Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 73

Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 73
MATUR ER MANNSINS MEGIN Hafið þér hugleitt mikilvægi þess að neyta rétt samsettrar fæðu? Fyrir innisetumanninn, sem hyggur á stór afrek, er þetta ekki hvað minnsta atriðið. * Munið matstofuna á 2. hæð. • Kynnist vörum okkar, þær henta yður og fást ekki í öðrum verzlunum. NLF-búðirnar LAUGAVEGI20 ÖÐINSGÖTU 5 SÖLHEIMUM 35 safna upplýsingum og þá sem láta þær í té. Það verður því að vera ljóst, að þörf sé fyrir þær upplýsingar, sem um er beðið. RÖKSEMDIR FYRIR UPPLÝS- INGASÖFNUN. Helstu röksemdir fyrir því að safna upplýsingum um mark- aðshlutdeild eru þessar: 1. Samanburður milli ára, gef- ur til kynna hvort hlutdeild innlendu framleiðslunnar fer vaxandi eða minnkandi. 2. Hlutfallið gefur vísbendingu um hvort auka megi fram- leiðslu ákveðinna vöruflokka fyrir innanlandsmarkað. 3. Hægt er að gera sér ljósari grein fyrir áhrifum opin- berra aðgerða á markaðs- hlutdeild og hvernig mis- ræmi í innlendri og erlendri verðlagsþróun hefur áhrif á hlutfallið. 4. Innlendir framleiðendur fá möguleika á að ákvarða eigin markaðshlutdeild og hvernig hún breytist. Slík vitneskja er mjög áríðandi við töku ákvarðana, gerð áætlana, o. s. frv. 5. Markaðshlutdeild er könnuð vandlega í flestum löndum, sem bendir sterklega til að það hafi notagildi. ÝMIST VERÐ EÐA MAGN í SKÝRSLUM. Eins og fyrr segir er það að jafnaði betra að vörur séu tald- ar eftir verðmætum en ekki magni, þegar gera þarf athug- anir á markaðshlutdeild, en það er ekki gert í Hagtíðindum. Upplýsingar um framleiðslu- verðmæti er að finna í atvinnu- vegaskýrslum Framkvæmda- stofnunar ríkisins. Til þessa hafa komið út tvær skýrslur um iðnað, sem ná yfir árin 1968 til 1972. Skýrslurnar hafa að geyma upplýsingar um helstu hagstærðir í iðnaðj, svo sem framleiðsluverðmæti og tekju- virði hinna ýmsu framleiðslu- greina og er þar flokkað eftir atvinnuvegaflokkun Hagstofu íslands. Notagildi þessara talna við athuganir á markaðshlutdeild, er takmarkað, þar sem hver flokkur nær oft yfir mjög fjöl- breytilegar afurðir. Tölur geta verið mjög villandi, hvort sem þær sýna magn eða verðmæti, þegar hlutföll fjölbreyttra af- urða hafa breyst, en eru áfram taldar saman í flokki. Samsetn- ing innan flokksins er jafn þýð- ingarmikil og samanburður við aðra flokka. >á er rétt að minna á það, að innlenda framleiðslan er flokkuð eftir atvinnuvega- flokkun Hagstofunnar, sem er í megindráttum byggð á atvinnu- vegaflokkun Sameinuðu þjóð- anna, en innflutningurinn er flokkaður efttir svokölluðum „Brússel Nomecalture“. Sam- ræmi í þessu efni væri til mik- illa bóta. RANNSÓKN Á MARKAÐS- HLUTDEILD NAUÐSYNLEG. Fullyrða má, að núverandi upplýsingar séu ekki fullnægj- andi til nota við ákvörðun markaðshlutdeildar. Allar upp- lýsingar um iðnaðinn eru meira en árs gamlar er þær liggja fyr- ir og ná þá yfir heilt ár. Engar ársfjórðungs- eða misseris- skýrslur eru gerðar. Nauðsyn ber til að Hagstofan safni öll- um upplýsingum um iðnað, en undanskilji ekki vissar iðn- greinar. Nauðsynlegt er að vöruflokk- un sé þannig háttað, að sem greiðust samsvörun sé milli inn- fiutningsskýrslanna, útflutn- ingsskýrslanna og skýrslna um framleiðslu innanlands. Vöru- flokkunin er vafalaust viðamik- ið verkefni. Sennilega væri 'heppilegt að miða hana við at- vinnuvegaflokkun Hagstofunn- ar. Mætti hugsa sér að fengnir yrðu kunnáttumenn innan hverrar greinar til að vinna það verkefni og skipta sinni grein í hæfilega undirflokka. Þegar hugsað er um athugan- ir á iðnaðinum, vegna inngöngu í efnahagsbandalög, sést hversu ómetanlegt það hefði verið að hafa slíkar tölur. Nú stendur fyrir höndum úttekt á iðnað- inum og væri æskilegt að tölur um markaðshlutdeild væru hluti af henni. Því fyrr sem komið verður á fljótvirku kerfi til að afla talna um markaðs- hlutdeild, því betra fyrir ís- enskan iðnað. FV 4 1975 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.