Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 102
'Frá
ritstjóry
Strangari öryggisgæzla
nauðsynleg
Viðdvöl flugræningja á Keflavikurl'lugvelli
og tryllingslegur byssuleikur tveggja manna
um miðborg Reykjavíkur með nokkurra
mánaða millibili hefur kannski orðið til að
einhverjir í þessu samfélagi íhuguðu í al-
vöru, livernig skipulagi öryggismála hjá ís-
lenzkum yfirvöldum væri liáttað inn á við og
livort ekki væri tímabært í ljósi rcynslunnar
að gera róttækar breytingar þar á.
Ekki hefur mikið farið fyrir opinberum
umræðum um þessi mál en í lengstu lög hafa
menn viljað trúa ]>ví að hjá lögregluyfirvöld-
um eða almannavörnum væru tii einhverjar
þær starfsáætlanir, sem menn teldu með híið-
sjón af reynslu annarra, að gætu dugað í
viðureign við skipulagða hópa ln-yðjuverka-
manna eða brjálaða einstaklinga, sem færu
af stað með skotárásum á menn og mann-
virki.
1 ljós kom í Jiaust, að íslenzk yfirvöld
liöfðu jú gert ráð fyrir þeim möguleika, að
flugræningjar kynnu að sækja okkur heim
einn daginn. Þessi viðbúnaður var þakkar-
verður livort sem frumkvæðið var heima-
manna eða sjirottið af tilmælum erlendra yf-
irvalda eins og sú sjálfsagða ráðstöfun að
hefja hér vopnaleit á flugfarþegum. Sumir
höfðu í flimtingum, að starfsáætlunin á
Keflavíkurflugvelli beindist fyrst og fremst
að skjótri fyrirgreiðslu við flugræningjanaog
að koma þeim héðan burtu sem fyrst. Þetta
er vissulega sú leið sem allir kjósa að fara sé
hún fær á annað borð og ekkert við hana að
athuga. En Jivert yrði næsta skref, ef oíheld-
ismennirnir vildu livergi fara og ætluðu að
útkljá málin á lslandi? Á Keflavíkurflugvelli
er varnarliðið væntanlega reiðulniið til að-
stoðar en ákvörðun um íhlutun þess hlýtur
að vera mikið og viðkvæmt matsatriði eftir
málavöxtum.
Athurðimir á Keflavíkurflugvelli hafa
ekki aukið tiltrú almennings á að liér sé fyrir
hendi skipulag öryggisráðstafana af hálfu
innlendra aðila til að gera erlenda liryðju-
verkahópa, sem nú fara ljósum logum um
veröldina, óvirka hér á landi, ef til úrslita
átaka við þá kæmi.
Enn ömurlegri er sú staðreynd, sem menn
upplifðu í Reykjavík fyrir nokkru, að vopn-
aðir menn skykíu æða í hálfaklukkustiuid um
verzlunar- og íbúðahverfi borgarinnar, skjót-
andi hvað sem lyrir var og með lögregluna á
hælum sér allan tímann án þess að hún fengi
við neitt ráðið. Sem betur fer tókst lögi’egl-
unni að afvopna annan byssumanninn með
því að aka á hann þannig að hinn gafst upp
á leiknum. En þurfa þær aðstæður að vera
fyrir hendi, að lögreglan geti beitt ökutækj-
um sínum og keyrt menn niður, ef hún ætlar
á annað horð að yfirbuga þá við svipaðar að-
stæður? Engiim gat efazt um hversu stór-
hættulegir þessir félagar voru eftir að þeir
skutu ó ökumann í bil sinum á einni helztu
umferðargötu borgarinnar og full ástæða var
til að beita vopnavaldi, með tilhlýðilegum
viðvörunum að sjálfsögðu, eins og málum
var komið.
Það er fallega hugsað, að íslenzkir lög-
reglumenn skuli ekki grípa til vopna í lög-
gæzlustörfum sínum. Undir niðri hafa ráða-
menn lögreglunnar ])ó viðurkennt nauðsyn
sérstaks viðbúnaðar. eða til hvers hafa þær
verið æfingar lögreglusveitanna, þar sem
menn hafa verið ])jálfaðir í meðferð mismun-
andi skotvopna?
Vegna þeirrar kaldrifjuðu glæpamennsku,
sem hér er ástunduð nú orðið en Islendingar
hafa hingað til upplifað í bíómyndum og reif-
urum, verðum við nú að horfast í augu við
raunveruleikann og haga aðgerðum í sam-
ræmi við hann.
98
FV 10 1976