Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 81

Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 81
Kjörís: 25 - 30 teg, af is framleiddar — framleiðslan seld um allt land Þegar Frjáls verslun heimsótti ísgerðina Kjörís í Hveragerði fyrir skömmu, stóð fram- kvæmdastjórinn Hafsteinn Kristinsson í miðjum hópi manna sem Iögðu flísar á gólf. Engar vélar voru í gangi og ekki verið að framleiða neinn ís. — Þú hefðir átt að koma svo sem viku seinna sagði Haf- steinn. — Þá hefði allt verið í fullum gangi og búið að gera fínt. Við notuðum okkur þenn- an rólegasta tíma ársins til að gera smá endurbætur á hús- næðinu. ÚR OSTUM í ÍS Hafsteinn var fyrst spurður að þvi, hvernig hefði staðið á því að hann og félagar hans réðust út í ísgerð. — Forsagan er sú, sagði Hafsteinn, — að við vorum með ostagerð sem gekk stirðlega. Þetta var mjólk- urbúsfyrirkomulag og við þurftum að taka við 'þeirri mjólk sem bændurnir fram- leiddu, hversu mikið sem seld- ist af osti. Þarna gerðist það sem gjarnan gerist með fyrir- tæki. Það er auðvelt að koma þeim af stað, en eftir svona 6 mánuði fer að reyna á hvort neytandinn kaupir framleiðsl- una aftur og fyrstu afborganir fara að koma. Það er algengt að fyrirtæki breyti til eftir 3— 4 ár. Einmitt þetta gerðist með ostinn og okkur datt í hug að fara út í ísframleiðslun. Þetta þótti brjálæðisleg hugmynd og menn komu til mín með þann ásetning að hafa mig ofan af þessari vitleysu. En viðtökur voru góðar og þetta ihefur allt saman blessast. Við byrjuðum með 2 tegundir af ís, en erum núna með eitthvað á milli 25 og 30. Hafsteinn Kristinsson. 500 FERMETRA NÝTT HÚSNÆÐI — Við 'höfum reynt að fara rólega í þetta, sagði Hafsteinn, — og miðað við að geta hven- ær sem er bakkað út úr þessu án þess að prívat eignir okkar væru í voða. Við byrjuðum á því að kaupa gamlar vélar, en höfum smám saman verið að endurnýja þær. Húsnæðið var í upphafi óhentugt fyrir ísgerð, enda ekki byggt til þeirra nota. Við höfum smám saman verið að breyta því. í fyrra byggðum við 500 fermetra viðbótarhús- næði og núna er verið að flísa- leggja gólf og stækka frysti- klefann. Þetta er tekið svona skref fyrir skref. Kjörís hf. selur framleiðslu sína út um allt land, — Við er- um með 4 frystibíla, sem eru í stöðugum flutningum, sagði Hafsteinn. — Á Akureyri og í Vestmannaeyjum höfum við dreifingaraðila, sem taka við vörunum frá okkur í frysti- klefa og dreifa henni síðan i verslanir. Aðalmarkaðurinn er í Reykjavík að sjálfsögðu og eru bílarnir mikið í förum þangað. ísinn frá Kjörís hf. er frá- brugðinn öðrum ís á markaðn- um að því leyti, að í honum er jurtafeitir í stað smjörfeiti. — Að öðru leyti er þetta sama formúlan og er við alla ísfram- leiðslu sagði Hafsteinn. — Við höfuð verið að þróa þessar blöndur hjá okkur sjálfum, en við erum í sambandi við er- lenda aðila í sambandi við form og annað. Mest eru það danskir aðilar. Við höfum líka verið að velta fyrir okkur að fara í fjölbreyttari framleiðslu, en með stækkun húsnæðisins gefst okkur möguleiki á því og alla vega rnunum við bæta við ein- hverju af vélum. Við erum núna með 12—14 starfsmenn í verksmiðjunni og 2—3 bíl- stjóra. DAGLEGUR EFTIRRÉTTUR Hafsteinn sagði að athyglis- vert væri að skoða verðlagsþró- unina á ís gegnum árum. — Þegar við byrjuðum 1966, sagði hann, — kostaði 1 líter af ís 55 krónur út úr búð. Þá var tíma- kaup verkafólks hjá okkur ná- kvæmlega það sama. Núna kostar líterinn af ís 360 krónur út úr búð en tímakaupið er 770 krónur. Þetta er auðvitað hag- stæðari samanburður fyrir neytandann og þetta er líka æskileg þróun. Við viljum stefna að því að ísinn nýtist meira sem daglegur eftirréttur en lúxusvara eins og hann var áður. Og það virðist allt stefna í þá átt. — Það má segja að þetta hafi gengið nokkuð vel hjá okkur hingað til, sagði Hafsteinm En hversu bjartsýnn maður getur verið við fyrirtækjarekstur i dag er annað mál. FV 2 1978 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.