Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 17
Flugmál
Hvað verður um belgíska
flugfélagið Sabena?
Félagið hefur veriö rekið með tapi í 18 ár og nú er kannað hvort
sameining við flugfélög nágrannalandanna komi til greina
Það væri í sjálfu sér ekki hlaupið að því að sannfæra Belffíumenn um að þeir þyrftu ekki á eigin
flugfélagi að halda, burtséð frá öllum þjóðarm etnaði. Svo mikil cru alþjóðleg viðskipti Belgíu-
manna, og Belgía hefur orðið miðstöð fyrir margs konar starfsemi á alþjóðlegum grundvelli. Samt
er flugfélag landsmanna, Sabena, í miklum fjárh agskröggum sem verða stöð'ugt alvarlcgri. Þessi
spuming liggur í loftinu nú: „Hvað eða hver getur bjargað félaginu?“
Samvinna Sabena við KLM og Luxair er ekki auðsótt m.a. vegna
ólíks flugvélakosts.
f tengslum við málefni Sa-
bena ræða sérfræðingar málið
á breiðara grundvelli og benda
á, að því lengur sem Sabena
og önnur ríkisflugfélög, er eiga
við álíka vandamál að glíma,
eru látin þrauka með auknum
framlögum viðkomandi ríkis-
sjóða, verði róðurinn þyngri og
þyngri fyrir einkafyrirtækin
og líkurnar á að þau verði
þjóðnýtt fari vaxandi. Nú eru
vandamál orðin svo hrikaleg
að belgíska stjórnin er að
kanna möguleika á einhvers
konar samvinnu eða samruna
félagsins við KLM í Hollandi
og Luxair í Luxemborg.
100 MILLJÓN DOLLARA
TAP Á TVEIM ÁRUM.
Sabena eða „Société Anon-
yme Belge d‘Exploitation de la
Navigation Aérienne“ eins og
félagið heitir fullu nafni, hef-
ur á undanförnum tveimur ár-
um tapað 100 milljón dollur-
um af brúttótekjum, sem námu
680 milljón dollurum. Að sjálf-
sögðu hefði þessi útkoma
stofnað tilvist félagsins í mikla
óvissu fjármálalega ef það
hefði ekki notið styrkja frá
hinu opinbera. Þótt Sabena
hafi verið rekið með tapi síð-
astliðin 18 ár var það þó útkom-
an 1974 og 1975, sem knúði Jos
Chabert, samgönguráðherra, til
að grípa í taumana. Segja má
að hanm beri ábyrgð á félaginu,
sem belgíska ríkið á 90% í.
Ráðherrann kvaddi til banda-
ríska ráðgjafafyrirtækið Mc-
Kinsey & Co og fól því að gera
athugun á rekstri Sabena.
Skýrsla McKinsey & Co. hefur
nú verið lögð fyrir ráðherra
Belgíu, Hollands og Luxemborg
og er búizt við miklum umræð-
um um hana, sem jafnvel
kunni að leiða til stjórnarskipta
í Belgíu.
FÁBROTIÐ LEIÐAKERFI
Vandamál Sabena er að fé-
lagið tengir tiltölulega lítið
land við umheiminn með fá-
brotnu leiðakerfi. Af banda-
rískum borgum fljúga vélar
félagsins aðeins til New York.
Svo til öll önnur flug-
félög í Vestur-Evrópu fljúga
til annarrar borgar vestan
hafs, eins og Chicago, Boston,
Philadelphia, Washington eða
Detroit. Brússel er heldur ekki
útidyrnar að Evrópu, ef svo
mætti segja, þó að með rökum
mætti ætla að svo væri. í borg-
inni hafa ýmis fjölþjóðleg fyr-
irtæki aðalbækistöðvar sínar
og borgin er miðsvæðis. Engu
að síður eru London, París,
Frankfurt og Róm aðalsam-
göngumiðstöðvar Evrópu. Um-
ferð um flugvöllinn í Brússel
er ámóta mikil og um völlinn
í Dússeldorf. Þannig er
Brússel-völlurinn eins og hér-
aðsmiðstöð á evrópskan mæli-
kvarða.
AFSLÆTTIR í BOÐI.
Sabena hefur gert örvænt-