Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 85

Frjáls verslun - 01.03.1976, Page 85
Esjuberg: IMý og fullkomin veitingastofa - bætir úr brýnni þörf Borðvín eru borin fram með hádegis- og kvöld- matnum að Esju- bergi. Ný veitingastofa var opn’uð á fyrstu hæð Hótels Esju í Reykjavík í haust. Þessi nýja veitingastofa, sem hlotið hefur nafnið Esjuberg er með sniði caféteríu og bætir úr brýnni þörf. Gestir Hótel Esju, sem eru 264 þegar gistirými er fullskip- að, hafa fram að þessu haft að- gang að veitingastofu á 9. hæð hótelsins, sem aðeins rúmaði 58 manns í sæti. Veitingastofan Esjuberg hefur hins vegar sæti fyrir 248 gesti. Steindór Ólafs- son, sölustjóri hótelsins svaraði nokkrum spurningum F.V. um rekstur hins nýja veitingasalar. Nýtt og fullkomið eldhús var tekið í notkun við opnun Esju- bergs, en slíkt hafði ekki áður verið fyrir hendi. Áður hafði verið allgóð aðstaða til frum- vinnslu matvæla í kjallara hússinis og að auki 'þrjú lítil eldhús með ófullkomnum tækjakosti. Esjuberg er 404 m- að gólf- fleti, en eldhús er 154 m2. Öll tæki í eldhúsi og veitingastofu eru ný. Tæki í eldhúsi, svo sem eldunartæki, kæliskápar og uppþvottavélar eru fengin frá Bandaríkjunum og Svíþjóð, en að öðru leyti er veitingastofan unnin af íslenskum iðnaðar- mönnum. Sagði Steindór, að af- greiðslu væri þannág háttað, að gestir væru afgreiddir við langt afgreiðsluborð og er afgreitt frá báðum endum. Um sömu rétti er að ræða í báðum íilfell- unum. Að Esjubergi er mikið úrval rétta, allt frá bestu steikum til ódýrra smárétta. Áhersla er lögð á fljóta afgreiðslu. Fyrir gesti hótel Esju og aðra, sem þangað koma verður um stór- breytingu að ræða, því að á- ætlað er að 9. hæð hótelsins verði nýtt til minni fundar- halda, síðdegisdrykkju, brúð- kaupsveislna og fermingar- veislna o.fl. Steindór sagði, að reynslan af nýju veitingastofunni væri mjög góð. Þangað koma ekki aðeins hótelgestir, heldur einn- ig starfsmenn fyrirtækja í ná- grenninu, fjölskyldur og fjöl- margir aðrir. Mikið er um það að fjölskyldur fái sér að borða á sunnudögum og fá börnin þá hálfa skammta á hálfu verði. Hótel Esja hefur vínveitinga- leyfi og á Esjubergi eru borin fram borðvín með matnum. í hádeginu og á kvöldin kemur þjónn sem býður þeim sem á- huga hafa á vín með matnum. Eingöngu eru á boðstólum rauðvín, hvítvín og rósavín, sterk vín og önnur létt vín eru ekki á borðum. Sagði Steindór, að forráðamenn hótelsins teldu þetta nauðsynlega þjónustu ekki síst vegna erlendu gest- anna á sumrin, þar sem víða er- lendis eru borðvín sjálfsagður hlutur með mat. Teiknistofan Ármúla 6 gerði teikningar að innréttingu Esju- bergs og eldhússins. Inn- kaupadeild Flugleiða sá um innkaup í samráði við hótel- stjóra Hótel Loftleiða og Esju, Erling Asperlund. Umsjón með framkvæmdum af hálfu hótels- ins höfðu Hafsteinn Vilhelms- son, aðstoðarhótelstjóri á Esju og Steindór Ólafsson. Af 64 manna starfsliði hótelsins starfa 33 við veitingastofuna Esjuberg. Féikilega mikið af pöntunum hafa verið bókaðar fyrir sum- arið og verða gestir hótelsins aðallega hópar frá meginlandi Evrópu. Sagði Steindór að lok- um, að alltaf væri verið að lengja gistitímann og þykir sýnt, að aðalgistitíminn verði frá apríl—september í ár og þannig hefur tekist að lengja sumartímann hvað gistingu snertir um tvo mánuði. FV 3 1976 85

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.