Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 22

Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 22
# Aðalatriðið: Tilbreyting Hvernig fólk ver sumarleyf- inu er mjög einstaklingsbund- ið, eins og gefur að skilja. Það ræðst að mestu leyti af því hver áhugamálin eru. Til þess að velja á milli, og velja rétt, þarf sjálfsþekkingu, það þarf að hagræða hlutunum með til- liti til starfsins sem farið er frá og oft með tilliti til óska fjöl- skyldunnar. Ein aðferðin er sú að prófa mismunandi sumarleyfi á hverju ári með tilliti til lífs- stílsins hverju sinni. Höfuð- atriðið er að sumarleyfið veiti nægilega tilbreytingu frá amstri og álagi hinnar daglegu tilveru í vinnu og vöku. Það er ekki endilega nauð- synlegt að fara langt í burtu. Margt fólk hvílist bezt á sínu eigin heimili við að sinna á- hugamálum, sem að öðru jöfnu gefst ekki tími til, en veita ó- takmarkaða ánægju. Sem dæmi má nefna Frank T. Carey, stjórnarformann IBM, sem ver sumarleyfi sínu heima hjá sér í Connecticut til golf- iðkunar og bátasferða með fjöl- skyldu sinni. Sumt fólk ver sumarleyfi sínu í að ferðast til annarra landa og streðar við að komast til sem flestra staða. Slíkar ferðir eru oft og einatt einn samfelldur bardagi við klukk- una, biðraðir og hlaup eftir göngum í flugstöðvum og braut- arstöðvum með alla vasa fulla af kortum og bæklingum. Úr slíkri ferð kemur fólk venju- lega uppgefið, en því er ef til vill ekki að neita að tilbreyt- ingin er nokkur. Einn af litríkustu ferðamönn- unum í hópi bandarískra for- stjóra er ef til vill Forbes út- gefandi Forbes Magazine. Hann fer ýmist þvers og kruss um Bandaríkin hangandi í loftbelgi sínum eða ekur mótorhjóli i Colorado. Síðastliðið sumar sigldi hann einsamall 65 feta seglskútu sinni frá Gíbraltar til Antigua, og í vetur frá Antigua til Fiji-eyja. Stjórnarformaður Braniff- flugfélagsins, H.L. Lawrence eyðir sumarleyfi sínu á Cap Ferrat á frönsku Ríverunni á- samt konu sinni við sund og seglbátsferðir, en án gesta, sam- kvæma eða viðskiptaerinda. Lewis W. Foy aðalforstjóri Bethlehem Steel-samsteypunn- ar notaði sumarleyfi sitt á síð- asta ári til að skoða New York ásamt eiginkonu sinni. Þau fóru um New York sem aðrir ,,túr- istar“ í skoðunarferðir, söfn og sáu sjónleiki á Broadway. # Hve langt sunmarfrí? Hvort fólk velur samfellt sumarleyfi eða skiptir því í fleiri stutt frí er undir því komið hvað hentar hverjum. Störf sumra eru þannig vaxin að illmögulegt er að vera fjarri í lengri tíma. Einstaka nýtur ekki styttra leyfis en þriggja til fjögurra vikna, öðrum líkar betur 3ja daga helgarfrí allt sumarið. Walter B. Wriston er formað- ur bankaráðs First National City Bank og hæst launaði bankamaður í Bandaríkjunum. Hann ver helgunum og hluta ágústmánaðar á bújörð sinni uppi í New York fylki þar sem hann keyrir dráttarvél og leik- ur tennis. Forstjóri stærstu auglýsinga- skrifstofu Bandaríkjanna flýg- ur ásamt konu sinni í lítilli Cessnu um hverja sumarhelgi til veiðikofa sem þau eiga í Adirondack-fjöllunum. Þar stunda þau stangveiði, sund og sigla á hraðbáti. Á hverjum vetri fara þau til St. Lucia sem er eyja í Karíbahafi og eru þar í 10 daga í húsi sem þau eiga ásamt fimm öðrum hjónum. Thomas Murphy stjórnarfor- maður General Motors eyðir þrem helgardögum á sumrin, og af og til heilli viku, í að pæla í gegn um kynstur af leynilögreglusögum heima hjá sér. # Á að blanda saman vinnu og sumarleyf i ? Er nauðsynlegt að halda starfi sínu og sumarleyfi að- skildu? Dr. McLean telur það ekkert sáluhjálparatriði, útaf fyrir sig. Vissulega eru margir störfum hlaðnir stjórnendur sem alls ekki geta slakað á, nema með því að vera algjör- lega lausir við störf sín. En þeir eru vissulega einnig til, sem geta notið sumarleyfisins í stöðugu simasambandi við skrifstofuna. Dæmi um það síð- arnefnda er forstjóri ITT-síma- samsteypunnar, Harold S. Geneen, einn launahæsti for- stjóri þar vestra. Geneen eyðir mestum hluta ágústmánaðar í sumarbústað sínum á Cape Cod við sjóstangaveiði og segl- skútuferðir. En hann fer aldrei langt frá símanum, hefur með sér heimaverkefni og ver drjúg- um tíma á degi hverjum til símtala í þágu fyrirtækisins. Ekki hafa enn verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir á því hvernig stjórnendur ættu að verja sumarleyfi sínu með tilliti til heilsufarslegra atriða, segir Dr. McLean. Richard Zapapas forstjóri snyrtivöru- fyrirtækisins Elizabeth Arden, segist t.d. vera úthvíldur og endurnærður eftir einn dag við laxveiðar í Kanada eða uppi í Alaska. Staðreyndin er sú, segir Mc- Lean, að þótt alltaf sé verið að tala um hve bandarískir stjórn- endur fyrirtækja séu upptekn- ir og tjóðraðir við störf sín, þá er það eins og hver önnur tröllasaga. Flest allir taka þeir fjögurra vikna frí á hverju ári. Auk þess gætir í auknum mæli þeirrar skoðunar að stjórnandi, sem ekki má vera að þvi að taka sér sumarfrí, sé einfald- lega ekki nógu snjall á sínu sviði og þurfi því lengri tíma en aðrir til að afkasta sömu vinnu, og eflaust er talsvert til í því. Atriði sem virðist einnig hafa talsverð áhrif, er sú stjórn- unarkenning, sem verður nú sí- fellt meira áberandi, „að um leið og einhver telur sig vera orðinn ómissandi, þá sé kominn rétti tíminn fyrir fyrirtækið að reka hann“. 22 FV 3 1978

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.