Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 16
I verzlun
Fríhafnar-
innar.
Ólafur
Thordcrsen.
Fríhafnar-
stjóri (t.v)
og Ólafur
Jónsson,
verzlunar-
stjóri.
staðan til matargerðar svo
frumstæð, að matur er keypt-
ur erlendis fyrir Atlantshafs-
flugið og það sem nauðsynlega
þarf að taka um borð hér er
kannski ekki eins frambæri-
legt og óskað væri vegna lé-
legrar eldhúsaðstöðu.
AUKIN ÞJÓNUSTA HJÁ
FRÍHÖFN
Fríhöfmin hefur nýlega tekið
í notkun nýtt húsnæði fyrir af-
greiðslu við farþega sem eru að
koma inn í landið. Að sögn
Ólafs Thordersen er þetta til
að bæta þjónustu við viðskipta-
vini og hraða henni því að
þarna er sjálfsafgreiðsla eins
og í hinum hluta Fríhafnar-
verzlunarirmar.
Sala Fríhafnarinnar eykst
jafnt og þétt og nam í ágústlok
tæpum 550 milljónum króna
frá áramótum. Salan allt árið
í fyrra var hins vegar 644 millj-
ónir.
Farþegar á ieið inn í landið
fá nú einnig meira rúm i mót-
tökusal fyrir farangur og toll-
skoðun en hann hefur verið
stækkaður með nýrri viðbygg-
ingu eins og afgreiðsla Frí-
hafnar.
Þær framkvæmdir, sem nú
eiga sér stað í gömlu flugstöð-
inni eru til bráðabirgða, því að
beðið er eftir nýrri flugstöð
Flugleiðir hafa frestað bygg-
ingu á nýju eldhúsi þar til end-
anlegar ákvarðanir lægju fyrir
um staðsetningu nýrrar flug-
stöðvar. Hún myndi stórlega
bæta aðbúnað og þjónustu við
farþega ekki sízt, þar sem gert
hefur verið ráð fyrir að far-
þegar gætu gengið beint úr
biðsal um borð í flugvélina ó-
háðir veðri og vindum, sem
gerast fyrirferðarmiklir á Mið-
nesheiðinni á stundum.
Franskir og danskir sérfræð-
ingar hafa unnið að umferðar-
spám og forsögn fyrir þessar
framkvæmdir en málið er
strandað í kerfinu. f síðustu
viðræðum um varnarsamning-
inn við Bandaríkjamenn var á-
kveðið að starfsemi hersins og
þjónusta við almennt milli-
landaflug skyldi skilin að m.a.
með nýrri flugstöðvarbyggingu
og annarri akstursleið af flug-
vallarsvæðinu en niú er.
„EINS OG HARMONIKA“
Pétur Guðmundsson, flug-
vallastjóri sagði í sambandi við
F.V. að það tæki um 12 mánuði
að gera arkitekta- og verk-
fræðiteikningu af flugstöðinni
nýju. Síðan mætti búast við að
fyrsti áfangi hennar, með álíka
salarkynnum og nú eru í gömlu
flugstöðinni, yrði tvö ár í bygg-
ingu. Væri byggingin þraut-
hugsuð og mætti „þenja hana
út eins og harmoniku eftir
þörfum“ að sögn flugvallar-
stjórans.
Hann gat þess, að 80 milljón-
um hefði verið varið til síðustu
breytinga á brottfarar- og
komusal í gömlu flugstöðinni
auk lagfæringa á bílastæðum.
Verkefninu væri efcki lokið en
farið hefur verið fram á 42
milljón króna fjárveitingu til
að ljúka því á næsta ári.
TEKJUR, SEM EKKI KOMA
FLUGVELLINUM TIL GÓÐA
Ríkið hefur umtalsverðar
tekjur af flugvellinum og
mörgum finnst kynlegt að þær
skuli ekki notaðar til að koma
upp sómasamlegri aðstöðu fyr-
ir flugfarþega. Tekjur ríkisins
af flugvallaskatti vegna milli-
landaflugs eru einar sér áætl-
aðar 195 milljónir á árinu. Af
lendingargjöldum verða tekjur
rikisins 220 milljónir og vegna
íslenzks markaðar verður að
greiða 21 krónu á hver.n án-
ingarfarþega sem um völlinn
fer en heildartala er áætluð
5.3 milljónir miðað við 8%
fjölgun þessara farþega frá því
í fyrra.
Pétur Guð-
m’undsson,
flugvallar-
stjóri
í skrifstofu
16
FV 9 1976