Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Side 12

Frjáls verslun - 01.03.1978, Side 12
Þjóðhagsspá Þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur aukast um 2% í ár . t — Gert ráð fyrir 44samdrætti ■ innflutningi skipa og flugvéla Hin mikla innflutningsaukning á árinu 1977 varð bæði vegna mikils skipainnflutnings og mikillar aukningar almenns vöruinnflutnings, þ. e. án innflutnings til álverksmiðjunnar, til sdórfram- kvæmda og innflutnings skipa og flugvéla. A þessu ári verða flutt inn mun færri skip en í fyrra, og er gert ráð fyrir 44% samdrætti í inn flutningi skipa og flugvéla. Almennur vöruinn- flutningur ræðst fyrst og fremst af breytingum þjóðarútgjalda — að frátöldum birgðabreyting* um, framkvæmdum við stórvirkjanir og járnblendiverksmiðju og innflutningi skipa og flugvéla. Þjóðarútgjöld þannig skilgreind eru talin aukast um tæplega 3% og gæti því fylgt um 4% aukn- ing innfliutnings. Hins vegar mun verð á innfluttum vörum hækka meira en verðlag innan- lands milli áranna 1977 og 1978 vegna gengislækkunar krónunnar, sem hamla ætti gegn inn- flutningi. Á móti vegur, að innflutningur var mjög mikill á síðustu mánuðum fyrra árs og lík- Iegt má telja, að nokkur tími líði þar til verulega dregur úr innflutningsaukningunni. Sé þetta haft í huga má gera ráð fyrir, að almennur vöruinnflutningur aukist um 3—4% í ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunar, Úr þjóðarbúskapnum, framvinda 1977 og horfur 1978. Eins og áður sagði verða flutt inn mun færri skip á þessu ári en í fyrra, en á hinn bóginn verður talsverður innflutningur vegna byggingar járnblendi- verksmiðjunnar. Samt sem áð- ur er búizt við, að innflutning- ur sérstakrar fjárfestingarvöru dragist saman um nær þriðjr ung. Innflutningur til álverk- smiðjunnar verður sennilega svipaður eða ívið meiri í ár en í fyrra. Séu spárnar um ein- staka þætti vöruinnflutnings- ins dregnar saman, verður heildarvöruinnflutningur senni- lega svipaður eða heldur minni að magni til en í fyrra, en þá jókst hann um rúmlega 20%. INNFLUTNINGUR OG VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR Innflutningsverð í erlendri mynt hækkaði um 7% í fyrra og í ár má búast við svipaðri hækkun. Með tilliti til gengis- breytinga á síðari hluta árs í fyrra og gengislækkunarinnar í febrúar hækkar innflutnings- verð í krónum um rúmlega 40% milli áranna 1977 og 1978. Innflutningur þjónustu er talinn aukast um 7% á föstu verðlagi, en þar gætir meðal annars mikilla vaxtagreiðslna af erlendum lánum. Samtals yrði innflutningur vöru og þjónustu á þessu ári 1—-2% meiri en á síðastliðnu ári, ef reiknað er á föstu verðlagi en í krónum er aukningin nær 44%. Niðurstöður áætlana um ut- anríkisviðskipti á árinu 1978 eru þær, að vöruútflutningur gæti numið 163 milljörðum króna og vöruinnflutningur rúmlega 159 milljörðum króna, hvort tveggja reiknað á fob- verði. Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd yrði þá hagstæður um tæplega 4 milljarða króna. samanborið við 14 milljarða króna halla árið 1977, hvort tveggja reiknað á sama gengi. Meginástæða þessara umskipta er sú, að birgðir sjávarafurða jukust mjög í fyrra og varð út- 12 FV 3 1978

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.