Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 85
Esjuberg: IMý og fullkomin veitingastofa - bætir úr brýnni þörf Borðvín eru borin fram með hádegis- og kvöld- matnum að Esju- bergi. Ný veitingastofa var opn’uð á fyrstu hæð Hótels Esju í Reykjavík í haust. Þessi nýja veitingastofa, sem hlotið hefur nafnið Esjuberg er með sniði caféteríu og bætir úr brýnni þörf. Gestir Hótel Esju, sem eru 264 þegar gistirými er fullskip- að, hafa fram að þessu haft að- gang að veitingastofu á 9. hæð hótelsins, sem aðeins rúmaði 58 manns í sæti. Veitingastofan Esjuberg hefur hins vegar sæti fyrir 248 gesti. Steindór Ólafs- son, sölustjóri hótelsins svaraði nokkrum spurningum F.V. um rekstur hins nýja veitingasalar. Nýtt og fullkomið eldhús var tekið í notkun við opnun Esju- bergs, en slíkt hafði ekki áður verið fyrir hendi. Áður hafði verið allgóð aðstaða til frum- vinnslu matvæla í kjallara hússinis og að auki 'þrjú lítil eldhús með ófullkomnum tækjakosti. Esjuberg er 404 m- að gólf- fleti, en eldhús er 154 m2. Öll tæki í eldhúsi og veitingastofu eru ný. Tæki í eldhúsi, svo sem eldunartæki, kæliskápar og uppþvottavélar eru fengin frá Bandaríkjunum og Svíþjóð, en að öðru leyti er veitingastofan unnin af íslenskum iðnaðar- mönnum. Sagði Steindór, að af- greiðslu væri þannág háttað, að gestir væru afgreiddir við langt afgreiðsluborð og er afgreitt frá báðum endum. Um sömu rétti er að ræða í báðum íilfell- unum. Að Esjubergi er mikið úrval rétta, allt frá bestu steikum til ódýrra smárétta. Áhersla er lögð á fljóta afgreiðslu. Fyrir gesti hótel Esju og aðra, sem þangað koma verður um stór- breytingu að ræða, því að á- ætlað er að 9. hæð hótelsins verði nýtt til minni fundar- halda, síðdegisdrykkju, brúð- kaupsveislna og fermingar- veislna o.fl. Steindór sagði, að reynslan af nýju veitingastofunni væri mjög góð. Þangað koma ekki aðeins hótelgestir, heldur einn- ig starfsmenn fyrirtækja í ná- grenninu, fjölskyldur og fjöl- margir aðrir. Mikið er um það að fjölskyldur fái sér að borða á sunnudögum og fá börnin þá hálfa skammta á hálfu verði. Hótel Esja hefur vínveitinga- leyfi og á Esjubergi eru borin fram borðvín með matnum. í hádeginu og á kvöldin kemur þjónn sem býður þeim sem á- huga hafa á vín með matnum. Eingöngu eru á boðstólum rauðvín, hvítvín og rósavín, sterk vín og önnur létt vín eru ekki á borðum. Sagði Steindór, að forráðamenn hótelsins teldu þetta nauðsynlega þjónustu ekki síst vegna erlendu gest- anna á sumrin, þar sem víða er- lendis eru borðvín sjálfsagður hlutur með mat. Teiknistofan Ármúla 6 gerði teikningar að innréttingu Esju- bergs og eldhússins. Inn- kaupadeild Flugleiða sá um innkaup í samráði við hótel- stjóra Hótel Loftleiða og Esju, Erling Asperlund. Umsjón með framkvæmdum af hálfu hótels- ins höfðu Hafsteinn Vilhelms- son, aðstoðarhótelstjóri á Esju og Steindór Ólafsson. Af 64 manna starfsliði hótelsins starfa 33 við veitingastofuna Esjuberg. Féikilega mikið af pöntunum hafa verið bókaðar fyrir sum- arið og verða gestir hótelsins aðallega hópar frá meginlandi Evrópu. Sagði Steindór að lok- um, að alltaf væri verið að lengja gistitímann og þykir sýnt, að aðalgistitíminn verði frá apríl—september í ár og þannig hefur tekist að lengja sumartímann hvað gistingu snertir um tvo mánuði. FV 3 1976 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.