Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 85

Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 85
AUU'IjÝSING framleiðslunnai- hér á landi er íslenzkt og er frá ullarverk- smiðjunni Gefjun á Akureyri sem framleiðir sérstaklega val- in efni fyrir fataframleiðslu hjá Kannabæ. Samvinnan milli fytjrtækjanna hefur þróast í ingunni ÍSLENZK FÖT/76 sáu En ráð eru undir hverju rifi, gegnum árin enda er íslenzkt hráefni talið betra en þau er- lendu. Hönnuður hjá tískuverslun unga fólksins er Colin Porter, sem er flestum íslendingum kunnui', enda hefur hann starf- að í nokkur ár hér á Jandi. Þar að auki munu tveir nýir hönn- uðir koma fram á sviðið á næstunni og verður gaman að fylgjast með framtaki þeirra fyrir íslenzkan fataiðnað. Kvaðst hann ekki geta gert neinn mun á milli þessarar kynslóðar og þeirrar sem yngri væri að árum, enda er sam- keppnin svo mikil hjá báðum þessum hópum að íhaldsemi í klæðaburði verður ekki vart. Allir vilja vera ungir sem lengst, sagði Guðlaugur, og við tókum undir þessa staðhæfingu hans og óskuðum honum heilla Við spurðum Guðlaug Berg- mann, forstjóra, að því í lokin, hvernig honum tækist að fá 35 ára kynslóðina til þess að klæð- ast nýtískulegum fötum. í framtíðinni. Iðnaðardeild SÍS: Nýjar hugmyndir nýtízku- leg framleiðsla — Á sýningunni „íslenzk föt 76“ lagði iðnaðardeild Sam- bands íslcnzkra samvinnufé- laga áhcrzlu á að kynna sýn- ingargestunt þá mörgu mögu- leika sem íslenzk hráefni hafa upp á að bjóða, ef rétt er að farið, sagði aðstoðarfrkvst. Hans Kr. Árnason. Sýningarbásar iðnaðardeild- arinnar voru nýstárlegir og hafa Þröstur Magnússon, teikn- ari, ásamt ímynd, i orðsins fyllstu merkingu sýnt hæfni sína og eiga mikið lof skilið. í fyrsta básnum gaf á að líta stóra ljósapílu sem skipti sí- fellt um lit og þegar inn í bás- inn var gengið gátu gestirnir fylgst með litskyggnum af peysum, en iðnaðardeild Sam- bandsins hefur hafið fram- leiðslu á nýjum gerðum af peysum úr íslenzkri ull. Þessi vara ætti að geta opnað nýja markaðsmöguleika erlendis og verður spennandi að fylgjast með hæfni vörunnar þegar á líður. NÝTÍSKULEGAR PEYSUR Eins og meðfylgjandi myndir sýna eru treyjurnar mjög ný- tískulega sniðnar og kannski framúrstefnukenndar, en á hinn bóginn gæti verið um að ræða nýjustu tískuvöru heims- þekkts fataframleiðanda. Ekki er að efa að þessar íslenzku prjónatreyjur eiga eftir að verða vinsælar hjá ungu kyn- slóðinni hér heima og annars staðar. Hugmyndabankinn er eins og nafnið ber með sér ætíð á hnotskógi eftir nýjum og gagn- legum hugmyndum og í þessu tilfelli er upprunaleg hugmynd og hönnun lögð í hendurnar á frönskum aðila, sem að mati sýningargesta hefur lagt nýjan hornstein fyrir vinnsluhæfni íslenzks hráefnis. SMEKKLEGAR OG HLÝJAR VETRARFLÍKUR Frá fataverksmiðjunni Heklu voru kven- og karlmannakáp- ur ásamt jökkum til sýnis, sem drógu athygli sýningargesta ó- spart að sér. Kvenkápurnar voru prýddar kraga úr þvotta- bjarnarskinni og fyrir herrana var kraginn út ítölsku Toscana- lambi og bisam. Báðar kápurn- ar eru úr islenzku skinni með fóðri úr íslenzkri gæru. Verð á kápunum er ekki ákveðið, en þær verða dýrar, vegna þess hve gæði hráefnisins eru mikil. Þeir sem hyggjast kaupa slíka FV 9 1976 85

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.