Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 57
IJtibú KEA:
Áhugi á að hefja rekstur
nýrra iðnfyrirtækja
Utibúi5 greiddi 614 manns laun ■ fyrra
Á launaskrá hjá okkur voru 614 manns á sl. ári og voru greiddar 175 milijónir í vinnulaun sagði
Kristján Ólafsson útibússtjóri KEA á Dalvík þegar Frjáls verslun heimsótti hann fyrir skömmu. —
Útibúið er hér með margs konar starfsemi, sagði Kristján. — Hér er -matvörudeild, byggingarvöru-
deild, vefnaðarvörudeild, varahl'utaverslun í sambandi við bílaverkstæði fyrirtækisins og ýmsar
grófari vörur eru afgreiddar af lager. Verslunardeildirnar seldu fyrir u.þ.b. 400 milljónir króna á
síðasta ári.
Á haustin er rekið hér slátur-
hús á vegum útibúsins og tekur
það hús við 13—14 þúsund fjár.
Frystihús er rekið á okkar veg-
um og í sameiningu við Dalvík-
urkaupstað gerum við út skut-
togarann Björgvin undir nafni
Útgerðarfélags Dalvíkinga. Svo
erum við með fiskimjölsverk-
smiðju. Af þessu má sjá að
þetta er umfangsmikill rekstur,
enda er þetta fyrirtæki lang
stærsti atvinnurekandinn á
staðnum og var veltan á sl. ári
um einn milljarður, sagði
Kristján.
EINA FRYSTIHÚSIÐ Á
DALVÍK
Frystihús KEA er eina frysti-
húsið á Dalvík, en ýmsir aðrir
aðilar verka fisk i salt. — Það
sem helst háir rekstri frysti-
hússins núna, sagði Kristján, —
er skortur á hráefni. Meðan
skuttogarinn Baldur var gerður
út hér var ástandið gott, en eft-
ir að hann fór berst ekki nægi-
legt hráefni. En nú á Útgerðar-
félagið von á nýjum togara í
lok þessa árs og þá lagast þetta
vonandi. Eins og er vinnum við
upp afla togarans á 4—5 dög-
um og bíðum svo eftir að hann
komi aftur. Þetta þýðir það að
við verðum að segja starfsfólk-
inu upp vikulega. Með nýju
samningunum varð það ennþá
verra, því hér eftir þurfum við
að segja öllum upp skriflega,
þannig að við þurfum að hafa
fjölrituð uppsagnarbréf á lager.
GÓÐ VÉLVÆÐING
Frystihúsið á Dalvík var
byggt upp og endurbætt mikið
á árunum 1972—1973. — Þetta
er mjög gott lítið frystihús,
sagði Kristján. — Það er vel
vélvætt og öllum kröfum um
hreinlætisaðstöðu og aðstöðu
Kristján Ólafsson,
útibússtjóri KEA.
fyrir starfsfólk fullnægt. Hins
vegar verður það full lítið þeg-
ar nýr togari fer að leggja hér
upp. Þess vegna er nú verið að
gera áætlanir um stækkun
hússins um 1400 fermetra. Það
er líka verið að skipuleggja
höfnina og hafnarsvæðið en
þetta er allt unnið í samhengi
við hvort annað. Þrátt fyrir
miklar fjárfestingar á undan-
förnum árum hefur afkoma
frystihússins verið góð og út-
koman réttu megin við strikið,
sagði Kristján.
Þótt Kaupfélagið á Dalvík sé
útibú frá KEA er hér um mjög
sjálfstæða rekstrareiningu að
ræða. — Það má segja að við
ráðum okkur að mestu sjálf
hér, sagði Kristján. — Að sjálf-
sögðu þurfum við að leita sam-
þykkis stjórnarinnar fyrir
meiri háttar fjárskuldbinding-
um, en frá því ég tók við þessu
1972 hef ég aldrei orðið var við
neina árekstra vegna þess að
þetta væri útibú.
REKSTUR í FÖSTUM
SKORÐUM
Að sögn Kristjáns útibús-
stjóra er rekstur fyrirtækisins
í fremur föstum skorðum og
hefur verið lítið um stórbreyt-
ingar á rekstrinum undanfarin
ár. — Við erum þó alltaf að
velta fyrir okkur ýmsum við-
bótum og úrbótum, sagði
Kristján. — Hér er t.d. að
vakna áhugi fyrir því að koma
upp einhverjum léttum iðnaði
á vegum útibúsins. Helst hefur
komið til greina að koma upp
sauma- eða prjónastofu í sam-
vinnu við verksmiðjur SÍS á
Akureyri. Hér er tvímælalaust
þörf fyrir léttan iðnað, því
margar konur á Dalvík, sem
hafa hug á að fá sér vinnu vilja
ekki eða geta ekki farið í fisk-
vinnu, en myndu grípa við ein-
hverju svona. Þarna er talsvert
ónotað vinnuafl um að ræða.
Svona pláss byggjast upp á því
að reynt sé að auka framtakið
og framleiðsluna. Þá hefur fólk
eitthvað að sækja á staðinn
sagði Kristján Ólafsson að lok-
um.
FV 3 1976
57