Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 80
Fyrirtaeki, framlciðsla
Stálhýsi hf.:
Flytur inn stálgrindarhús af
ýmsum gerðum
frá BLTLER — verksmiðjunum
Ný byggingartækní hefur í mörgum greinum rutt sér til rúms hérlendis og alltaf eru aö
koma fram einhverjar nýjungar. Meðal þeirra eru verksmiðjuframleidd hús af ýmsum stærð-
um og gerðum. Stálgrindarhúsin, sem reist hafa verið fyrir verksmiðjur margs konar, hafa vak-
ið athygli og á því sviði eru fyrir hendi ótal möguleikar, sem ekki hafa nema fáir einir
verið reyndir hér á landi enn. Stálhýsi hf. í Reykjavík er einn af innflytjendum stálgrindar-
húsa hér á landi og lék okkur nokkur forvitni á að heyra, hvað það fyrirtæki hefði á boðstól-
uin. Sigurður Magnússon, skrifstofustjóri, varð fyrir svöruin.
— Hvers konar byggingar
getur verið um að ræða og
hvaða stærðir og gerðir koma
cinna best út í verðsamanburði
hérlendis?
Þess er strax rétt og skylt að
geta, að þó Frjáls Verzlun hafi
leitað til mín um svör við
spurningum, þá verða þau
fyrst og fremst byggð á upp-
lýsingum þeirra starfsmanna
Stálhýsis, sem eru mér fróðari
um byggingar BUTLERS.
Undanfarna áratugi hefi ég
reynt að afla mér þekkingar
og reynslu í ferðamálum, og
þess vegna hefi ég orðið að
byrja hér á að fást við nýtt
viðfangsefni með því að setj-
ast á skólabekk, þar sem til-
tölulega fátt af því, sem fyrr
var mér nytsamlegt er nú
öruggt til nýrrar stefnumörk-
unar. Ég hefi alltaf verið for-
vitinn og þess vegna þykir mér
gaman að kanna þetta nýja
verksvið.
Hvers konar byggingar get-
ur verið um að ræða? Ef fara
Sigurður Magnússon,
skrifstofustjóri hjá Stálhýsi.
má í smiðju til Bandaríkja- og
Evrópumanna, þá er fjölbreytni
BUTLER-bygginganna mjög
mikil. Við höfum sýnt ykkur
myndir af fallegum kirkjum,
alls konar verksmiðjum, skól-
um, íþróttahúsum, verzlunar-
miðstöðvum, svo að dæmi séu
nefnd. Hér á Keflavíkurflug-
velli hýsa BUTLER-byggingar
margvíslega starfsemi, t. d.
kjörbúð, flugskýli, sundlaug,
geymslurými o. fl. Annars
staðar á fslandi og i Færeyj-
um hafa verið reist hús fyrir
milligöngu Stálhýsis, þar sem
nú er verksmiðjurekstur
margs konar, skrifstofur,
slökkvistöðvar, frystihús,
geymslur o. fl. Stærsta húsið
er 6600 fermetra trésmiðja Víð-
is í Kópavogi en hið minnsta
um 9 fermetrar spennistöð á
Höfn í Hornafirði. Þessi breyti-
leiki stærða svarar að nokkru
leyti síðari hluta spurningar-
innar um gerðir og verðsaman-
burð. Við gerum föst efnistil-
boð í erlendri mynt, og ráð-
leggjum viðskiptavinunum að
leita til annarra og fá að sjá á-
ætlanir þeirra. Að því loknu
kaupa margir af okkur, en
aðrir telja, að eldri gerðir
byggingarefna verði þeim hag-
kvæmari. Sjálfir teljum við
okkur einkum samkeppnis-
80
FV 3 1976