Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Síða 12

Frjáls verslun - 01.03.1978, Síða 12
Þjóðhagsspá Þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur aukast um 2% í ár . t — Gert ráð fyrir 44samdrætti ■ innflutningi skipa og flugvéla Hin mikla innflutningsaukning á árinu 1977 varð bæði vegna mikils skipainnflutnings og mikillar aukningar almenns vöruinnflutnings, þ. e. án innflutnings til álverksmiðjunnar, til sdórfram- kvæmda og innflutnings skipa og flugvéla. A þessu ári verða flutt inn mun færri skip en í fyrra, og er gert ráð fyrir 44% samdrætti í inn flutningi skipa og flugvéla. Almennur vöruinn- flutningur ræðst fyrst og fremst af breytingum þjóðarútgjalda — að frátöldum birgðabreyting* um, framkvæmdum við stórvirkjanir og járnblendiverksmiðju og innflutningi skipa og flugvéla. Þjóðarútgjöld þannig skilgreind eru talin aukast um tæplega 3% og gæti því fylgt um 4% aukn- ing innfliutnings. Hins vegar mun verð á innfluttum vörum hækka meira en verðlag innan- lands milli áranna 1977 og 1978 vegna gengislækkunar krónunnar, sem hamla ætti gegn inn- flutningi. Á móti vegur, að innflutningur var mjög mikill á síðustu mánuðum fyrra árs og lík- Iegt má telja, að nokkur tími líði þar til verulega dregur úr innflutningsaukningunni. Sé þetta haft í huga má gera ráð fyrir, að almennur vöruinnflutningur aukist um 3—4% í ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunar, Úr þjóðarbúskapnum, framvinda 1977 og horfur 1978. Eins og áður sagði verða flutt inn mun færri skip á þessu ári en í fyrra, en á hinn bóginn verður talsverður innflutningur vegna byggingar járnblendi- verksmiðjunnar. Samt sem áð- ur er búizt við, að innflutning- ur sérstakrar fjárfestingarvöru dragist saman um nær þriðjr ung. Innflutningur til álverk- smiðjunnar verður sennilega svipaður eða ívið meiri í ár en í fyrra. Séu spárnar um ein- staka þætti vöruinnflutnings- ins dregnar saman, verður heildarvöruinnflutningur senni- lega svipaður eða heldur minni að magni til en í fyrra, en þá jókst hann um rúmlega 20%. INNFLUTNINGUR OG VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR Innflutningsverð í erlendri mynt hækkaði um 7% í fyrra og í ár má búast við svipaðri hækkun. Með tilliti til gengis- breytinga á síðari hluta árs í fyrra og gengislækkunarinnar í febrúar hækkar innflutnings- verð í krónum um rúmlega 40% milli áranna 1977 og 1978. Innflutningur þjónustu er talinn aukast um 7% á föstu verðlagi, en þar gætir meðal annars mikilla vaxtagreiðslna af erlendum lánum. Samtals yrði innflutningur vöru og þjónustu á þessu ári 1—-2% meiri en á síðastliðnu ári, ef reiknað er á föstu verðlagi en í krónum er aukningin nær 44%. Niðurstöður áætlana um ut- anríkisviðskipti á árinu 1978 eru þær, að vöruútflutningur gæti numið 163 milljörðum króna og vöruinnflutningur rúmlega 159 milljörðum króna, hvort tveggja reiknað á fob- verði. Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd yrði þá hagstæður um tæplega 4 milljarða króna. samanborið við 14 milljarða króna halla árið 1977, hvort tveggja reiknað á sama gengi. Meginástæða þessara umskipta er sú, að birgðir sjávarafurða jukust mjög í fyrra og varð út- 12 FV 3 1978
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.