Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 16
Spá Þjóðhagsstofunnar Framfærsluvísitalan hækkar um 22-24% á árinu Rekja má 7-8% til áhrifa kjarasamninganna ■ febrúar Þjófthagsstofnun hefur laus- lega áætlað kauphækkanir einstakra starfsstétta í kjölfar samninga ASÍ og vinnuveit- enda sem gilda frá 1. mars 1976 til 1. maí 1977. í yfirlitinu er ekki gert ráð fyrir, að fram- færsluvísitalan fari yfir samn- ingsbundin mörk. Hækkun Hækkun 1. mars til 1. feb. 1976 1977 % % Verkamenn 10,5 30,5 Verkakonur 10,7 30,7 Iðnaðarmenn 7,5 26,5 Verslunar og skrifst.fólk 7,5 26,5 ASÍ, samtals 9,0 28,5 Sé gert ráð fyrir, að launa- breytingar annarra starfsstétta verði með svipuðum hætti og samkvæmt kjarasamningi ASÍ og vinnuveitenda, gætu kaup- taxtar launþega hækkað um 22 —24% frá upphafi til loka árs- ins samanborið við 27 % hækk- un 1975 og 42% hækkun 1974. Meðalhækkun kauptaxta milli áranna 1975 og 1976 yrði þá 23—25%. ALMENN ÁKVÆÐI í febrúar var samið um hækkun kauptaxta í fjórum áföngum á samningstímabilinu, 6% almenna kauphækkun 1. mars, 1. júlí og 1. október 1976, en 5% almenna kauphækkun 1. febrúar 1977. í fyrsta áfanga, þ.e. 1. mars 1976, er kveðið á um tvenmskonar hækkun auk almennrar kauphækkunar. Annars vegar er sérstök lág- launahækkun, 1.500 kr. á mán- aðarlaun allt að 54.000 kr. en mánaðarlaun á bilinu 54.000 kr. til 57.000 kr. hækka um helm- ing þess, sem á vantar að þau nái 57.000 kr. Hins vegar er 1% launahækkun, sem ráðstaf- að var til að mæta sérkröfum einstakra félaga, en hún er nokkuð misjöfn fyrir einstaka hópa innan starfsstétta. RAUÐU STRIKIN í samningnum er bundið, að fari vísitala framfærslukostn- aðar yfir ákveðin mörk, svo- nefnd rauð strik, 1. júní og 1. október 1976 eða 1. febrúar 1977, skulu laun hækka hlut- fallslega sem þeirri umfram- hækkun nemur. Kauphækkun vegna rauðu strikanna á að koma til útborgunar mánuði eftir útreikning. Þau mörk vísitölu fram- færslukostnaðar, sem um ræðir, rauðu strikin, eru þessi. Hinn 1. júní 557 stig, en það er tæp- lega 10% hækkun frá 1. febrú- ar 1976. Hinn 1. október 1976 eru mörkin 586 stig, svo fram- arlega sem þar er um a.m.k. 5,2% hækkun framfærsluvísi- tölu frá 1. júní 1976 að ræða. Hækka þá laun 1. nóvember 1976 í hlutfalli við hækkun visi- tölunnar umfram 586 stig eða umfram þá vísitölu, sem reikn- uð var út 1. júní 1976 að við- bættri 5% hækkun, hvort sem hærra er. Loks er miðað við 612 stig vísitölu framfærslukostnað- ar 1. febrúar 1977 og jafnframt, að hún verði a.m.k. 4,4% hærri en vísitalan 1. október 1976. Skulu laun þá hækka í hlutfalli við hækkun vísitölunnar um- fram 612 stig eða umfram þá vísitölu, er reiknuð var út 1. október 1976 að viðbættri 4,4% hækkun, hvort sem hærra er. Við útreikning umframhækk- unar, skal draga frá hækkun vísitölu framfærslukostnaðar, sem leitt hefur af hækkun á vinnulið verðlagsgrundvallar búvöru eftir 1. febrúar 1976, vegna launahækkana á almenn- um vinnumarkaði. (Gildir þetta eins þótt slík verðhækkun komi ekki fram í útsöluverði, sökurn þess, að hún hefur verið jöfnuð með niðurgreiðslu úr ríkissjóði að einhverju eða öllu leyti). Frá framfærsluvísitölu skal einnig draga þá hækkun henn- ar, sem kann að verða vegna hækkunar á útsöluverði áfengis og tóbaks. 22—24% HÆKKUN VÍSITÖLU Samkvæmt áætlun Þjóðhags- stofnunar um framfærsluvísi- tölu, sem gerð var í byrjun febrúar, var talið að vísitalan mundi hækka um 11—12% frá upphafi til loka ársins án þess, að nokkrar launahækkanir kæmu til. Þjóðhagsstofnun hef- ur nú endurskoðað þessa áætl- un fyrst og fremst með tilliti til launahækkana samkvæmt samningum, en einnig af öðr- um ástæðum. Er nú útlit fyrir að framfærsluvísitala hækki um 22—24% á árinu (meðal- hækkun milli 1975 og 1976 yrði þá 27%), og af því má e.t.v. rekja 7—8% til áhrifa kjara- samninganna. Á árinu 1975 hækkaði framfærsluvísitala um 37% og um 53% árið 1974. 16 FV 3 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.