Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 45
Skuttogarinn Hólmatindur á siglingu af miðunum.
TÍU ÁR VERKSTJÓRI
f FRYSTIHÚSI
F.V.: Hvað tók við þegar þú
varst hættur að gera út í bili,
leist þér nokkuð á að halda
áfram í útgerð á þessum ár-
um og var nokkuð upp úr
þessu að liafa?
Aðalsteinn: Á árunum fyrir
og eftir 1950 var byggt nýtt
hraðfrystihús á Eskifirði, og
var ég ráðinn verkstjóri þar
yfir sumartímann, en á vetrum
varð ég að halda á vertíð til
Suðurlands. Alls var ég 10 ár
verkstjóri í frystihúsinu. Frysti-
húsið hafði alltaf lítið hráefni
og var byggt af vanefnum og
misheppnað, og gekk flest á
afturfótunum þann tíma sem
ég var þar verkstjóri. Ég var
því ekki alls kostar ánægður í
verkstjórastarfinu, og lék því
hugur á að fara út í útgerð á
nýjan leik. Ég gekk í fyrstu á
eftir mönnum um að koma með
mér, og einnig sótti ég um ýmis
störf sem ég fékk ekki, en lítið
gerðist, þar til á árinu 1955,
að Kristinn bróðir minn sem
var vörubílstjóri, ákvað að
ganga til liðs við mig um kaup
á nýjum bát, og seldi bílinn.
Erfitt var að fá leyfi til báta-
kaupanna, en með góðra
manna hjálp hafðist þetta allt
saman og bátinn fengum, við
árið 1956, 64 tonna dansk-
byggðan eikarbát, sem við lét-
um heita eftir föður okkar, og
samtímis bátakaupunum stofn-
uðum við hlutafélagið Jón
Kjartansson um rekstur báts-
ins. Rekstur þessa báts gekk
með ágætum. Fyrsta árið var
Þorsteinn Einarsson úr Garði
með bátinn á vertíð í Sand-
gerði og á sildveiðum, en síð-
an var Böðvar Jónasson með
bátinn á vertíðum frá Horna-
firði, en Þorsteinn Gíslason,
núverandi varafiskimálastjóri,
var með bátinn á síld. Jafn-
framt útgerð bátsins starfrækt-
um við síldarsöltunarstöðvar á
Eskifirði og Vopnafirði, og að
nokkru einnig á Ólafsfirði, og
á vertíðum verkuðum við afla
bátsins í salt á Hornafirði.
HEPPNIR MEÐ SKIPSTJÓRA
F.V.: Svo rekstur Jóns
Kjartanssonar h.f. hefur geng-
ið vel frá upphafi?
Aðalsteinn: Já, það má víst
segja það. Skipstjórar þeir er
við höfðum voru úrvals menn,
og t. d. varð þessi tiltölulega
litli bátur með aflahæstu bát-
um á síldveiðum ár eftir ár
undir stjórn Þorsteins Gísla-
sonar, sem reyndar var skip-
stjóri á skipum félagsins í
fjöldamörg ár, og meðeigandi
að tveimur þeirra, og vertíðirn-
ar gengu einnig með ágætum.
Félagið færði því fljótt út kvi-
arnar, og í ársbyrjun 1960 eign-
aðist það nýtt 150 lesta stál-
skip, sem bar nafn móður okk-
ar bræðra, og hét Guðrún Þor-
kelsdóttir. Skömmu síðar var
svo Jón Kjartansson seldur, en
í árslok 1963 kemur nýtt 270
smálesta skip sem bar það
nafn, og 1967 kaupum við svo
síðasta Jón Kjartansson, áður
togarann Jörund, 491 smálest
að stærð. Nafni hins bátsins var
þá breytt í Guðrún Þorkels-
dóttir, en 150 tonna báturinn
sem bar það nafn, var seldur
þegar kaupin á togaranum
voru ákveðin, en því skipi
hafði reyndar verið breytt til
nótaveiða. Guðrún Þorkelsdótt-
ir var svo seld árið 1971, og
heitir nú Sæberg, og er enn
Hraðfrystihúsið tók til starfa á ný eftir endurhyggingu árið 1974.
Myndin var þá tekin af starfsliði og stjórnendum.
FV 9 1976
45