Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 87

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 87
málaði hann gull sín í öllum regnbogans litum. Athvarf Jóhannesar Kjarvals á unglingsárum hans var sjó- mennskan á skútunum og sög- ur fara af því að skútukarlarn- in hafi verið þeir fyrstu sem sáu ástæðu tii þess að hlúa að listhneigðinni hjá hinum unga sjómanni og kom það m.a. fram í því að skipsfélagar hans gáfu honum tíma til þess að sinna tjáningarþörf sinni með blýant og pensil í hönd. Þótt margar þjóðsögur séu til um meistara Kjarval þá segja verk hans mesta sögu um snilli hans, snilli sem hefði fært mál- ara stórþjóðar heimsnafn. En Kjarval var ekki umhugað um frægð á fjölum heimsins. Hann var islenzkt náttúrubarn og sinnti kalli sínu með því að gera ísland stærra í verkum sínum. Þær myndir sem nú eru sýndar í Kjarvalssal eru frá hinum ýmsu skeiðum málarans og gefa skemmtilega mynd af hinum eina sanna Kjarval. Kjarvalsstaðir: Sýning á vinnu vangefinna Dagana 18.—27. marz verður lialdin í Kjarvalsstöðium sýn- ingin Viljinn í verki en þar verða sýnd verk sem félagar i röðum vangefinna á Islandi hafa unnið um skcið, en verk- unum er safnað saman víðs veg- ar að af landinu. A vegum Styrktarfélags vangefinna hef- ur verið unnið mjög merkilegt starf á þessum vettvangi um árabil, en sýning þessi er hald- in í tilefni af 20 ára afmæli Styrktarfélags vangefinna í Reykjavík. Félagið var stofnað 23. marz 1958 og var fyrsta fé- lagið sinnar tegundar á land- inu. Auk afmælisins marka þessi ár nokkur tímamót í sögu félags- ins, en á sl. ári voru landssam- tökin Þroskahjálp stofnuð af 19 aðildarfélögum, sem vinna að þessu málefni. Frá stofnun félagsins og fram að þeim tíma starfaði félagið, sem landsfélag. Afmælisnefnd, sem starfað hefur á vegum félagsins varð fljótlega sammála um að af- mælisárið skyldi notað til kynn- ingar á málefninu fyrir almenn- ing. Tilgangurinn með þessari sýningu er sá að reyna að sýna þróunina á málefninu í landinu s.l. 20 — 30 ár í máli og myndum með sýnishorni af Starf að málefnum vangef- inna og þroska- heftra er mikilvægt og aðkall- andi í ís- lensku þjóðfélagi. vinnu vistfólks og öðrum upp- lýsingagögnum, sem unnt hef- ur verið að nálgast. Ennfremur verður kynning á bókum og kvikmyndum um málefnið. Svo og verður dag- skrá þar sem ýmsir listamenn munu koma fram. Einnig verða á sýningunni seldir handunnir munir frá öll- um heimilum vangefinna á landinu. Þetta er fyrsta sýning sinnar tegundar hér á landi og er það von aðstandenda og ósk að hún veki verðskuldaða athygli, eins og samskonar sýningar hafa gert hjá okkar nágranna þjóð- um. Starf að málum vangefinna og þroskaheftra er mikilvægt og aðkallandi í íslenzku þjóðfé- lagi og það kostar mikla vinnu að sinna þeim sem ekki mega sín eins og aðrir þegnar þjóðfé- lagsins. Að rétta hjálparhönd í starfi meðal vangefinna skiptir öllu máli, en sýning úr starfi þeirra í máli og myndum auk muna, verður í Kjarvalsstöðum til 28. marz. FV 2 1978 87

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.