Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 18

Frjáls verslun - 01.03.1976, Side 18
Sabena reynir að fá flugfarþega til að hefja dvöl sína á megin- Iandinu með gistingu í Briissel, sem boðin er með álitlegum af- slætti. lngarfullar tilraunir til að efla vöxt og viðgang Briisselborg- ar sem samgöngumiðstöðvar. Bandarískum og kanadískum ferðamönnum, sem leið eiga til annarra borga í Evrópu hafa verið boðnir alis konar afslættir ef þeir eyddu fyrstu nóttinni eða þeirri síðustu í Briissel. Félagið fann lika upp unglingafargjöldin svonefndu. Þau komu þó ekki að neinu verulegu haldi því að öll önn- ur flugfélög hermdu strax eft- ir og buðu samskonar afslátt- arfargjöld. Sabena hefur alls ekki tekizt að laða til sín far- þega af ólíku þjóðerni eins og sérfræðingunum í þeirri grein, SAS, KLM og Swissair. Jafn- vel þótt félaginu hefði tekizt að hasla sér völl á því sviði er ekki víst, að það dygði nú, því að dagar þeirrar sam- keppni kunna senn að vera taldir. Vegna erfiðleika í rekstri flestra flugvéla hafa ríkisstjórnir gripið til sér- Reynslan hefur sýnt að Brussel er ekki samgöngumiðstöð eins og alþjóðleg viðskiptamiðstöð. stakra verndarráðstafana vegna sinna eigin flugfélaga. SAMVINNA EKKI AUÐVELD. Þetta er alvarlegasta á- hyggjuefnið í sambandi við hugsanlegt samstarf Sabena, KLM og Luxair. Sameiginlega gætu félögin átt það á hættu í nýjum samningaviðræðum um flugréttindi sín til annarra landa, að þurfa að fækka ferðum á þeirri forsendu, að við núverandi aðstæður hafi félögin fengið sinn skerf og meir en það þegar hliðsjón er höfð af íbúafjölda landanna og markaði. Þá er sameiginlegur flug- floti félaganna ekki sam- keppnishæfur. Sabena notar Boeing-vélar en KLM hefur lengi keypt flugvélar hjá Mc- Donnell Douglas. Sabena er þátttakandi i hópstarfi nokk- urra flugfélaga varðandi við- haldsmál, KLM tilheyri’- öðrum hóp. Loks ber að hafa hugfast, að KLM, sem hefur yfirleitt skilað ágóða, er tvisvar sinn- um stærra en Sabena og hefur nærri þrefalt meiri flutninga- getu. INNANFÉLAGSVANDAMÁI, SABENA. Forráðamenn KLM kæra sig lítið um að kalla yfir sig svip- uð innanfélagsvandamál og Sabena hefur átt við að stríða. Svo kanm að fara, að Sabena verði eins konar orrustuvöllur í belgíska tungumálastríðinu. Stöðum hjá félaginú er skipt nokkurn veginn til helminga milli frönskumælandi og flærnskumælandi. Hins vegar hafa miðlungsgóðar stöður og þaðan af betri verið fylltar frönskumælandi að 70-90 hundraðshlutum og stjórnar- fundir hafa farið fram á frönsku. Til þess að stöðva áralangan taprekstur Sabena hafa margar ríkisstjórnir í Belgíu viljað endurskoða skipurit framkvæmdastjórnar- innar. Nú er ábyrgðarmestu stöðunum í framkvæmdastjórn og stjórninni sjálfri skipt milli Flæmingja og Vallóna og síð- ustu tvö árin hafa stjórnar- fundir farið fram á tveim tungumálum og verið túlkaðir jafnóðum. Þetta hefur farið í taugarnar á frönskumælandi Vallónum, sem þegar hafa glat- að nokkru af áhrifum sínum innan félagsins og óttast nú samruna við hollenzkt félag. LÍTILL SPAKNAÐUR. Þó að nánara samstarf tæk- ist milli KLM, Sabena og Luxair telja sérfræðingar Mc- Kinsey & Co. að sparnaðurinn 18 FV 3 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.