Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Qupperneq 79

Frjáls verslun - 01.10.1976, Qupperneq 79
Leðuridjan Framleiðir 15 gerðir af seðlaveskjum — aðallega úr geitaskinnum Leðuriðjan hefur nú starfað um 40 ára skeið í Reykjavík, en fyrirtækið var stofnað 1. september 1936. Atli R. Ólafs- son, sem stofnaði fyrirtækið hóf að framleiða seðlaveski og peningabuddur til sölu á mark- aði hér, en áður hafði hann framleitt um nokkurt skeið leð- urvörur fyrir móður sína í leð- urvörudeild hennar í Hljóð- færahúsi Reykjavíkur, sem hún rak þá. Hjá Leðuriðj- unni starfa 13 konur að framleiðsl- unni. Alla þessa tíð hefur Atli framleitt ýmsar leðurvörur og kom því FV að máli við hann í tilefni af þessum tímamótum hjá fyrirtækinu og rabbaði við hann um reksturinn og fyrir- tækið. Smám saman jókst fram- leiðslan og farið var að fram- leiða kventöskur og einnig framleiddi Leðuriðjan barna- töskur, skólatöskur, skjalatösk- ur, lyklaveski, belti, skíðatösk- ur, tóbakspunga, greiðuhylki og margt fleira. 20 ÞÚSUND SEÐLAVESKI Allri annarri framleiðslu en á seðlaveskjum og peninga- buddum var hætt og sagði Atli, að erfitt hefði verið að fram- leiða margar vörutegundir fyr- ir svona lítinn markað. Síðan hafa nær eingöngu verið fram- leidd seðlaveski og peninga- buddur, en einnig er alltaf eitt- hvað um sérpantanir. Á þessu ári er áætlað að framleiða um 20 þúsund seðla- veski, en á síðasta ári fram- leiddi Leðuriðjan um löþúsund veski. Veskin eru seld í versl- unum hér og sér Leðuriðjan sjálf um dreifinguna. Einnig hefur Leðuriðjan framleitt á- vísanaveski fyrir alla banka og flestalla sparisjóði á landinu. AÐALLEGA FRAMLEITT ÚR GEITASKINNI Seðlaveskin eru aðallega framleidd úr geitaskinni, sem er flutt inn frá Bretlandi, en einnig er nokkuð framleitt úr kálfskinni. Um tíma framleiddi Atli seðlaveski úr steinbítsroði, sem var sútað hér á landi, en þeirri framleiðslu var hætt, þar sem skinnið nýttist svo illa. Hráefnið til veskjafram- leiðslunnar er dýrt og kostar eitt geitarskinn, fullunnið og litað um kr. 2.500. Geitarskinn- ið er hins vegar oftast ólitað. ATSON VÖRUMERKIÐ Hjá Leðuriðjun-ni eru fram- leiddar um 15 gerðir af seðla- veskium, en varan er reyndar miklu þekktari undir vöru- merkinu ATSON, en þetta vörumerki notaði Atli þegar er fyrirtækið var stofnað. Eiga stafirnir að tákna fyrstu tvo og síðustu þrjá stafina í nafni hans. Leðuriðjan er stærsti fram- leiðandi á seðlaveskjum hér á landi að sögn Atla, en sam- keppnin er ekki hörð. Seðla- veskin eru aðallega seld sem gjafavörur, þó sérstaklega til f ermingargj afa. MEIRA UNNIÐ í HÖNDUN- UM EN í VÉLUM Hjá Leðuriðjunni starfa 13 manns, allt konur fyrir utan forstjórann sjálfan og fram- kvæmdastjórinn er kona, Gyða B. Atladóttir. Sagði Atli, að mjög erfitt væri að fá fólk til starfa, sem kynni vel til verka á þessu sviði. Mikið af framleiðslunni er unnið í höndunum, en Atli hef- ur tvær vélar sem sníða veskin og hefur Atli sjálfur hannað og smíðað flesta stansana í þessar vélar. Einnig hefur fyrirtækið þynningarvél sem þynnir skinnið og nýlega fékk Leður- iðjan vél, pressu, sem sníðir veskin í heilu lagi. Við fram- leiðsluna eru notaðar þrjár saumavélar og einnig er vél sem getur þrykkt myndir og stafi á veskin. FV 10 1976 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.