Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.03.1976, Blaðsíða 17
Flugmál Hvað verður um belgíska flugfélagið Sabena? Félagið hefur veriö rekið með tapi í 18 ár og nú er kannað hvort sameining við flugfélög nágrannalandanna komi til greina Það væri í sjálfu sér ekki hlaupið að því að sannfæra Belffíumenn um að þeir þyrftu ekki á eigin flugfélagi að halda, burtséð frá öllum þjóðarm etnaði. Svo mikil cru alþjóðleg viðskipti Belgíu- manna, og Belgía hefur orðið miðstöð fyrir margs konar starfsemi á alþjóðlegum grundvelli. Samt er flugfélag landsmanna, Sabena, í miklum fjárh agskröggum sem verða stöð'ugt alvarlcgri. Þessi spuming liggur í loftinu nú: „Hvað eða hver getur bjargað félaginu?“ Samvinna Sabena við KLM og Luxair er ekki auðsótt m.a. vegna ólíks flugvélakosts. f tengslum við málefni Sa- bena ræða sérfræðingar málið á breiðara grundvelli og benda á, að því lengur sem Sabena og önnur ríkisflugfélög, er eiga við álíka vandamál að glíma, eru látin þrauka með auknum framlögum viðkomandi ríkis- sjóða, verði róðurinn þyngri og þyngri fyrir einkafyrirtækin og líkurnar á að þau verði þjóðnýtt fari vaxandi. Nú eru vandamál orðin svo hrikaleg að belgíska stjórnin er að kanna möguleika á einhvers konar samvinnu eða samruna félagsins við KLM í Hollandi og Luxair í Luxemborg. 100 MILLJÓN DOLLARA TAP Á TVEIM ÁRUM. Sabena eða „Société Anon- yme Belge d‘Exploitation de la Navigation Aérienne“ eins og félagið heitir fullu nafni, hef- ur á undanförnum tveimur ár- um tapað 100 milljón dollur- um af brúttótekjum, sem námu 680 milljón dollurum. Að sjálf- sögðu hefði þessi útkoma stofnað tilvist félagsins í mikla óvissu fjármálalega ef það hefði ekki notið styrkja frá hinu opinbera. Þótt Sabena hafi verið rekið með tapi síð- astliðin 18 ár var það þó útkom- an 1974 og 1975, sem knúði Jos Chabert, samgönguráðherra, til að grípa í taumana. Segja má að hanm beri ábyrgð á félaginu, sem belgíska ríkið á 90% í. Ráðherrann kvaddi til banda- ríska ráðgjafafyrirtækið Mc- Kinsey & Co og fól því að gera athugun á rekstri Sabena. Skýrsla McKinsey & Co. hefur nú verið lögð fyrir ráðherra Belgíu, Hollands og Luxemborg og er búizt við miklum umræð- um um hana, sem jafnvel kunni að leiða til stjórnarskipta í Belgíu. FÁBROTIÐ LEIÐAKERFI Vandamál Sabena er að fé- lagið tengir tiltölulega lítið land við umheiminn með fá- brotnu leiðakerfi. Af banda- rískum borgum fljúga vélar félagsins aðeins til New York. Svo til öll önnur flug- félög í Vestur-Evrópu fljúga til annarrar borgar vestan hafs, eins og Chicago, Boston, Philadelphia, Washington eða Detroit. Brússel er heldur ekki útidyrnar að Evrópu, ef svo mætti segja, þó að með rökum mætti ætla að svo væri. í borg- inni hafa ýmis fjölþjóðleg fyr- irtæki aðalbækistöðvar sínar og borgin er miðsvæðis. Engu að síður eru London, París, Frankfurt og Róm aðalsam- göngumiðstöðvar Evrópu. Um- ferð um flugvöllinn í Brússel er ámóta mikil og um völlinn í Dússeldorf. Þannig er Brússel-völlurinn eins og hér- aðsmiðstöð á evrópskan mæli- kvarða. AFSLÆTTIR í BOÐI. Sabena hefur gert örvænt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.