Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 90
----------------------------- AUGLÝSING
HAFRAFELL HF.:
- PEUGEOT 504 -
Þekktur og viðurkenndur
hér á landi
„Það fer alveg eftir því, hve
natinn eigandinn er við bif-
reiðina, hve lengi hún endist“,
sagði Sigurþór Margeirsson,
framkvæmdastjóri hjá fyr-
irtækinu Hafrafell hf., þegar
hann var spurður að því hve
lengi hann teldi að íslendingar
ættu að eiga bíl hér á landi til
þess að tapa ekki á viðskiptun-
um.
Fyrirtækið Hafrafell hf. hef-
ur umboð fyrir Peugeot bifreið-
ar hér á landi og hefur Peugeot
504 gerðin verið keypt af ís-
lendingum s.l. 4—5 ár og er
orðin nokkuð þekkt hérlendis.
Við báðum um nánari lýs-
ingu á bílnum og sagði Sigur-
þór okkur að aðalkostir Peu-
geot 504 væru m.a. hve hár
hann er frá vegi og bifreiðin
væri mjög hljóðlát í akstri.
Peugeot er með 98 hestafla
vél, og geta væntanlegir við-
skiptamenn valið bíl með bens-
ín- eða dieselvél. Bifreiðin er
afturhjóladrifin, hefur sjálf-
stýrða fjöðrun á öllum hjólum,
fjóra samhæfða gíra og svoköll-
uð „Halogen“ ljós að framan.
Peugeot 504 er einnig hægt að
fá sjálfskipta. Gerðin 504 er
fjölskyldubíll og er lengd bíls-
ins 4.49 m og breiddin 1.69 m
og er þar af leiðandi einnig við-
ráðanlegur borgarbíll. Peugeot
504 er til í ellefu litum, þ.e.a.s.
tveimur ljósum, tveimur græn-
um og tveimur bláum litum.
Auk þess í rauðum, appelsínu-
gulum og svörtum litum.
Við gáfum okkur þá for-
sendu að pústkerfi bílsins bil-
aði og spurðum hvað það
mundi kosta að gera við það á
verkstæði umboðsins. Fengum
við þær upplýsingar að púst-
kerfið kostaði frá 11.000-16.000
krónur fyrir gerðina 504 og við-
gerðin mundi kosta um það bil
kr. 3.800 miðað við að unnið
væri við bifreiðina í tvo til tvo
og hálfan tíma. Sigurþór Mar-
geirsson, framkvæmdastjóri
tók fram í þessu sambandi að
allir varahlutir í Peugeot bif-
reiðar væru mjög ódýrir.
Peugeot 504 eyðir 10 lítrum
á 100 km, miðað við góðar að-
stæður.
Hjá umboðinu Hafrafell hf.
eru ávallt fyrir hendi þeir vara-
hlutir sem á þarf að halda.
Verðið á Peugeot 504 er frá
kr. 2.2 milljónum, miðað við
verðlag í dag.
Er væntanlegum viðskipta-
mönnum bent á að hafa sam-
band við Peugeot umboðið,
Grettisgötu 21, sima 23511 og
biðja um nánari upplýsingar
varðandi afgreiðslufrest og
greiðsluskilmála.
86
FV 10 1976