Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 65

Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 65
Séð yfir Blönduós. Hreppsframkvæmdir: Lítið fé til fram- kvæmda í ár Stórátak var gert í gatnagerð í fyrra í stuttu spjalli sem blaða- maður FV átti við Einar Þor- láksson sveitarstjóra á Blöndu- ósi kom fram að lítið fé væri til framkvæmda á jiess'u sumri. Ástæðan lægi í því að á síðasta sumri var gert stórátak í gatna- gerðarframkvæmdiun. — Þá var lögð olíumöl á 15.000 m-. Kostnaður var um 9,1 milljón sem hreppurinn greiddi, en heildartalan var um Trésmiðian Fróði: Þrjú stór verkefni Á þessu ári eru 20 ár liðin síðan Trésmiðjan Fróði á Blönduósi var stofnuð. Blaða- maður FV hafði samband við Sigurð Kr. Jónsson húsameist- ara einn af eigendunum, og bað hann að segja frá starfseminni í tilcfni þessara tímamóta. — Fyrsta verkefnið var að innrétta frystihús Sölufélags 13 milljónir, en mismunurinn kom í hlut fyrirtækja, sagði Einar. HITAVEITU- FRAMKVÆMDIR — Aðalverkefnið nú í ár eru hitaveiturannsóknir og borun að Reykjum á Reykja- braut rétt hjá Húnavailaskóla um 15 km héðan. Kostnaður Austur-Húnvetninga. Af öðrum verkefnum, sem við höfum haft á þessum tíma, var bygging Hótels Blönduós, verslunarhúss kaupfélagsins, Húnavallaskóla, unglingaskólans á Blönduósi og Bókhlöðunnar aulk fjölda í- búðarhúsa. Þá má nefna mjög sérstætt verkefni, sem teljast verður stórverkefni, en það var að skipta um fallpípuna í Lax- árvatnsvirkjun og fengum við norskan sérfræðing til leiðbein- ingar við verkið, enda allt efn- ið unnið í Noregi. — í dag eru þrjú megin verkefnin þau að ljúka síðustu álmu Húnavallaskóla, smíði slátur- og frystihúss fyrir sölu- félagið, sem staðið hefur yfir í 5 ár. Þá erum við að byggja í samvinnu við Trésmiðjuna við þessar framkvæmdir verð- ur um 40 milljónir. Við vorum það lánsamir að firnia vatn, en þar komu upp 50 sec.lítrar af 70 gráðu heitu vatni, sem mun nægja fyrir Blönduós. Ef fjár- magn fæst er meiningin að virkja á næsta ári og verður það verkefni upp á hundruð milljóna. Torfalækjarhreppur er 10% eignaraðili að fram- kvæmdum og kemur til álita að nokkrir sveitabæir fái hita- veitu. HÚSNÆÐISVANDAMÁLIÐ — Hér er geysilegur húsnæð- isskortur, sama hve mikið er byggt. 30 einbýiishús eru í smíðum á ýmsu byggingarstigi, fyrir utan 14 leiguíbúðir í fjöl- býlishúsi og 3 íbúðir í raðhúsi. Þá er mýbúið að úthluta 12 lóð- um fyrir einbýlishús. Þá var lokið við byggingu slökkvi- stöðvar á síðasta ári. — Hvers vegna hefur byggð- in þanist út austan megin ár- innar en ckki upp af ganila byggðarkjarnanum? — Það eru tvær ástæður fyr- ir því. í fyrsta lagi eru bygg- ingarlóðir dýrari vestan megin vegna mýrlendis og í öðru lagi eru öll helstu atvinnufyrirtæk- in austan megin. Þessi þróun reynist byggðarlaginu það dýr að stefnan er sú að þjappa byggðinni meira saman. Stíganda fjölbýlishús fyrir Blönduóshrepp. — Við rekum einnig verk- stæði fyrir allt sem viðkemur smíði, enda erfitt að sérhæfa sig í neinu sérstöku. Við höfum smíðað innréttingar fyrir alla sýsluna og allt suður í Reykja- vík. — Er það algengt að tré- smiðjur hér sameinist um vcrk- efni? — Þetta er í fyrsta skipti sem við tökum að okkur verk- efni í samvinnu. Samstarfið hefur verið það gott, að við keyptum saman vörubíl og byggingarkrana, en, án hans hefði smíði fjölbýlishússins verið óframkvæmanleg og al- gerlega ofviða öðru hvoru fyr- irtækinu að taka verkið að sér. FV 9 1976 65

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.