Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 63

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 63
Ferðamál lindirbúningur hafinn að byggingu nýs heilsárshótels Sumarhótcl rekið nú í sambandi við heimavist gagnfræðaskólans 1 gamla prestssetrinu á Ólafsfirði er rekið hótel á sumrin. Á vet- urna er húsið notað sem heimavist fyrir gagnfræðaskólann. Hótel- stjórinn og umsjónarmaður heimavistarinnar heitir Trausti Magn- ússon og var hann tekinn tali er Frjáls verslun heimsótti Ólafs- fjörð fyrir skömmu. — Hér eru nú bara 5 nem- endur í heimavist, sagði Trausti en 27 nemendur borða hérna. Það eru krak'kar úr sveitinni í kring sem er ekið til og frá skóla. Þetta verður vist síðasti veturinn sem rekin verður heimavist við gagnfræðaskól- ann hér, því nú er komin heimavistarbygging á Dalvík, sem á að uppfylla þörf svæðis- ins. SUMARHÓTEL í 3 SUMUR Trausti er búinn að reka sumarhótel á staðnum í 3 sum- ur. -— Það kom slangur af fólki hérna fyrstu tvö sumrin, en sið- asta sumar lenti ég í vandræð- um með pláss, sagði Trausti. Á sjálfu hótelinu hef ég bara 10 rúm handa gestum, en svo hef Hótelið í Ólafsfirði. ég leitað til fólks úti i bæ með gesti sem ég 'hef ekki pláss fyr- ir. Mér finnst líka færast í auk- ana að fólk komi hér á vetrum og leiti eftir gistingu. Þá hef ég ekki möguleika á að láta fólk gista, en reyni að finna pláss i bænum handa því. Mér hefur sýnst að full þörf væri fyrir heils árs gistihús hér á staðn- um og þess vegna hef ég hafið undirbúning að byggingu hótels hér, sagði Trausti. Ég er búinn að fá lóð á mjög skemmtilegum stað á vatnsbakkanum skammt frá gagnfræðaskólanum. Þar er mjög sólríkt og miklir mögu- leikar á að gera umhverfið fal- legt. Nálægðin við vatnið býð- ur líka upp á að hægt sé að koma upp bátabryggjum í sam- bandi við hótelið og í vatninu er veiði, sem ég vona að hægt verði að veita gestum aðgang að. Áætlað er að húsið verði 500 m- með 11 herbergjum tveggja manna. Þar á að vera góður matsalur fyrir 60—70 manna hóp og íbúð fyrir hótel- stjórann. Það er bara fjölskyld- an sem vinnur í þessu sagði Trausti, svo við verðum að hafa þetta með hagkvæmu sniði, t.d. geri ég ráð fyrir sjálfsaf- greiðslufyrirkomulagi í mat- salnum. FJÁRÖFLUN ARLEIÐIR Nú er ekki hlaupið að því fyrir einstakling að byggja heilt hótei, svo Trausti var inntur eftir fjáröflunarleiðum. — Ég er búinn að sækja um lán tii byggðasjóðs og ferðamálaráðs, sagði hann. Ég er að vísu ekki Trausti Magnússon, hótelstjóri. búinn að fá vilyrði fyrir lánum en mér fannst undirtektir vera mjög jákvæðar á báðum stöð- um. Eins hafa bæjaryfirvöld á Ólafsfirði sýnt mér mikinn vel- vilja og bæjarbúar sjálfir eru áhugasamir um framgang þessa fyrirtækis. Ef allar áætlanir standast á að vera hægt að koma húsinu upp á næsta sumri og vinna síðan að innréttingu næsta vetur. Ef það tekst verð- ur hluti hússins tekinn í notkun vorið 1977. Ég hef leitað til menntamálaráðuneytisins með fyrirspurn um það hvort ekki þurfi að veita mötuneytisfyrir- greiðslu áfram fyrir gagnfræða- skólann, sagði Trausti. Það gæti komið sér vel að hafa eitthvað slíkt yfir vetrartímann, en á sumrin held ég að full not verði fyrir bæði gistiplássið og mat- salinn. Umferðin síðasta sumar sannfærði mig um það, sagði Trausti Magnússon að lokum. FV 3 1976 63

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.