Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 94

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 94
Verzlunarbúnaður Hefur aðstoðað við innréttingu fjölmargra verzlana á íslandi Rætt við Sören Mygind í Kaupmannahöfn Sören Mygind eða fyrirtæki hans Mygind A/S stundar bæði inn og útflutning. I Danmörku er þó aðallega um að ræða sölu á tækjum og áhöldum til verzl- ana, en ýmsar vörur selur það eingöngu til íslands. Má þar nefna Kims hnetur, Don Pedro kaffi, Kelson chips, vörur frá Odense Marcipanfabrikk. Hervald Eiríksson er að hluta til umboðsmaður Mygind A/S á íslandi og er af hans hálfu fyrst og fremst um að ræða sölu og dreifingu á áhöldum fyrir verzlanir frá Mygind. Sören Mygind nefndi þar á meðal verðmerkingarvélar. „Við höfum selt mikið af verðmerkingarvélum á íslandi og má segja að við séum alls- ráðandi á markaðnum hér og íslenzkir kaupmenn hafa verið Iatir við gerð auglýsingaspjalda að dómi Sörens Mygind, sem selur mikið af pennum cins og á myndinni til danskra. verzl- ana. Sören Mygind þafcka ég það góðri þjónustu Hervalds Eiríkssonar. Um 1.000 vélar af gömlu gerðinni hafa selzt, en nú erum við komnir með nýja fullkomnari“. „Þá erum við með auglýs- ingateikniáhöld fyrir kaup- Kjósa íslendingar fremur að troðast en að bíða eftir að röð- in komi að þeim? Að minnsta kosti eru viðskiptavinanúmer sjaldséð í íslenzkum verzlunum gagnstætt því sem er í Skandi- navíu. menn. Kaupmenn í Skandinav- íu nota mikið auglýsingaspjöld og teiknaðar ábendingar um tilborðsverð og annað í verzl- unum sínum. íslenzkir kaup- menn virðast hins vegar latir við að nota slík spjöld til að auka sölu sína, en þeim hefur gefist kostur á námskeiði í gerð auglýsingaspjalda hjá Kaup- mannasamtökunum", sagði My- gind. # Viðskiptanúmer Þá nefndi hann viðskipta- vinanúmer, sem okkur íslend- ingum, sem enn höfum ekki lært að standa í biðröð er illa við að nota að því er virðist, skammtara fyrir fljótandi sápu, sem skylda er að hafa í dönsk- um matvöruverzlunum og PVC plastumbúðir. Hcrvald Eiríksson, umboðsmað- ur Mygind A/S hefur verið stærsti aðilinn á íslenzkum markaði fyrir verðmerkingar- vélar. Nú býður Mygind upp á nýja og fullkomnari vél. 94 FV 2 1978

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.