Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Síða 22

Frjáls verslun - 01.10.1976, Síða 22
V-Þýzkaland: * Iranskeisari kaupir sér völd í Krupp OPNIR BÍLAR NJÓTA SÉRSTAKRA VINSÆLDA Þeir, sem bezt þekkja til markaðar fyrir notaða bíla, segja að opnir bílar af svo til öllum tegundum vekji mikinn áhuga nú, þar eð verksmiðjur í Detroit hafa hætt framleiðslu á blæjubílum. Sérfræðingarnir vara áhuga- menn líka við vissum hættum í tenigslum við kaup á gömlum bíl. Það er t.d. oft erfitt að selja dýrari tegundirnar, sér- staklega þá, sem kosta 20000 dollara eða meira. Endurbætur eru sjaldan ódýrar, geta reynd- ar farið upp í tugi þúsunda dollara. Verðlag á gömlum bílum er afarbreytilegt í Bandaríkjun- um. Lögun bílsins, ástand, fjöldi eintaka og fyrri eigend- ur — allt getur þetta haft áhrif á gangverðið. Viðurkenningar áhugamannaklúbba 'hafa líka sitt að segja en þeir eru núna um 65 talsins og helga sig á- kveðnum tegundum. MIKILL HAGNAÐUR? Bílasalar segja, að bílasafn- arar geti grætt á tá og fingri. Auðugir skemmtikraftar og kaupsýslumenn sækjast eftir stórum, virðulegum, gömlum bílum í fjárfestingarskyni. En þessir dýru bílar hafa líka fall- ið í verði. Til dætmis var árgerð 1929 af Dusenberg Phaeton seld fyrir 207.000 dollara á upp- boði árið 1974. í júní í ár var þessi sami bíll seldur á 199.000 dollara. í ágúst 1973 seldist Mercedes Benz 1940—41, sem herráðið þýzka hafði til afnota á dögum Hitlers, fyrir 176.000 dollara en var sleginn á 141.000 dollara á uppboði í fyrra eftir að bíllinn var farinn að láta töluvert á sjá eftir sýningar- ferð. Það er fyrst og fremst áferð- in á bílunum, sem segir til um markaðsverð þeirra. Þar af leiðandi má búast við að fremur algengur gamall bíll, sem er vel með farinn og tekizt hefur að varðveita í upp- haflegri gerð, verði seldur á hærra verði en illa farinn forn- gripur eins og Packard, enda þótt safnarar sækist mjög eftir þeirri tegund bíla. Á undanförnum árum hefur Iranskeisari eytt stórum hluta olíuauðs Irans í ka,up á hluta- bréfum í vestrænum fyrirtækj- um. Hann hefur fjárfest á þenn- an hátt, bæði til að ávaxta f jár- magnið, sem fengist hefur fyrir olíu landsins, og til að auka álit sitt og þjóðarinnar á sviði al- þjóðlegra fjármála. Á dögunum keypti íranskeis- ari stóran hlut í vestur-þýzka stórfyrirtækinu Krupp, sem til skamms tíma var vopnafram- leiðandinn, sem máttur Þýzka- lands byggðist að miklu leyti á. Þegar kaupin voru opinberuð sögðu fréttamenn að frum- kvöðlar Krupp-ættarinnar hefðu snúið sér við í gröfinni, enda var það aldrei ætlun þeirra að fyrirtækið færi út fyr- ir fjölskylduböndin hvað þá út úr Þýzkalandi. Þetta er í fyrsta sinn í 165 ára sögu Krupp- samsteypunnar, sem saman stendur af 135 dótturfyrirtækj- um í 25 löndum, að erlendu fjármagni er á þennan hátt hleypt inn í fyrirtækið. íran keypti 25,01% hlutabréfa í Krupp-samsteypunni og fær þannig hönd í bagga með stjórn hennar. VESTUR-ÞJÓÐVERJAR ÓÁNÆGÐIR Vestur-Þjóðverjar eru sagðir óánægðir með þessa þróun mála. Stjórn stórfyrirtækisins var ekki upplitsdjörf þegar kaupin voru tilkynnt. Fulltrúi írans í stjórn Krupps getur haft mikil áhrif á stjórn og stefnu samsteypunnar á kom andi árum. I fréttatilkynningu, sem birt var samtímis í Hessen og Te- heran, segir að framtíðarstefna cg framkvæmdaáætlun Krupps verði ákveðin sameiginlega af stjórn Krupþs og ríkisstjórn Írans. ERFIÐ ÁKVÖRÐUN Stjórnarformaður Krupp- samsteypunnar, Berthold Beitz, sagði að það hefði verið erfitt fyrir sig að taka þessa mikil- vægu ákvörðun, vegna þess að hún væri ekki í anda fyrir- tækisins og fram til þess hefði ekki þótt rétt að „opna dyrnar fyrir aðra“ — þ. e. a. s. út- lendinga. Krupp Foundation hefur fram til þessa átt 100% hluta- bréfa í samsteypunni, eða allt frá því að síðasti fjölskyldu- meðlimurinn lézt árið 1967, en það var Alfried Krupp von Bohlen und Halbach. HLUTAFJÁRAUKNING Hlutabréfakaup íranskeis- ara, sem verða að fullu greidd í lok 1978, auka hlutafé Krupps í rúmlega 400 milljarða dala, en það er nú sagt vera 280 milljarðar dala. Beitz, stjórnar- formaður, hefur neitað að gefa upp hve mikið keisarinn borg- ar fyrir bréfin, en það er sagt vera langt fyrir ofan nafnvero bréfanna. Hann hefur einnig neitað að salan hafi farið fram til að bjarga Krupp út úr fjar- hagsvandræðum, en á s.l. áii nam tap samsteypunnar um $27,8 milljörðum, svo hér var um fundið fé að ræða. 22 FV 10 1976
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.