Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 53
líka að taka til reksturs dag- vistunarstofnana og viðhalds á skólahúsnæði. — Þessi breyting getur vitanlega haft í för með sér minni framkvæmdahraða, sagði bæjarstjórinn. í dvalarheimilinu verða litlar íbúðir fyrir aldraða, sem geta þá fengið þjónustu frá heimil- inu ef þeir óska og þarfnast hennar, eða bjargað sér alveg sjálfir. HEILSUGÆSLUSTÖÐ Á sl. ári var byrjað á smíði heilsugæslustöðvar fyrir Dal- víkurlæknishérað, en auk Dal- vikur tilheyra Svarfaðardalur, Árskógsströnd og Hrísey hér- aðiniu. Tilkoma heilsugæslu- stöðvarinnar mun hafa í för með sér mikla breytingu til batnaðar á heilsugæslu í hérað- inu. Núverandi húsnæði er orð- ið allt of lítið og of mikið er að gera fyrir einn lækni, en gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir tvo lækna í nýju stöðinni. Ríkið kostar bygginguna að 85% en sveitarfélögin skipta afgangn- um á milli sín eftir fólksfjölda. HITAVEITA Dalvík hefur notið hitaveitu síðan 1970, en nú er séð fram á vatnsskort hjá hitaveitunni. en fyrirtæki hafa ekki notið heita vatnsins. Alls hafa verið boraðar 9 holur í nágrenni Dal- víkur, en aðeins ein þeirra gaf árangur. Nú er í ráði að reynia að bora dýpra en áður með hlið- sjón af borholunum á Lauga- landi og er talið að það sé væn- legt til árangurs. Að sögn bæj- arstjórans verður að fram- kvæma þessar boranir mjög bráðlega, ef ekki á að verða al- varlegur vatnsskortur hjá hita- veitunni. ÚTGERÐ Dalvíkurkaupstaður er annar aðaleigandi Útgerðarfélags Dal- víkinga. Hinn aðaleigandinn er KEA. Utgerðarfélagið á einn skuttogara, Björgvin EA 311, en von er á nýjum togara í lok þessa árs. Skrokkur togarans var smíðaður í Flekkefjord í Noregi, en var síðan dreginn til Akureyrar, þar sem Slippstöðin mun ganga frá smíðinni. Hrá- efni til frystihússins á staðnum hefur að undanförnu komið svo til eingöngu frá þessum eina skuttogara, en þess er vænst að nýi togarinn muni tryggja jafn- ara aðstreymi af hráefni. ÖNNUR VERKEFNI Eins og er er verið að vinna að skipulagningu hafnarinnar og hafnarsvæðisins og verður ekki unnið neitt að hafnar- framkvæmdum á meðan. Eitt- hvað mun verða unnið við gatnagerð á staðnum á árinu, Valdimar Bragason, bæjarstjóri. enda er það eilífðarverkefni sagði Valdimar. Mun þar bæði um að ræða lagningu varanlegs slitlags á eldri götur og lagn- ing nýrra gatna þar sem ný í- búðarhúsahverfi eru að rísa. Líkur eru á því að mikið verði byggt af íbúðarhúsum á Dalvík á næstunni, enda hefur húsnæð- isskortur verið mikill á staðn- um að undanförnu. Fjölgunin á staðnum hefur verið mikil, eða um 3% á síðasta ári, sem er nokkru hærra en meðaltal á landinu. Það er líka gott að búa hérna sagði Valdimar bæj- arstjóri og kannski ekki síst vegna nálægðarinnar við Akur- eyri. Það er kostur að geta sótt þangað ýmsa þjónustu, sem við ráðum ekki við að koma upp sjálf. Það er að vísu æskilegt að hver staður sé sjálfbjarga um allt, en ýmsa sérfræðiþjón- ustu er erfitt fyrir smærri staði að hafa, sagði Valdimar Braga- son bæjarstjóri að lokum. Tréverk : Alhliða bygginga- þjónusta Starfscmi okkar er alhliða byggingaþjónusta auk reksturs trésmíðaverkstæðis. Við höfum gert töluvert af því að byggja hús og selja, en við gerum líka tilboð í ýmis verk. Þetta sagði Bragi Jónsson verkstæðisfor- maður hjá Tréverk hf. á Dal- vík og cinn af eigendum fyrir- tækisins begar Frjáls verslun heimsótti hann á verkstæðið á dögunum. — Tréverk hf. var stofnað af fimm mönnum á Dalvík árið 1962, sagði Bragi. — Við byrj- uðum á því að byggja 160 fer- metra hús fyrir verksfæðið, en við stækkuðum það hús um 300 fermetra árið 1974. Á verkstæð- inu sinnum við alls konar við- gerðum og vinnum hvers konar nýsmíði. Við smíðum innrétt- ingar, glugga og hurðir og þeg- ar við byggjum íbúðir til að selja smíðum við yfirleitt allar innréttingar í þær. Við höfum haft verkstæðið opið fyrir við- skiptum, en hins vegar finnst okkur oft tafsamt að sinna öllu smotteríinu sem við erum beðn- ir að gera. EFNI SÓTT TIL REYKJA- VÍKUR Timbur og spónaplötur og þvíumlíkt kaupir fyrirtækið mest frá Akureyri, en mikið af efni sem þarf til innréttinga- smíði þarf að sækja til Reykja- víkur. — Þetta hefur verið vandamál, sagði Bragi, — því það fer bæði fyrirhöfn og beinn kostnaður í að sækja efnið svona langt. En þetta er að skána núna og það er sífellt meira efni sem hægt er að kaupa frá Akureyri. Tréverk hf. lauk nýlega FV 3 1976 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.