Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 25
Flavor, Nutrition And Variety In
Iceland’s Finest Fillets
Samband
of lceland
íslenzk fiskflök hafa komizt í hæsta verðflokk á Bandaríkja-
markaði og skákað þar framleiöslu annarra fiskveiðiþjóða við N-
Atlantshaf.
af erlendum lánum eða geyma
það.
§ Til skiptanna
Þegar semja á um skiptingu
þjóðarteknanna er einatt talað
um að það sem til skiptanna sé
til viðbótar hljóti að samsvara
aukningu framleiðni (og er þá
litið á meðaltöl fyrir þjóðfélag-
ið í heild). Orðalagið gæti
verið nákvæmara, því að fram-
leiðni vísar yfirleitt til fram-
leiðslumagns á vinnueiningu
(eða aðra einingu), en ekki
verðmætis. Við stöðugt verðlag
er staðhæfingin rétt, miðað við
að jafnvægi hafi ríkt í þjóðar-
búskapnum í upphafi. En verð-
hækkun útflutningsframleiðsl-
unnar hlýtur einnig eitthvað að
hafa að segja. Sjálf verðhækk-
unin getur annars vegar verið
orðin til á erlendum markaði
eða stafað af gengislækkun ís-
lensku krónunnar. í báðum til-
vikum verður afleiðingin verð-
bólga ef öllu er úthlutað, en
sá reginmunur er þó á að i
fyrra tilvikinu er unnt að út-
deila meiri verðmætum til
allra en áður, en í því síðara
er verið að flytja tekjur frá
hinum almenna neytanda til
útflutningsframleiðslunnar.
Skipting tekna innan sjávarút-
vegs fer siðan fram eftir al-
kunnum leiðum í verðlags-
nefnd og yfirnefnd annars veg-
ar og í beinum samningum
milli sjómanna og útgerðar-
manna ’hins vegar.
Einmitt um þessar mundir er
mikið auglýst eftir níu millj-
arða teknaaukningu í sjávarút-
vegi sem tapast hafi á leiðinni
og ýmsir hafa gefið sig fram til
að vísa til vegar í því sam-
bandi.
• Ekki öll
sagan sögð
Það sem hér hefur verið rak-
ið er í sjálfu sér afar hvers-
dagslegt. Á ba'k við þá strauma
sem minnst hefur verið á dylj-
ast hins vegar margs konar til-
færslur. Lán eru veitt til mun
lengri tíma en afskriftum nem-
ur, vaxtakjör eru hagstæð, van-
skilaskuldum er öðru hvoru
breytt í löng lán, unnt er að
selja fullafskrifað skip skatt-
frjálst eftir 5—6 ár o.fl. Að
sumu leyti má líta á það fjár-
magn sem þannig losnar sem
rekstrarfé útgerðarinnar, en
eðlilegra væri að leysa þá fjár-
þörf eftir öðrum leiðum.
Á sama tíma hefur verið
haldið uppi flóknu tollakerfi til
þess að útdeila þeim gjaldeyri
sem útflutningsframleiðslan og
þá aðallega sjávarútvegur hef-
ur skilað í þjóðarbúið og til að
vernda iðnaðinn í sumum til-
vikum. Þetta hefur verið gert
vegna þess að kjarabætur hafa
í miklu rífcara mæli átt upptök
sín í framleiðsluaukningu í
sjávarútvegi og verðhækkun-
um erlendis á afurðum hans en
í vernduðum iðnaði. Þess vegna
er ógerningur að segja til um,
og mér er ókunnugt u.m að það
dæmi hafi nokkurn tíma verið
gert upp, hvort vegi þyngra á
metunum fyrirgreiðsla við sjáv-
arútveg til eflingar hans eða
aðgerðir til að stemma stigu við
að hann dragi til sín miklu
meira vinnuafl þegar best
gengur,
FV 10 1976
25