Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 96

Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 96
Ilm heima 05 geima Samtal heyrt í undirdjúp- unum milli tveggja hvala: — Heyrðu, hvaða dama var þetta, sem ég sá þig með í gær? — Það var ekkert til að tala um. Þetta var kafbátur, sem átti leið framhjá. Skrifstofustjórinn tók nýju vélritunardömuna tali og sagði afar varfærnislega: — Heyrðu væna. Þú ert ekki loðin á bringunni, er það? — Nei, af hverju hélztu það? — Þá hef ég á tiifinning- unni að kjóllinn þinn, sé aðeins of stuttur. — Jæja, nú er ég húinn að tala við líftryggingarfélagið. Þú getur treyst því að ég sé vel um þig. Ef eitthvað voðalegt kemur fyrir mig færðu trygg- inguna borgaða út og svo líf- eyrisgreiðslur einu sinni í mánuði. — En ef það skeður nú ekk- ert, hvað þá? Gamalkunnar aðstæður: Hávaði fyrir utan, dyr opn- aðar. — Guð, það er maðurinn minn að koma heim. Flýttu þér út um gluggann. — Já, en við erum á 13 hæð. — Hér er hvorki staður né stund til að vera hjátrúarfull- ur. í fataverzluninni; nánar til- tekið x kvenfatadeildinni: — Hvað er það fyrir yður? — Mig vantar gjöf handa konunni. — Viljið þér kannski líta á falleg, spcnnandi nærföt? — Já, takk, það væri gam- an. En gjöfina lianda konunni fyrst. — Hreint svindl hjá þessum sjáanda.Égvar á leiðinni áfund til hans i gær en sneri við áð- ur en ég var búinn að fleygja peningum í hann. — Hvað kom til? — Þegar ég bankaði upp á hjá honum hrópaði hann: Hver er þar? — Hefurðu einhver meðmæli fengið hjá fyrrverandi vinnu- veitanda þínum? spurði for- stjórinn umsækjandann um gjaldkerastöðuna. — Já, hann mælti með því að ég fengi mér aðra vinnu hið snarasta. Heræfingarnar voru í fullum gangi. — Farið í skjól, hrópaði liðsforinginn. Óvinaflugvél náigast okkur á lágflugi. — Hér er albczta útsýnið frá hótclinu. 96 FV 9 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.