Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 57

Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 57
Hvammstangi: Brýn nauðsyn að stækka hitaveitu staðarins Hitaveitan frá 1973 — í haust er fyrirsjáanlegur vatnsskortur — A þessu sumri hefur dýpkunarskipið Hákur grafið 'uipp úr höfninni 16000 m3 af jarðvegi, sem notaður er í gerð 7000 m- athafnasvæðis við höfnina. Síðan er hugmyndin að lengja við- legubryggju fyrir báta á syðri hafnargarðinum sem gerður var í fyrra, sagði Þórður Skúlason sveitarstjóri á Hvammstanga í við- tali við FV, um helstu framkvæmdir í byggðarlaginu. ið í smíðum hjá okkur. Þá er- um við að byggja kennarabú- stað á Hvanmeyri og einnig að innrétta hluta af nýbyggingu skólans, svo og nýbyggingu gagnfræðaskóla Akraness.. Við erum ekki með mörg einbýlis- hús í smíðum, en erum skrif- aðir fyrir nokkrum, því eins og víða vilja eigendur gera sem mest sjálfir með hjálp kunn- ingja. Þetta er vandamál hjá iðnaðarmönnum og hefur stað- ið byggimgariðnaðinum fyrir þrifum í vélvæðingu. Annars er þetta að breytast þannig að hlutafélög eða einstaklingar byggja upp á sinn reikning og selja síðan. — Er dýrt að byggja á Akra- nesi? — Hér er dýrt að byggja miðað við annars staðar. íbúðir sem við afhentum í vor og voru fullbúnar með teppum og sam- eign frágengin kostuðu: 2 her- bergja, 57m- á 3,7 milljónir, 3—4 herbergja 95m2 á 5,5 milljónir og 4—5 herbergja 113m2 á 6,5 milljónir. Mér reiknast til að þessi verð séu svipuð og á íbúðum í Reykja- vik, sem eru tilbúnar undir tré- verk og seldar á almennum markaði. — Hvað með efniskostnað? — Við flytjum mest alla trjá- vöru inn sjálfir, enda rekum við timbursölu. Við verðum samt að selja dýrar en fyrir sunnan, þar sem fraktin er hærri hingað en til Reykjavík- ur. Að lokum sagði Stefán að nokkur byggingarfyrirtæki, vinnuvélaeigendur, steypustöð og verk- og tæknifræðingar hefðu nýlega stofnað verktaka- fyrirtækið Berg hf. Það var stofnað með tilliti til verkefna á Grundartanga og annarra stórverkefna í framtíð- inni. Fyrsta verkefnið sem gert var tilboð í var undirvinna fyr- ir vinnubúðir á Grundartamga, en aðrir aðilar voru með lægra tilboð í þetta skipti. Ljúka átti við smíði viðlegu- bryggjunnar í sumar en nú er ljóst að þær framkvæmdir frestast til næsta sumars, þar sem efnið er ókomið. Þessar frEunkvæmdir voru orðnar mjög knýjandi, enda aðstaðan fyrir bátana mjög slæm áður en syðri garðurinn var gerður. Það er því mjög bagalegt að geta ekki lokið við þær á þessu ári, eins og til stóð. Kostnaður við þessar framkvæmdir verð- ur um 50 milljónir. GATNAGERÐARFRAM- KVÆMDIR — Annað stærsta verkefnið í sumar er undirbygging gatna fyrir varanlegt slitlag og end- umýjun holræsa og vatnslagna. Þarna er um að ræða 500 m af aðalgötunni, auk annarra gatna. Vegagerðin sér um hluta af þessum framkvæmdum og greiðir kostnað að verulegu leyti, vegna hraðbrautarfram- kvæmda. Hreppurinn ver 14 milljónum til gatnagerðar, og fær að auki 5 milljónir úr þétt- býlisvegasjóði. HEITAVATNSSKORTUR — í hitaveitumálum staðar- ins er stórvandamál framund- an. Hitaveitan var tekin í notk- un 1973 og strax í haust er fyr- irsjáanlegur vatnsskortur. Vatnið í holunum hefur minnk- að um þriðjung og húsum hefur fjölgað gífurlega. Ef ekki verður gripið til skjótra Frá Hvammstanga. FV 9 1976 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.