbíó er nú. Hefjast byggingarframkvæmdir væntanlega nú í sumar. Óli benti á að tekjustofnar sveitarfélaga af þessari stærð væru svo skornir við nögl, að þeir fullnýttust í frumþarfir svo sem lagningu gatna, hol- ræsa o. s. frv. Enda benti hann á að nálægir hreppar, sem ekki hefðu þurft að sinna þessháttar. væru yfirleitt vel settir hvað félagsaðstöðu snerti. Nýja sjúkrahúsið í smíðum. FV 4 1975 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.