Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 34

Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 34
* Islensk iðnkynning: Afstaða almennings til íslensks fatnaðar er mjög jákvæð — Sýningin íslensk föt kostaði 11 milljónir Ein umfangsmesta fatasýn- ing sem lialdin hefur veri'ð hcr á landi fór fram í Laugardals- höllinni í september. 30 ís- lenskir fataframleið'cndur tóku þátt í sýningunni, sem var um Ieið kaupstefna, og hana sóttu rúmlega 21.000 manns. Aðsókn fór langt fram úr vonum for- ráðamanna sýningarinnar. Hér á landi fást um 200 einstakling- ar og fyrirtæki við fatafram- Iciðslu, en um 1700 manns starfa a'ð framleiðslunni. Pétur Sveinbjarnarson, fram- kvæmdastjóri íslenskrar iðn- kynningar var einn af for- ráðamönnum sýningarinnar og átti hann hugmyndina, að opna fatakaupstefnuna fyrir almenn- ingi og gera hana að veglegri sýningu. FV ræddi við hann um aðdraganda og undirbún- ing sýningarinnar og kostnað- inn af slíkri sýningu. — Hver var a'ðdragandi sýn- ingarinnar? — Fimmtán sinnum hafa fatakaupstefnur verið haldnar hér á landi, flestar lokaðar al- menningi. Mörgum fundust þessar fatakaupstefnur á nið- urleið, og aðeins tóku 12 fram- leiðendur þátt í síðustu sýn- ingu. Á þessu iðnkynningarári var síðan ákveðið að endur- reisa fatakaupstefnuraar, og hófust umræður um þetta í samstarfshóp fataframleiðenda. Þá lagði ég fyrir þennan sam- starfshóp að opna fatakaup- Pétur Sveinbjarnarson, frkvstj. íslcnskrar iðnkynningar. stefnuna fyrir almenningi og gera að sýningu. Með þessu var tekin talsverð áhætta, áhætta fyrir fatafram- leiðendur fjárhagslega og einn- ig fyrir íslenska iðnkynningu, þar sem undirbúningur undir þetta fyrsta framkvæmdaatriði iðnkynningarársins var svo stuttur. — Hvernig var undirbúningi háttað? — Undirbúningstíminn var ákaflega stuttur, aðeins 4 vik- ur. Honum má skipta í þrjá þætti. í fyrsta lagi undirbún- ingur undir fatakaupstefnuna, í öðru lagi undirbúningur und- ir hina almennu sýningu, svo sem leiga húsnæðis, gerð starfs- skipulags, hönnun sýningar- svæðis o. fl. f þriðja lagi má nefna tískusýningarnar. Strax var ákveðið að hafa stærstu og viðamestu tískusýningu, sem hér hefur farið fram. Ákveð- inn hópur fékk það verkefni að undirbúa tískusýningarnar. Skipuð var sýningarstjórn, sem í áttu sæti 8 manns og var formaður hennar Axel Aspelund. f tískusýningar- nefndinni voru þrjár konur, en Pálína Jónmundsdóttir var for- maður þeirrar nefndar. Skrif- stofustjóri Félags ísl. iðnrek- enda, Magnús Magnússon, var framkvæmdastjóri sýningar- innar, en það hefur verið föst venja, að skrifstofustjóri FÍI hafi séð um kaupstefnurnar. Strax og sýnt var að sam- staða var með að opna kaup- stefnuna almenningi og gera tískusýningarnar að viðamiklu atriði setti sýningai’stjórn sér það takmark að fá a. m. k. 30 þátttakendur á sýninguna og tókst það, þrátt fyrir að van- trú sumra aðila gagnvart fyrri kaupstefnum setti strik í reikn- inginn. Síðan var gerð kostnaðar- áætlun og spá um aðsókn. Átti sýningin að standa í 5 daga og reiknuðum við þá með 10.000 fullorðnum og 2.000 börnum. Jafnframt reiknuðum við með þeim möguleika að sýningin yrði framlengd um 2 daga, og 34 FV 9 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.