Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 97

Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 97
— Það leið langur tími þar til ég hafði komizt yfir þennan í safn- ið mitt. — Ég hef kannski farið svo- lítið illa með yður, fröken, en þér ættuð að fara í fötin aftur. Það er nefnilega svo, að Björn læknir flutti stofuna sína héð- an í siðustu viku. Ég keypti að sönnu húsið — en ég er ekki læknir. Ég er endurskoðandi. — Ætlarðu ekki að taka hýð- ið utan af bananum áður en þú borðar hann? — Því skyldi ég gera það? Ég veit hvað er innan í. — Og hvernig hefurðu svo orðið milljónamæringur? — Það er löng og mikil saga, ritstjóri góður. Hefurðu nokk- uð á móti því að ég slökkvi ljósið meðan ég segi þér hana? Sonur mafíuleiðtogans kem- ur heim úr skólanum: — Jæja, góði minn. Hvernig gekk í prófinu í dag? — Það var smellið. Þeir voru þarna tveir til að yfirheyra mig. En ég sagði ekki orð. í kennarastofunni: — Hvernig gengur annars kynferðisfræðslan hjá þér? — Alltof vel. Ég er hrædd um að við verðum að setja upp barnaheimili við skólann næsta vetur. Þeir voru þrír saman á göngu. Strútar í eyðimörkinni. Skyndi- lcga flaug orrustuþota yfir og rauf eyðimerkurkyrrðina. Tveir strútanna stungu liaus- unum í sandinn um leið, en sá þriðji var aðeins liugaðri. Hann leit í kringum sig og sagði: — Hvert hafa hinir eiginlega hlaupið? — • — — Pabbi. — Þegiðu strákur. — Já, en pabbi. . . — Haltu þér saman, drengur. — Viltu aðeins hlusta, pabbi . . . — Geturðu ekki skilið, að það er ekki til siðs að tala við matborðið. Þú átt ekki að segja eitt orð nema þú sért spurður. — Viltu þá spyrja mig hvort það sé kviknað í stofugardín- unum? — • — Tveir Gyðingar hittast á götu í Moskvu. —• ísak. Heldurðu að þetta sé orðið 100% fyrirmyndar.ríki kommúnismans, — eða á þetta enn eftir að versna? — Nei, sjáðu. Það er komið vor. FV 2 1978 5)7

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.