Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 21

Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 21
lýðræðis. í raun og veru er flokkurinn í grundvallaratrið- um stalínískur, mjög agaður, lokaður og miðstýrður frá æðstu valdstjórninni. # Ekki tilbúnir að deila völdum Á sama tíma og franskir kommúnistar hafa haldið því fram, að þeir væru óháðir Moskvuvaldinu, hafa þeir verið meiri fylgjendur sovézkrar ut- anríkis- og varnarmálastefnu en nokkru sinni. Eftir kosning- arnar hefur komið berlega í ljós, að takmark kommúnista er að brjóta sósíalistana á bak aftur og gera kommúnistaflokk- inn að nýju að hinu leiðandi afli vinstri manna. Kommún- istar eru ekki reiðubúnir að deila völdum sem veikari aðili í samstarfi við sósíalista.“ Með þessu hefur að miklu leyti verið skýrt, af hverju kommúnistar framfylgdu stefnu, sem gat ekki leitt til annars en ósigurs vinstra sam- bandsins — og hvers vegna þátttaka flokksins í ríkisstjórn í Frakklandi er svo fjarlæg. Þótt óvænt þróun í frönsk- um stjórnmálum valdi vestræn- um leiðtogum áhyggjum, geta þeir þó útilokað möguleikann á ríkisstjórnaraðild kommúnista um skeið. # Annaft ástand á Ítalíu Á Ítalíu var álitshnekkir kommúnista allt annars eðlis og gefur andkommúnistum í öðrum vestrænum ríkjum ekki neinar sérstakar vonir. Flokk- urinn fékk ekki sæti í ríkis- stjórn kristilegra demókrata eins og hann sóttist eftir, held- ur þurfti hann að sætta sig við það hlutverk eitt að tryggja stjórninni stuðning á þingi. ítalskir kommúnistar sækjast eftir málamiðlun — samsteypu- stjórn hægri og vinstri flokka, kristilegra demókrata og komm- únista. í kosningunum 1976 munaði örmjóu að kommúnistar tækju við af kristilegum demó- krötum. Fréttamaður U.S. News í Róm segir: „Það hefur runnið upp fyrir ítölskum kommúnistum, að því nær sem þeir eru því að kom- ast á valdastólana, þeim mun torsóttari verður framrásin. Síðustu aðgerðir þeirra hafa orðið til að stappa stálinu frek- ar í harðlínumenn meðal kristi- legra demókrata en jafnframt hafa æ fleiri ungra vinstri manna sakað kommúnista um svik við málstað byltingarinnar. Leiðtogar kommúnista óttast nú að glata þeirri stöðu, sem þeir hafa öðlazt í kosningasigrum síðustu ára. Ein ástæðan: Inn- ritun nýrra félaga í ungmenna- samtök þeirra hefur dregizt mikið saman. Önnur: Flokkur- inn hefur ekki lengur orð á sér fyrir framkvæmdasemi og á- byrga stjórnun, sem hefur fært honum mikið fylgi. Borgar- stjórar úr kommúnistaflokkn- um eiga nú í miklum erfiðleik- um með að stjórna sumum stærstu borgum Ítalíu og þar sem vandamálin eru mest. # „Ábyrgur”-flokkur áf ram ? Nú reynir hins vegar fyrst á Evrópukommúnismann svokall- aða á Ítalíu. Flokkurinn hefur tekið á sig ábyrgð á viðureign við efnahagsvandann, minnk- andi kaupmátt, minni fjárveit- ingu til hallareksturs opinberra fyrirtækja og skipulagningu herferðar gegn hryðjuverka- mönnum, sem vilja kollvarpa ríkinu. Enginn ábyrgur stjórnmála- skýrandi í Róm heldur því fram, að hægt verði að halda kommúnistum þar utan stjórn- ar í hið óendanlega, ef þeir á annað borð geta varðveitt þann orðstír sinn að vera „ábyrgir". Sumarleyf ■: Að koma ekki þreyttur úr sumarfríi Hvað gera stjörnendur ■ útlöndum í orlofi sínu? Það er því miður ekki svo fá- títt að fólk komi þreyttara úr sumarfríinu en það var í upp- hafi þess. Hvernig koma má í veg fyrir slíkt veit sennilega enginn með vissu, en ef til vill má eitthvað læra af þeim mönn- um, sem árum saman tekst að stjórna stærstu fyrirtækjum, án sjáanlegrar streytu. Meðal stjórnenda stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna eru sumarleyfi í tengslum við golf, tennis, siglingu eða stangveiði, greinilega vinsælust. Allur galdurinn virðist vera falinn í því að kjósa sér sumarleyfi sem maður sjálfur hefur áhuga fyr- ir, en láta ekki fjölskyldu eða vini þröngva sér til að ferðast til staða, eða taka sér fyrir hendur eitthvað, sem maður hefur ekki sjálfur löngun til. Til þess að reyna að komast til botns í málinu var leitað til Dr. Alan A. McLean, sem er forstjóri heilbrigðismáladeildar IBM-fyrirtækisins, en hann er jafnframt þekktur iðnaðarsál- fræðingur. FV 3 1978 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.