Frjáls verslun - 01.10.1976, Qupperneq 94
AUGLÝSING
VORLMERKIIMG HF.:
Lmbúðir og vörumerkingar eru
einkennisbúningar allrar framleiðslu
Umbúðir eru einkennisbún-
ingar allrar framleiðslu, því
allar vörur þarfnast einhverr-
ar merkingar svo að hægt sé
að glöggva sig á þeim. Þegar
komið er inn í t.d. kjörbúð
blasa lím- og merkimiðarnir við
á hvers konar vörum s.s. á-
vaxtasafa, hreinlætisvörum,
niðursuðuvörum, kjötvörum,
ostum og fjölmörgu öðru.
Á þessu ári eru 15 ár liðin
síðan Vörumerking hf. hóf
starfsemi sína, en fyrstu árin
var framleiðslan að mestu
leyti áprentuð límbönd, fólíur
og ýmislegt annað. Smátt og
smátt færðist framleiðslan
meira og meira í sjálflímandi
vörumiða, en framleiðsla slíkra
merkimiða er ung iðngrein og
aðeins eru u.þ.b. 20 ár síðan
slíkir miðar fóru að ryðja sér
til rúms.
Vörumerking hf. er í Dals-
hrauni 14 í Hafnarfirði og
starfar þar í nýju og mjög hent-
ugu 360 m2 húsnæði. Karl Jón-
asson er framkvæmdastjóri
fyrirtækisins og stofnandi þess.
Við framleiðslu og prentun eru
notaðar mjög fullkomnar vél-
ar, en 7 manns starfa við fram-
leiðsluna, bæði prentarar og
sérhæft aðstoðarfólk.
Allir límmiðarnir sem fram-
leiddir eru hjá Vörumerkingu
eru prentaðir 1 þeim litum sem
verkefnið gefur til kynna og
aðeins notaður viðurkenndur
pappír, sem hæfir hverju verk-
efni og þeim tækjum sem not-
uð eru.
Karl sagði, að hverju sinni
þyrfti að sérhanna miða sam-
kvæmt ósk viðskiptavinarins,
en ekki væri mikið um staðl-
aða merkimiða. Viðskiptavin-
urinn getur valið um flest þau
form á límmiðann, sem hann
óskar, og form miðanna getur
því verið nær ótakmarkað.
Vörumerking hefur framleitt
mest af límmiðum á hvers kon-
ar vörur sem seldar eru í kjör-
búðum, en auk vörumiðanna
framleiðir Vörumerking hf.
einnig áprentuð límbönd, var-
úðarborða fyrir jarðstrengi og
jarðlagnir og álfólíur fyrir inn-
pökkun á lyfjatöflum, svo að
eitthvað sé nefnt.
Hver vörutegund þarfnast
sérstakrar merkingar, sem gef-
ur til kynna upplýsingar um
innihald vörunnar, notkunar-
reglur, geymsluþol, síðasta
söludag o.fl. Oft á tíðum eru
þessar merkingar háðar á-
kveðnum regliun, eftir því
hvort um er að ræða matvæli,
hreinlætisvörur eða hættuleg
efni.
Ýmsar aðferðir eru notaðar
við límingu miðanna á vörurn-
ar, en Vörumerking er fyrst og
fremst þjónustuaðili þeirra fyr-
irtækja, sem pakka inn vörun-
um, en þær aðferðir og tæki
sem aðallega eru notuð eru
handlíming, hálfsjálfvirkar
vélar, sem skammta miðann
upp í hendurnar á þeim sem
vinnur við merkingu og loks
eru notaðar alsjálfvirkar vélar,
sem eru mjög hentugar fyrir
stóra framleiðendur. Hefur
Vörumerking hf. flutt inn slík-
ar vélar frá fyrirtækinu Guhl
und Scheibler AG í Sviss.
Sagði Karl að lokum að
möguleikarnir í litprentun
væru margir, en oftast væri
miðað við þrjá grunnliti, gulan,
rauðan og bláan, en úr þessum
litum fást flest litabrigði.
Svartir og hvítir litir eru einn-
ig nauðsynlegir til að ná sem
bestum árangri í litprentun.
90
FV 10 1976