Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 19

Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 19
Flugvélaframleiðsla Bandarískir, evrópskir og japanskir framleiðendur stofna til samvinnu Sagt frá áformum um smíði næstu kynslóða af farþegaþotum Guy Darricaux, embættismaður frönsku flugmálastjórnarinnar, labbaði sig nýlega inn í aðalstöðvar flugvélaverksmiðja Mc- Donnell Douglas Corp. í St. Louis og færði forstjóranum James S. McDonnell fréttir, sem hann hafði beðið eftir: Stjómvöld í París hefðu valið fyrirtæki hans, fram yfir keppinautinn Boéing Co., sem samstarfsaðila við smíði nýrrar farþegaþotu, sem áætlað er að verði í förum yfir Atlantshafið á næsta áratug. Svo kann þó að fara, að Boeing sverjist í annan fé- lagsskap með útlendingum, sem reynast kann skeinuhætt- ur. Til hefur staðið, að stjórn- arnefnd flugvélaiðnaðarins í Japan féllist á tillögu um 20 % þátttöku Japana í smíði næstu kynslóðar af Boeing þotum, þ.e.a.s. hinnar fyrirhuguðu Boeing 7X7. ítalska fyrirtækið Aeritalia er líka 20% aðili að þessu verkefni og þýzkir fram- leiðendur slást kannski í hóp- inn innan tíðar. 0 Samstarf óhjákvæmilegt Eftir áralangt skraf og ráðagerðir virðist sem sameig- inlegt átak liggi í loftinu hjá flugvélaverksmiðjum á Vestur- löndum, sem verkefnaskortur og bágur fjárhagur hafa illi- lega hrjáð upp á síðkastið. Tak- markið með þessu samstarfi er að draga úr ofþenslu verk- smiðjanna, taka sameiginlega áhættu við tilraunir með nýjar flugvélar og draga úr sam- keppni á þröngum markaði. Yfirlýsing franskra stjórn- valda þýðir, að bandarískir flugvélaframleiðendur munu ekki standa frammi fyrir sam- keppni við einingarsamtök flugvélaframleiðenda í Efna- hagsbandalagslöndunum, sem hugsanlega hefðu getað orðið ávöxtur af viðræðum sérstakr- ar nefndar á vegum Efnahags- bandalagsins um þessi mál. í staðinn lítur út fyrir að banda- rísk fyrirtæki verði með í sam- starfi beggja hinna evrópsku hópa flugvélaframleiðenda, sem berjast nú innbyrðis. í Bretlandi og Þýzkalandi eru þó stuðningsmenn EBE- samvinnu um flugvélasmíði, sem líta ákvörðun Frakka um að vinna með Bandaríkjamönn- um í stað Evrópufyrirtaékja ó- hýru auga. Brezkur flugmála- frömuður hefur sagt, að á- kvörðun Frakka komi í veg fyrir samvinnu um önnur verk- efni. Bretar ásaka Frakka um að rjúfa heit þess efnis, að þeir ráðfærðu sig við ríkisstjórnir annarra Evrópuríkja áður en þeir hæfu samstarf um flug- vélasmíði við aðra. # Frakkar græða fyrst Ef niðurstöður markaðsat- hugana hjá McDonnell Douglas verða jákvæðar ag samningar takast mun það í fyrstu koma frönsku aðilunum til góða. Frönsku verksmiðjurnar Dass- Franska þotan Mercure. Frakkar hafa átt í erfiðleikum með að sclja þotuna, sem aðcins er í notkun hjá frönsku ríkisflugfélagi. FV 9 1976 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.