Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 98
HFrá riistjárn Gamlir draugar? Furöumikil heimtufrekja og óbilgirni hef- ur skinið í gegnum allar yfirlýsingar for- stöðumanna SIS og KRON vegna synjunar hafnarstjórnar í Reykjavík á beiðni þessara aðila um að fá að reka smásöluverzlun í vöruskemmum SÍS inni í Vogum. Æsinga- kenndar upphrópanir forstjóra SÍS um pólitíska valdbeitingu meirihluta borgar- stjórnar í þessu máli benda ótvírætt til þess að enn eimi eftir af þeim háskalega hugs- unarhætti, sem svo áberandi var meöal for- ystumanna samvinnuhreyfingarinnar á fyrri áratugum aldarinnar, að samvinnu- verzlunin skyldi njóta algjörra forréttinda til þess að geta staðizt einkaverzluninni snúning m.a. meö þesskonar pólitískri valdbeitingu sem stunduð hefur verið af meirihluta KEA-valdsins í bæjarstjórn Ak- ureyrar, þegar úthlutanir verzlunarlóða hafa farið þar fram undanfarið. Sannleikurinn er sá, að samvinnuhreyf- ingin og fyrirtæki hennar hafa fengið mjög rausnarlega afgreiðslu sinna mála í höfuð- borginni á liðnum árum, — of rausnarlega að margra dómi. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hefur fengið vilyrði fyrir lóð und- ir stórt verzlunarhúsnæði á bezta staö í hin- um nýja miðbæ Reykjavíkur. Félagið hefur opnaö nýjar verzlanir í hinum nýju og fjöl- mennu úthverfum borgarinnar. Sambandið hefur sjálft reist nýlega stór- ar vöruskemmur á hinu nýja hafnarsvæöi við Elliðavog vegna skipaflutninga sinna. Það var hafnarstjórn borgarinnar, sem út- hlutaði þeirri aðstöðu enda gerir skipulag ráð fyrir, að þar verði stunduð svokölluð „hafnsækin starfsemi“. Ötöldum aðilum í einkarekstri, sem augastað hafa haft á lóð- um á þessu svæði fyrir ýmis konar rekstur, hefur kurteislega verið vísaö frá vegna þessa skilyrðis. Einnig hefur frétzt, að Sam- bandiö hafi fengiö lóðir þessar á hafnar- svæðinu með lánskjörum, sem borgin veitir fyrirtækjum yfirleitt ekki. Síðan gerist það. skyndilega, að SIS og KRON koma algjörlega aftan aö hlutunum og ætla að setja upp verzlun í pakkhúsun- um á hafnarsvæðinu. Vegna þeirrar kúvend- ingar frá samþykktu skipulagi á þessum slóðum, sem verzlunarstarfsemi hefði þarna þýtt, ákváðu hafnarstjórn og borgarstjórn að synja umræddri beiðni SIS og KRON. Samvinnuverzlunin hefur sízt verið látin sæta afarkostum í uppbyggingu sinni á höf- uðborgarsvæðinu. Hins vegar er til þess ætlazt að hún sitji við sama borð og hinir og að ekki gildi um hana aðrar reglur en þær, sem fyrirtæki verða almennt að hlíta. Samhjálp í reynd Atvinnumál öryrkja hafa nokkuð verið rædd undanfarið og mörgum eru enn í fersku minni frásagnir fórnarlamba um- ferðarslysanna, sem birtust í sjónvarpi fyrr í vetur. Þeir einstaklingar lögðu áherzlu á að öryrkjum yrði gefinn kostur á að hafa aðgang aö vinnumarkaði og starfa í eðlilegu umhverfi með heilbrigðu fólki. Tvímælalaust hlýtur það aö vera hlut- verk samfélagsins að sjá einstaklingum, sem örorku hljóta af slysförum eða öðrum á- stæðum, fyrir atvinnutækifærum við þeirra hæfi. Opinberir aðilar geta haft um þetta visst frumkvæði en á miklu ríður, aö vinnu- veitendur og stjórnendur fyrirtækja og stofnana sýni málefninu skilning. Einkaaðilar og frjáls félagasamtök hafa unnið geysimerkilegt starf á sviði margs konar samfélagslegra umbóta. Það er vel við hæfi að halda áfram á þeirri braut með því aö huga sérstaklega að atvinnumálum öryrkja, sem að loknum hæfnisprófum eiga að vera liðtækir á hinum almenna vinnu- markaði. Fyrirtækin þurfa meö jákvæöri afstöðu til málsins að kanna hver tækifæri þau geta boðiö að þessu leyti og láta sam- tökum öryrkja og vinnumiölun þeirra aö- stoð sína í té. 98 FV 3 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.