Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 16
Spá Þjóðhagsstofunnar
Framfærsluvísitalan hækkar um
22-24% á árinu
Rekja má 7-8% til áhrifa kjarasamninganna ■ febrúar
Þjófthagsstofnun hefur laus-
lega áætlað kauphækkanir
einstakra starfsstétta í kjölfar
samninga ASÍ og vinnuveit-
enda sem gilda frá 1. mars 1976
til 1. maí 1977. í yfirlitinu er
ekki gert ráð fyrir, að fram-
færsluvísitalan fari yfir samn-
ingsbundin mörk.
Hækkun Hækkun
1. mars til 1. feb.
1976 1977
% %
Verkamenn 10,5 30,5
Verkakonur 10,7 30,7
Iðnaðarmenn 7,5 26,5
Verslunar og
skrifst.fólk 7,5 26,5
ASÍ, samtals 9,0 28,5
Sé gert ráð fyrir, að launa-
breytingar annarra starfsstétta
verði með svipuðum hætti og
samkvæmt kjarasamningi ASÍ
og vinnuveitenda, gætu kaup-
taxtar launþega hækkað um 22
—24% frá upphafi til loka árs-
ins samanborið við 27 % hækk-
un 1975 og 42% hækkun 1974.
Meðalhækkun kauptaxta milli
áranna 1975 og 1976 yrði þá
23—25%.
ALMENN ÁKVÆÐI
í febrúar var samið um
hækkun kauptaxta í fjórum
áföngum á samningstímabilinu,
6% almenna kauphækkun 1.
mars, 1. júlí og 1. október 1976,
en 5% almenna kauphækkun
1. febrúar 1977. í fyrsta áfanga,
þ.e. 1. mars 1976, er kveðið á
um tvenmskonar hækkun auk
almennrar kauphækkunar.
Annars vegar er sérstök lág-
launahækkun, 1.500 kr. á mán-
aðarlaun allt að 54.000 kr. en
mánaðarlaun á bilinu 54.000 kr.
til 57.000 kr. hækka um helm-
ing þess, sem á vantar að þau
nái 57.000 kr. Hins vegar er
1% launahækkun, sem ráðstaf-
að var til að mæta sérkröfum
einstakra félaga, en hún er
nokkuð misjöfn fyrir einstaka
hópa innan starfsstétta.
RAUÐU STRIKIN
í samningnum er bundið, að
fari vísitala framfærslukostn-
aðar yfir ákveðin mörk, svo-
nefnd rauð strik, 1. júní og 1.
október 1976 eða 1. febrúar
1977, skulu laun hækka hlut-
fallslega sem þeirri umfram-
hækkun nemur. Kauphækkun
vegna rauðu strikanna á að
koma til útborgunar mánuði
eftir útreikning.
Þau mörk vísitölu fram-
færslukostnaðar, sem um ræðir,
rauðu strikin, eru þessi. Hinn
1. júní 557 stig, en það er tæp-
lega 10% hækkun frá 1. febrú-
ar 1976. Hinn 1. október 1976
eru mörkin 586 stig, svo fram-
arlega sem þar er um a.m.k.
5,2% hækkun framfærsluvísi-
tölu frá 1. júní 1976 að ræða.
Hækka þá laun 1. nóvember
1976 í hlutfalli við hækkun visi-
tölunnar umfram 586 stig eða
umfram þá vísitölu, sem reikn-
uð var út 1. júní 1976 að við-
bættri 5% hækkun, hvort sem
hærra er. Loks er miðað við 612
stig vísitölu framfærslukostnað-
ar 1. febrúar 1977 og jafnframt,
að hún verði a.m.k. 4,4% hærri
en vísitalan 1. október 1976.
Skulu laun þá hækka í hlutfalli
við hækkun vísitölunnar um-
fram 612 stig eða umfram þá
vísitölu, er reiknuð var út 1.
október 1976 að viðbættri 4,4%
hækkun, hvort sem hærra er.
Við útreikning umframhækk-
unar, skal draga frá hækkun
vísitölu framfærslukostnaðar,
sem leitt hefur af hækkun á
vinnulið verðlagsgrundvallar
búvöru eftir 1. febrúar 1976,
vegna launahækkana á almenn-
um vinnumarkaði. (Gildir þetta
eins þótt slík verðhækkun komi
ekki fram í útsöluverði, sökurn
þess, að hún hefur verið jöfnuð
með niðurgreiðslu úr ríkissjóði
að einhverju eða öllu leyti).
Frá framfærsluvísitölu skal
einnig draga þá hækkun henn-
ar, sem kann að verða vegna
hækkunar á útsöluverði áfengis
og tóbaks.
22—24% HÆKKUN
VÍSITÖLU
Samkvæmt áætlun Þjóðhags-
stofnunar um framfærsluvísi-
tölu, sem gerð var í byrjun
febrúar, var talið að vísitalan
mundi hækka um 11—12% frá
upphafi til loka ársins án þess,
að nokkrar launahækkanir
kæmu til. Þjóðhagsstofnun hef-
ur nú endurskoðað þessa áætl-
un fyrst og fremst með tilliti til
launahækkana samkvæmt
samningum, en einnig af öðr-
um ástæðum. Er nú útlit fyrir
að framfærsluvísitala hækki
um 22—24% á árinu (meðal-
hækkun milli 1975 og 1976 yrði
þá 27%), og af því má e.t.v.
rekja 7—8% til áhrifa kjara-
samninganna. Á árinu 1975
hækkaði framfærsluvísitala um
37% og um 53% árið 1974.
16
FV 3 1976