Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 17

Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 17
Miðausturlönd: „Áhrif Sovétríkjanna á þessu heimssvæði aldrei minni í 20 ár" - segir Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Israels Hér fer á eftir úrdráttur úr viðtali, sem fréttamaður bandaríska vikuritsins U.S. News and World Report, Dennis Mullin, átti við forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, fyrir skömmu. í viðtalinu var víða komið við, m.a. fjallað um hernaðarleg og pólitísk áhrif ísraelsmanna og Egypta á aðrar Arabaþjóðir og þátt Sovétríkjanna í þróun mála upp á síðkastið í Miðausturlöndmn. Hér á eftir er þýddur og endursagður hluti af umræddu viðtali við Rabln. — Nú er ár liðið síðan ísra- elsmenn og Egyptar gerðu Sinai-samkomulagið svonefnda. Hefur það reynzt árangursríkt og einhvers virði? — Þetta bráðabirgðasam- komulag er fyrsta samkomu- lagið milli ísraels og Arabarik- is, sem ekki er sprottið beint af 'hernaðarátökum. Sem slíkt er það fyrsta skref til að draga úr spennu og gera ástandið í þessum heimshluta tryggara. Vonandi mun það í framtíðinni breyta raunveruleikanum og stuðla að raunhæfri viðleitni til að koma á friði. Ef litið er um öxl sé ég fyrst og fremst eftirfarandi kosti samkomu- lagsins fyrir ísrael: í fyrsta lagi hefur okkur tek- izt að hafa þau áhrif á Egypta að þeirra stefnumál er ekki fyrst og fremst stríð 'heldur annað uppbyggilegra. Það er verið að breikka Súez-skurð samkvæmt margra ára áætlun, sem kosta mun milljónir doll- ara. Mikið hefur verið gert til að endurbyggja borgirnar með- fram skurðinum. Ólíkt því sem var fyrir októberstríðið 1973 er nú krafa uppi í Egyptalandi um Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra ísraels á fundi með blaða- manni U.S. Ncws. félagslegar og efnahagslegar umbætur og framfarir. í öðru lagi hefur dregið úr hernaðarkapphlaupinu. Við höfum komizt að raun um að minna af hergögnum berst nú til Egyptalands en áður. Aðal- lega á þetta við um hernaðar- tæki frá Sovétríkjunum. í þriðja lagi hafa Arabaríkin byrjað að kappræða, einkan- lega Egyptaland og Sýrland. Sinai-samkomulagið er vaki þeirrar umræðu. Ég segi ekki að við gleðjumst yfir þessum deilum, en ef til vill verða þær til að breyta hugarfarinu hjá Aröbum í garð ísraelsmanna. FV 10 1976 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.