Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 59

Frjáls verslun - 01.04.1975, Side 59
önnumst alla almenna blikksmíði Leggjum Ioftræsi- og lofthita- hitalagnir. Blikksmiðja B.J. Eyrarvegi 31 Sími 99-1704 Sclfossi auk þess sem atvinna er nægi- leg á Selfossi. Eins og flestum er kunnugt, er mjólkuriðnaður mikill á Selfossi og kaupfélagið rekur þar umfangsmikinn rekstur á mörgum sviðum og tvö stór- sláturhús eru á staðnum. Óli sagði að á síðari árum hefði tréiðnaður sett mikinn svip á atvinnulífið, bæði byggingar- vinna og innréttingafram- leiðsla, en afurðir seinni grein- arinnar eru seldar víða um land. Verslun er mikil á Sel- fossi, enda er staðurinn versl- unarmiðstöð fyrir nágrennið. Áberandi er vöxtur hverskon- ar verktaka á Selfossi, þar er einnig starfrækt saltfiskverk- un og hyggja Selfyssingar á skuttogarakaup með nágranna- sveitarfélögum. Vegagerð ríkis- ins hefur nú útibú á Selfossi og sagði Óli, að þróunin yrði vafalaust sú, að fleiri opinber- ar stofnanir staðsettu deildir sínar á stöðum eins og Selfossi. 5000 ÍBÚAR 1991? Árið 1971 var samþykkt skip- ulag að Selfossi til ársins 1991 og er gert ráð fyrir að staður- inn verði þá orðinn fimm þús- und manna, og land hreppsins austan Ölfusár, fullbyggt. Með viðlíka þróun í uppbyggingu staðarins og verið hefur síðan 1971 taldi Óli ljóst að land svæði hreppsins yrði fullbyggt eftir fimm til sjö ár. Síðasta byggingahverfið er nú í skipu- lagningu, enda að mestu búið að úthluta öðrum svæðum. Sem kunnugt er felldu Selfyssingar í almennri atkvæðagreiðslu fyr- ir nokkru síðan, að kaupa jörð- ina Votmúla, sem liggur að Sel- fossi, fyrir 11,41 kr. fermetrann á föstu verði. Verðlag jarða í nágrenni Selfoss hefur lítillega verð kannað síðan og í a. m. k. einu tilviki er verðið hærra en Votmúlinn fékkst fyrir og í öðru tilviki miðast hugsanleg sala við, að eftirstöðvar verði vísitölutryggðar. NÝTT SJÚKRAHÚS OG ÍÞRÓTTAHÚS Margar stórframkvæmdir eru í gangi á Selfossi nú og má þar fyrst nefna byggingu nýs sjúk- rahúss sem er vel á veg komið. Verið er að reisa íþróttahús við nýja gagnfræðaskólann, en stefnt er að því að byggja hann upp sem fjölbrautaskóla með val á milli námsbrauta tengd- um atvinnulífinu og mennta- skólastiginu. Þá sagði Óli að tilfinnanlega vantaði félagsað- stöðu fyrir eðlilegt menningar- líf. Nú er búið að grafa að grunni fyrir langþráð félags- heimili, bíó, hótel o. fl. er á að rísa þar sem Selfossbíó er nú. Hefjast byggingarframkvæmdir væntanlega nú í sumar. Óli benti á að tekjustofnar sveitarfélaga af þessari stærð væru svo skornir við nögl, að þeir fullnýttust í frumþarfir svo sem lagningu gatna, hol- ræsa o. s. frv. Enda benti hann á að nálægir hreppar, sem ekki hefðu þurft að sinna þessháttar. væru yfirleitt vel settir hvað félagsaðstöðu snerti. Nýja sjúkrahúsið í smíðum. FV 4 1975 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.