Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 7
í smiln mðli
# Lllarvörurnar seljast vel
Útflutningur ullarvara heí'ur aukist
ár frá ári og enn er fyrirsjáanleg aukn-
ing á næstu árum. Árið 1975 voru
fluttar út ullarvörur fyrir 1403 millj.
ísl. króna, hafði aukist úr 838 millj.
1974. Séu þessar tölur færðar á meöal-
gengi hvers árs í dollurum nemur út-
flutningsverðmætið 7,6 millj. dollara
1974 og um 9 millj. dollara 1975, sem
svarar til 20 % aukningar.
Velta sauma- og prjónastofa, sem
framleiða til útflutnings, var á síðast-
liðnu ári 400—450 millj., sem jafngild-
ir verðmæti ársafla 3 velbúinna skut-
togara. Að framleiðslunni starfa 130
manns. Fjárfestingin í þessum fyrir-
tækjum er um 295 millj. króna.
# Viöskipti við Portúgal
Portúgal er nú einn mikilvægasti út-
flutningsmarkaður okkar. Jafnframt
hefur komiö 1 ljós, að vegna vaxandi
gjaldeyriserfiðleika Portúgala telja
þeir sig verða að knýja á um að við
kaupum meiri vörur af þeim en nú er
gert, til þess aö þessi viöskipti geti
haldið áfram með eðlilegum hætti.
Verzlunarráð Islands hefur bent fé-
lagsmönnum sínum á, að innflutn-
ingur þaðan þjónar jafnframt útflutn-
ingshagsmunum okkar.
# Vanskilalisti
Öllum félagsmönnum Verzlunar-
ráðsins er nú gefinn kostur á að fá
sendan mánaðarlega lista yfir víxla-
vanskil sem fram aö þessu hefur ein-
göngu verið sendur til bankanna. Þessi
þjónusta verður endurgjaldslaus.
Einnig hefur verið ákveðið, að fram-
vegis geti allir félagsmenn fengið
munnlegar upplýsingar um ýmis at-
riöi, sem varða lánstraust viöskipta-
vina þeirra, annað hvort á skrifstofu
ráösins eöa símleiðis. Þessi þjónusta er
einnig endurgjaldslaus og aðeins fyrir
félagsmenn.
# Aukin viftskipti vift Lngverja
Ungverska samvinnusambandið og
Samband ísl. samvinnufélaga, hafa nú
gert samkomulag um það, að tekin
verði upp gagnkvæm viðskipti á milli
þessara tveggja samvinnusambanda.
Helztu íslenzkar afuröir, sem gert er
ráö fyrir, að Sambandið selji til Ung-
verjalands, eru iðnaðarvörur frá verk-
smiðjunum á Akureyri, fiskimjöl og
e.t.v. fleiri sjávarafurðir. Það sem
reiknaö er meö, að Sambandið kaupi
frá ungverska samvinnusambandinu,
eru fyrst og fremst nýir ávextir og
vefnaöarvörur, og auk þess mun veröa
athugað með kaup á ýmsum öðrum
vörum, eftir því sem markaðsástæður
hér heima leyfa.
# Aukning í flakasölu
Eins og áöur hefur verið skýrt frá
hér í Sambandsfréttum, varð mikil
aukning á freöfisksölu hjá Iceland
Products í Bandaríkjunum á síðast
liönu ári. Nú liggja fyrir endanlegar
sölutölur ársins, og sýna þær, að aukn-
ing er jafnvel enn meiri en ætlað var.
Hefur komið í ljós, aö salan á öllum
tegundum fiskflaka jókst á árinum um
65 af hundraði, en sé litið á þorskflök
sérstaklega, nemur aukningin 71 af
hundraði.
Þessi mikla söluaukning hefur leitt
til þess, að birgöir Sambandsfrystihús-
anna af þorskflökum hafa minnkað
verulega. I janúar mánuði fóru bæöi
frystiskip Skipadeildar, ms. Skaftafell
og ms. Jökulfell, vestur um haf full-
hlaðin freðfiski. I lok janúar voru
birgðir í húsunum því í algjöru lág-
marki.