Frjáls verslun - 01.10.1976, Síða 17
Miðausturlönd:
„Áhrif Sovétríkjanna á þessu
heimssvæði aldrei minni
í 20 ár"
- segir Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Israels
Hér fer á eftir úrdráttur úr viðtali, sem fréttamaður bandaríska vikuritsins U.S. News and World
Report, Dennis Mullin, átti við forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, fyrir skömmu. í viðtalinu
var víða komið við, m.a. fjallað um hernaðarleg og pólitísk áhrif ísraelsmanna og Egypta á aðrar
Arabaþjóðir og þátt Sovétríkjanna í þróun mála upp á síðkastið í Miðausturlöndmn. Hér á eftir er
þýddur og endursagður hluti af umræddu viðtali við Rabln.
— Nú er ár liðið síðan ísra-
elsmenn og Egyptar gerðu
Sinai-samkomulagið svonefnda.
Hefur það reynzt árangursríkt
og einhvers virði?
— Þetta bráðabirgðasam-
komulag er fyrsta samkomu-
lagið milli ísraels og Arabarik-
is, sem ekki er sprottið beint
af 'hernaðarátökum. Sem slíkt
er það fyrsta skref til að draga
úr spennu og gera ástandið í
þessum heimshluta tryggara.
Vonandi mun það í framtíðinni
breyta raunveruleikanum og
stuðla að raunhæfri viðleitni
til að koma á friði. Ef litið er
um öxl sé ég fyrst og fremst
eftirfarandi kosti samkomu-
lagsins fyrir ísrael:
í fyrsta lagi hefur okkur tek-
izt að hafa þau áhrif á Egypta
að þeirra stefnumál er ekki
fyrst og fremst stríð 'heldur
annað uppbyggilegra. Það er
verið að breikka Súez-skurð
samkvæmt margra ára áætlun,
sem kosta mun milljónir doll-
ara. Mikið hefur verið gert til
að endurbyggja borgirnar með-
fram skurðinum. Ólíkt því sem
var fyrir októberstríðið 1973 er
nú krafa uppi í Egyptalandi um
Yitzhak
Rabin,
forsætis-
ráðherra
ísraels
á fundi
með blaða-
manni
U.S. Ncws.
félagslegar og efnahagslegar
umbætur og framfarir.
í öðru lagi hefur dregið úr
hernaðarkapphlaupinu. Við
höfum komizt að raun um að
minna af hergögnum berst nú
til Egyptalands en áður. Aðal-
lega á þetta við um hernaðar-
tæki frá Sovétríkjunum.
í þriðja lagi hafa Arabaríkin
byrjað að kappræða, einkan-
lega Egyptaland og Sýrland.
Sinai-samkomulagið er vaki
þeirrar umræðu. Ég segi ekki
að við gleðjumst yfir þessum
deilum, en ef til vill verða þær
til að breyta hugarfarinu hjá
Aröbum í garð ísraelsmanna.
FV 10 1976
17