Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 55
Félagsstarfsemi: IVIargskyns félög og klúbbar starfa með miklum blóma Svo virðist sem Dalvíkingar séu mjög félagslynt fólk, því margs kyns félög og klúbbar starfa með miklum blóma á Dalvík. Mörg þessara félaga hafa aðstöðu í félagsheimilinu Víkurröst og þess vegna leitaði Frjáls verslun til forstöðumanns hússins, Antons Angantýssonar, til þess að fræðast nánar um Víkurröst og félags- lífið á Dalvík. smíði 11 raðhúsaíbúða og stóð ekki á kaupendum að þeim. — Það væri grundvöllur fyrir því að byggja meira íbúðarhúsnæði til að selja, sagði Bragi, því húsnæðisskorturinn hér er mik- ill. Hins vegar höfum við tekið að okkur stór verkefni sem við verðum að snúa okkur að af öllum kröftum. Þar er um að ræða stjórnsýslumiðstöð fyrir Dalvíkurkaupstað og Sparisjóð Svarfdæla annars vegar og hins vegar erum við að vinna við Heilsugæslustöð fyrir Dalvíkur- læknishérað. Við vorum að fá efni í glugga í heilsugæslustöð- ina og erum að byrja að smíða þá. Annars væri sjálfsagt hægt að byrja á útivinnu núna, því tíð hefur verið einmuna góð að undanförnu. MISJAFN GANGUR Að sögn Braga hefur gengið misvel með fyrirtækið. — Við fórum illa út úr stóru útboði fyrir nokkrum árum og þá gekk þetta illa, sagði Bragi, — en annars hefur þetta yfirleitt gengið vel. Hér er mikil gróska í byggingariðnaði núna og ég er alveg hættur að sjá starfs- bræður mína fara á vertíð vegna verkefnaleysis. Við höf- um verið heppnir með manrif skapinn sem vinnur hjá okkur og nú er á döfinni að bjóða föstum starfsmönnum hjá okk- ur að gerast meðeigendur. Við teljum að það verði til að bæta andann hjá fyrirtækiniu enn meira. Fjöldi starfsfólks hjá okkur er nokkuð misjafn eftir árstíma, en sennilega eru 20— 30 manns hjá okkur þegar flest er. Ekki er annað að heyra á Braga en eigendur Tréverks hf. séu bjartsýnir á að fyrirtækið blómstri. Þeir ætla sér að koma upp nýju spónsugukerfi á verk- stæðinu á næstunni, en það mun kosta um 500 þúsund krónur. Þá eru þeir að velta fyrir sér kaupum á bygginga- krana, sem þeir segja sig sár- lega vanta. — Okkur vantar náttúrulega peninga í þetta, því okkur skortir alltaf fé eins og aðra, en við höfum von um að það bjargist sagði Bragi Jóns- son að lokum. — Víkurröst er rekin af Dal- víkurbæ, sagði Anton. Aðal- starfsemin núna er rekstur mötuneytis fyrir heimavist gagnfræðaskólans hér og er séð um þann rekstur af sérstökum aðilum. Að öðru leyti sé ég um húsið, Hér eru haldnir dans- leikir, árshátíðir, þorrablót og yfirleitt alls konar samkomur. Þar til í haust sem leið buðum við upp á gistingu í skátaheim- ilimu, sem stendur hér rétt hjá, en reksturinn breyttist þegar mötuneytið var sett á laggirn- ar. MIKIL FÉLAGSSTARFSEMI Að sögn Antons er lögð á það áhersla að nota félagsheimilið sem mest fyrir áhugafélög og klúbba á staðnum. — Hér er alltaf mikil félagsstarfsemi og áhugamennskan situr í fyrir- rúmi, sagði Anton. Hér var t.d. stofnað Rauða kross félag sl, haust og á tveimur mánuðum voru komnir 80 félagsmenn. í des. festi félagið kaup á sjúkra- bifreið, sem er að verða tilbúin til notkunar. Af öðrum félög- um sem nota félagsheimilið má nefna Lionsklúbbinn, Kiwanis- klúbbinn, stúkuna, bridgefélag og Ungmennafélag Svarfdæla, sem heldur uppi blómlegri starfsemi. Svo æfir karlakórinn hérna. SÖNGFERÐALAG TIL NOREGS? Karlakór Dalvíkur hefur um 40 meðlimi, en söngstjóri er Gestur Hjörleifsson og hefur hann stjórnað kórnum lengi. — Kórinn er að æfa fyrir svo- kallað Heklumót, en það er mót Karlakórasambands Norður- lands, sem haldið er fjórða hvert ár, sagði Anton. — Ann- ars dreymir okkur um að kom- ast í söngferðalag til Noregs sumarið 1977 og ferðast þar um í að minnsta kosti eina viku. Leikfélagið á Dalvík notar að vísu ekki aðstöðuna í Víkur- röst, en Anton er einn af á- hugasömum kjarna, sem heldur starfinu gangandi hjá félaginu, svo hann var einnig spurður um starfsemi þess. LEIKLISTARÁHUGI — Þetta félag hefur yfirleitt verið mjög líflegt, sagði Anton, — og haldið uppi stöðugri starfsemi. Venjan hefur verið að setja upp eitt stórt stykki á vetri. Við erum núna með Del- irium Búbónis í æfingu og von- umst til að geta frumsýnt í lok apríl. Jóhann Ögmundsson leik- stýrir, en hann hefur verið fastur leikstjóri hjá okkur að undanförnu. í fyrra settum við upp Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. og vorum að sýna það alveg fram í júní. Við fór- um með stykkið í leikför og sýndum það m.a. í Iðnó á eins konar landsbyggðarviku þar og síðan sýndum við það í Borg- arnesi, Blönduósi og í Grímsey og víðar. Það eru ekki mjög margir virkir félagar í leikfé- laginu, en þar er áhugasamur hópur sem heldur starfinu gangandi. Leiklistaráhugi hjá fólkinu á Dalvík virðist vera fyrir hendi, því sýningar eru vel sóttar. Við höfum komist upp í að sýna sama leikinn 14 sinnum og þykir mér það gott á ekki stærri stað sagði Anton Angantýsson að lokum. FV 3 1976 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.