Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Qupperneq 82

Frjáls verslun - 01.03.1976, Qupperneq 82
Andri hf. Vfir 1000 hús með Lavellaklæðningu — rætt við Harald Haraldsson, framkvæmdastjóra Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri. Yfir 1000 hús og húshlutar út um allt land hafa nú verið klæddir með Lavella utanhúss- plastklæðningu. Lavella klæðn- ingin hefur farið sigurför um landið frá því að hún var sett ’utan á fyrsta húsið í Keflavík árið 1967. Framleiðsla Lavella utanhússklæðningarinnar fer fram í Svíþjóð og er hún mikið notuð á Norðurlöndum einkan- lega í Noregi, þar sem byggð hafa verið upp heil hverfi af nýjum húsum með Lavella klæðningu. Andri hf. umboðs- og heildverslun, Borgartúni 29, Reykjavík hefur m.a. umboð fyrir Lavella. Framkvæmda- stjóri þess fyrirtækis er Har- aldur Haraldsson og hafði F.V. tal af honum. Andri hf. var stofnað árið 1966 og byrjaði starfsemin með innflutningi. Flytur fyrirtækið inn byggingavörur, matvörur, skíðavörur og bátavélar, en ár- ið 1969 hófst útflutningur á fiskimjöli, sem siðar þróaðist út í að flytja út möl, lýsi, hrogn, rækjur og frosinn lax. LAVELLA Á NÝ OG GÖMUL HÚS Lavella klæðningin er sett utan á trégrind, sem slegið hef- ur verið upp. Hún endist aldur hússins og kemur í veg fyrir raka, minnkar hitunarkostnað- inn og losar eigandann við tímafrekt viðhald og málningu ár eftir ár. Klæðningin er fáarn leg í hvítu, ljósgráu og ljós- gulu. Sterkir litir hafa ekki átt upp á pallborðið, þar sem hætta er á að þeir upplitist. Venjuleg högg skaða ekki og klæðningin þolir vel frost. Lavella klæðningin er sett á gömul og ný hús bæði hlaðin og steinsteypt og hún hefur verið geysilega vinsæl á sum- arbústaði og sömuleiðir hefur verið selt mjög mikið af La- vella til Vestmannaeyja eftir gos. Þá hefur fyrirtækið flutt inn matvörur m.a. Gevalia kaffi og nokkrar matvörutegundir frá General Foods þ.á.m. kornflex, barbeque sósu og hrísgrjón. FRJÁLS ÁLAGNING Marker skíðabindingar og Kástle skíði eru heimsþekktar vörur og eru löngu kunnar á íslenskum markaði. Bindingarn- ar koma frá Vestur-Þýskalandi en skíðin frá Austurríki. Andri hf. hefur flutt þessar vörur inn um nokkurt skeið. Sagði Har- aldur að þessi þáttur í starf- semi fyrirtækisins hefði gengið vel, en álagningarhömlur væru það miklar, að ekki væri hægt að taka neinar áhættur. Skiði og skíðaútbúnaður eru vörur sem aðeins seljast á veturna og ekki er þorandi að taka þá á- hættu að liggja með útbúnað yfir sumarmánuðina, þar sem að selja verður vöruna á sama verði veturinn eftir, sagði Har- aldur. — Fyrirtæki þurfa að sníða sér stakk eftir vexti hvað álagningu snertir og frjáls á- lagning hefur það í för með sér, að innflytjendur reyna að fá niður kaupverð erlendis. Með því lækka tollar og þannig gætu innflytjendur fengið hærra hlutfall til sín, án þess að vöruverð hækkaði, en eins og kerfið er í dag þýðir 10% lækkum á vöruverði 10% lækk- un á álagningu fyrir innflytj- endur. Vara, sem kostar 100 þúsund krónur í innkaupum kostar í útsölu 300 þúsund krónur. Framleiðandi vörunnar fær 100 þúsund kr., ríkið fær 116 þús- und krónur, heildsalinn 18 þús- und, smásalinn 54 þúsund krón- ur og afgangurinn 12 þúsund krónur skiptist á milli flutn- ingsaðila, vátryggingaraðila, banka o. fl. Þetta er gott dæmi um það hvernig vöruverð verð- ur til, sagði Haraldur og sést greinilega hvaða hlut innflytj- endur og smásalar bera frá borði, en það eru þeir sem taka áhættuna. Ég vona að sá dagur komi, að verslun fái að njóta sannmælis, sagði Haraldur að iokum. 82 FV 3 1976
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.