Frjáls verslun - 01.10.1976, Síða 88
AUGLÝSING
HEKLA HF.:
- AUDI 80 -
Yfirbygging er með „öryggisskel”
Senn kemur á markaðinn
bíll frá Audi NSU verksmiðj-
unum í Þýskalandi, sem kall-
aður er Audi 80. Höfuðkostir
Audi 80 fyrir íslenska þjóðvegi
eru í framhjóladrifi ásamt
mjög hagstæðri þungadreifingu
á aftur- og framás, sem veldur
því, að bíllinn liggur sér-
staklega vel á bugðóttum mal-
arvegum og í hálku. Sömuleið-
is gerir tannstangarstýrið það
að' verkum, að bíllinn er mjög
rásfastur á ójöfnum vegum, en
þó léttur í stýri. Umboðsfyrir-
tæki Audi verksmiðjanna hér
er Hekla hf., Laugavegi 170—
172.
Audi 80 er rúmgóður 5
manna bíll, framhjóladrifinn
með fjögurra strokka vatns-
kældri vél, sem er sambyggð
gírkassa og drifi.
Slagrúmtak vélarinnar er
1600 cm3, þrýstihlutfall 8,2:1
og afköstin eru 75 hö við 5600
sn/mín, sem þýðir að bíllinn
nær 100 km hraða miðað við
klst. á aðeins 13 sekúndum.
Bensíneyðslan er 8,3 lítrar á
100 km miðað við D.I.N.-staðal.
Gírkassi er alsamhæfður og
hefur fjögur hraðastig áfram.
Tannstangarstýri er í bílnum
og jafnvægisstangir að ofan
og framan. Gormafjöðrun er á
öllum hjólum með skáspyrn-
um. Diskahemlar eru að fram-
an og öryggisbúnaðar á hemla-
kerfi.
Yfirbygging er með „örygg-
isskel“, þannig að við árekstur
á fram- eða afturenda lætur
yfirbyggingin undan allt að
farþegarýminu, sem er sérstak-
lega styrkt. Aflmeiri vél er
einnig fáanleg.
Vegna sérstaklega hannaðr-
ar yfirbyggingar er viðmóts-
staða með því alminnsta sem
þekkist hjá venjulegum fólks-
bílum og það, ásamt afar hag-
stæðu hlutfalli milli þunga
bílsins og orku leiðir til bensín-
eyðslu sem er ótrúlega lág.
Stjórntækjum og sætabúnaði
er þannig fyrirkomið að segja
má að bílstjórinn sé í algjörri
hvíldarstöðu undir stýri.
Miðað við að endurnýja
þurfi allt útblásturskerfi bíls-
ins sem eru 3 hljóðkútar ásamt
rörum má gera ráð fyrir ca.
30.000 kr. og er þá vinna með-
talin.
Fyrstu bílarnir af gerðinni
Audi 80 munu koma til lands-
ins bráðlega. Hinsvegar hafa
þeir verið á markaðnum er-
lendis og njóta hvarvetna mik-
illa og vaxandi vinsælda.
Að sjálfsögðu eru varahlutir
ekki fyrir hendi meðan engir
bílar af tegundinni eru í land-
inu, en Hekla hf. hefur, sem
bifreiðainnflytjandi, ávallt lagt
höfuðáherslu á varahlutaþjón-
ustu og mun að sjálfsögðu
halda þeirri stefnu.
Bíllinn er fyrst og fremst
fjölskyldubíll, sem er mjög lip-
84
FV 10 1976