Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 88

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 88
AUGLÝSING innréttingin með plasthúðaðri áferð liðlega kr. 200 þúsund. Eldhúsinnréttingarnar úr bæs- uðu greni frá Sigdal kosta um kr. 270 þúsund miðað við sömu stærð af eldhúsi. Þessi tegund innréttinga hefur verið mjög vinsæl hjá ungu fólki. Polaris innréttingarnar hafa verið nokkuð dýrari, því framan á skáphurðunum er sérstakt plast, sem fáanlegt er í margs- konar viðarlíkingum og litum. Uppsetningarkostnaður er ekki innifalinn í verðinu, en þær eru mjög auðveldar í upp- setningu, þannig að hver verk- laginn maður getur sett þær upp, Polaris viðarinnréttingarnar eru spónlagðar, en Sigdal inn- réttingarnar eru massívar. Margar litategundir af plasti eru til m. a. tvenns konar brúnir litir, orange, hvítt, grænt og fjölmargir viðarlitir. Greiðsluskilmálar eru mögu- legir og er yfirleitt greitt Va af kaupverði við pöntun, V3 við afhendingu og afgangurinn greiðist á átta mánuðum. Að lokum má geta þess, að Gunn- ar Ásgeirsson hf. flytur einnig inn bað- og fataskápa í miklu úrvali úr harðplasti og furu. HAGA ELDHLS: Otrúlega vandaðar og ódýrar eldhúsinnréttingar Hagi hf. Óseyri 4, Akureyri hóf starfsemi sína á miðju ári 1969 með framleiðslu hinna góðkunnu Haga eldhúsinnrétt- inga, sem hafa þótt ótrúlega ó- dýrar og vandaðar innrétting- ar. Þær eru gerðar úr plasti og hefur Hagi eingöngu verið með staðlaðar innréttingar, en sér- smíðaðar borðplötur. Eldhúsinnrétting sem er 2.50 á hvorum vegg kostar 200--230 þúsund krónur eftir því hvaða skápagerðir eru valdar. Verðið er miðað við að innréttingin sé komin í næstu vöruafgreiðslu við uppsetningarstaðinn. Flutn- ingskostnaður og trygging er innifalinn í verðinu. Uppsetn- ing er ekki innifalin í ofan- nefndu verði og má áætla að hún kosti 7—10% af innrétt- ingaverðinu. Hagi hf. hefur upp á að bjóða 10 liti af plasti á skápa og 8 liti á borðplötur. Auk þess get- ur kaupandinn sjálfur lagt til plast á borðplötu. Aukakostn- aður af því er lítill. Á næst- unni verður gefinn kostur á þremur tegundum af spónlögð- um hurðum í palisander, hnotu og kirsuberjavið. Hjá Haga er sá háttur hafður á, að 25% innréttingaverðsins greiðist við staðfestingu á pönt- un, 50% við móttöku og 25% er lánað til fjögurra mánaða með samþykktum víxli að við- bættum vöxtum og vixilkostn- aði. Afgreiðslufrestur er um þrjár vikur. Nú er Hagi hf., að hefja framleiðslu á fataskápum í stöðluðum einingum og nýlega er hafin framleiðsla og sala á loft- og veggklæðningum. 88 FV 3 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.