Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Síða 61

Frjáls verslun - 01.10.1976, Síða 61
Stöðvarf jörður: Hreppurinn tekur þátt í atvinnuuppbyggingu eftir sameiningu fiskvinnslufyrirtækja Sigmar Pétursson, sveitarstjóri. ljúka við að steypa upp húsin á þessu ári og að a.m.k. tvö þeirra verði tilbúin til af- hendingar á næsta ári. Ég tel að byggingaframkvæmdir á vegum hreppsins verði að eiga sér stað jafnframt sem upp- bygging á sér stað í atvinnu- málum. Þá höfum við gert töluverð- ar breytingar á gömlu félags- heimili og barnaskólanum. Á næsta ári er síðan hugmyndin að hefjast handa um byggingu grunnskóla í þorpinu og á hann að þjóna allri sveitinni. Hérað- ið á bak við okkur er stórt, en samtals búa á svæðinu 380 manns og ég tel að þetta sé eitt af beztu héruðum Austur- lands. Þá má geta þess að bændasamtökin eru að hefja byggingu sláturhúss í þorpinu. FISKVINNSLUFYRIRTÆKIN SAMEINUÐ — Ertu ánægður ineð frani- þróunina hér í þorpinu? — Að mörgu leyti er ég það, það hefur verið mikill upp- gangur síðustu árin, en ég tel að stöðugra hráefni vanti og því þyrftum við að hafa eina tvo báta með togaranum. Það hefur verið rætt um að sam- eina öll fiskvinnslufyrirtæki hér og að sveitarfélagið kæmi þá sterkt í myndina og almennr ingi um leið gefinn kostur á að taka þátt í rekstrinum, sagði Sigmar að lokum. Þegar Frjáls verzlun kom við á Stöðvarfirði einn góð- viðrisdaginn í sumar var víða unnið að kappi í gatnagerð, auk þess sem unnið var að holræsa- gerð í þorpinu. Að sögn Sól- mundar Jónssonar hrepps- ncfndarfulltrúa sem gegndi oddvitastörfum í fjarveru Björns Kristjánssonar, þá eru þetta hclztu framkvæmdirnar, en eðlilega hefur verið unnið að mörgum verkefnum sam- hliða þessu. OLÍUMÖL GEGNUM ÞORPIÐ — Það er ákveðið að leggja olíumöl á 230—300 metra kafla á þjóðveginn gegnum þorpið og nú þegar er búið að gróf- undirbyggja veginn. Þegar bú- ið verður að leggja olíumöhna á þennan kafla, má heita að varanlegt slitlag sé komið á veginn gegnum Stöðvarfjörð. Samhliða þessu verki höfum við unnið mikið að holræsa- gerð í sumar og nú vantar lítið á að lokið sé við lagnir holræsa um allt þorpið. Holræsalögnin hefur verið mikið verk á und- anförnum árum, en alls hefur tekið 7 ár að leggja holræsin, en þau voru engin fyrir hér áður. Ennfremur hefur verið lögð hönd á nýja vatnsveitu í sumar og ég get fullyrt að nú búum við vel að vatni. — Hverjar hafa aðrar helztu framkvæmdir verið? — í vor var keypt hingað ný plastsundlaug og er þegar búið að grafa fyrir henni, það á að- eins eftir að koma henni fyrir, þar sem hún á að standa fyrir neðan barnaskólann, en laugin er röskh- 17 metrar sinnum 8 metrar á breidd. Þá er enn- fremur verið að byggja bráða- birgðasnyrtiaðstöðu við sund- laugina. — Hvert hafa börnin sótt sundkennslu áður? — Þau hafa alltaf orðið að fara til Eiða og verið þar í 2—3 vikur á hverju sumri. Þetta mun breytast frá og með næsta vori og verður að teljast til mikilla bóta fyrir börnin. — Nú hefur olíumölin, sem lögð var á vegi víða á Aust- fjörðum fyrir þrem árum reynst misjafnlega, hvernig hefur hún reynst á Stöðvar- firði? — Við lögðum norska olíu- möl á 1 kílómetra kafla árið 1973 og hefur hún reynst mjög vel, sem við getum þakkað undirbyggingu vegarins. í sum- ar munum við ljúka við að leggja olíumöl á allan veginn gegnum þorpið og verður það mikið þarfaverk að losna við rykið, sem oft hefur legið hér yfir. Þá höldum við áfram að skipta um jarðveg í götum gegnum þorpið með áfram- haldandi olíumalarlagningu í huga. — Hvað er að frétta af bygg- ingarframkvæmdum hér? FV 10 1976 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.