Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.03.1978, Blaðsíða 22
# Aðalatriðið: Tilbreyting Hvernig fólk ver sumarleyf- inu er mjög einstaklingsbund- ið, eins og gefur að skilja. Það ræðst að mestu leyti af því hver áhugamálin eru. Til þess að velja á milli, og velja rétt, þarf sjálfsþekkingu, það þarf að hagræða hlutunum með til- liti til starfsins sem farið er frá og oft með tilliti til óska fjöl- skyldunnar. Ein aðferðin er sú að prófa mismunandi sumarleyfi á hverju ári með tilliti til lífs- stílsins hverju sinni. Höfuð- atriðið er að sumarleyfið veiti nægilega tilbreytingu frá amstri og álagi hinnar daglegu tilveru í vinnu og vöku. Það er ekki endilega nauð- synlegt að fara langt í burtu. Margt fólk hvílist bezt á sínu eigin heimili við að sinna á- hugamálum, sem að öðru jöfnu gefst ekki tími til, en veita ó- takmarkaða ánægju. Sem dæmi má nefna Frank T. Carey, stjórnarformann IBM, sem ver sumarleyfi sínu heima hjá sér í Connecticut til golf- iðkunar og bátasferða með fjöl- skyldu sinni. Sumt fólk ver sumarleyfi sínu í að ferðast til annarra landa og streðar við að komast til sem flestra staða. Slíkar ferðir eru oft og einatt einn samfelldur bardagi við klukk- una, biðraðir og hlaup eftir göngum í flugstöðvum og braut- arstöðvum með alla vasa fulla af kortum og bæklingum. Úr slíkri ferð kemur fólk venju- lega uppgefið, en því er ef til vill ekki að neita að tilbreyt- ingin er nokkur. Einn af litríkustu ferðamönn- unum í hópi bandarískra for- stjóra er ef til vill Forbes út- gefandi Forbes Magazine. Hann fer ýmist þvers og kruss um Bandaríkin hangandi í loftbelgi sínum eða ekur mótorhjóli i Colorado. Síðastliðið sumar sigldi hann einsamall 65 feta seglskútu sinni frá Gíbraltar til Antigua, og í vetur frá Antigua til Fiji-eyja. Stjórnarformaður Braniff- flugfélagsins, H.L. Lawrence eyðir sumarleyfi sínu á Cap Ferrat á frönsku Ríverunni á- samt konu sinni við sund og seglbátsferðir, en án gesta, sam- kvæma eða viðskiptaerinda. Lewis W. Foy aðalforstjóri Bethlehem Steel-samsteypunn- ar notaði sumarleyfi sitt á síð- asta ári til að skoða New York ásamt eiginkonu sinni. Þau fóru um New York sem aðrir ,,túr- istar“ í skoðunarferðir, söfn og sáu sjónleiki á Broadway. # Hve langt sunmarfrí? Hvort fólk velur samfellt sumarleyfi eða skiptir því í fleiri stutt frí er undir því komið hvað hentar hverjum. Störf sumra eru þannig vaxin að illmögulegt er að vera fjarri í lengri tíma. Einstaka nýtur ekki styttra leyfis en þriggja til fjögurra vikna, öðrum líkar betur 3ja daga helgarfrí allt sumarið. Walter B. Wriston er formað- ur bankaráðs First National City Bank og hæst launaði bankamaður í Bandaríkjunum. Hann ver helgunum og hluta ágústmánaðar á bújörð sinni uppi í New York fylki þar sem hann keyrir dráttarvél og leik- ur tennis. Forstjóri stærstu auglýsinga- skrifstofu Bandaríkjanna flýg- ur ásamt konu sinni í lítilli Cessnu um hverja sumarhelgi til veiðikofa sem þau eiga í Adirondack-fjöllunum. Þar stunda þau stangveiði, sund og sigla á hraðbáti. Á hverjum vetri fara þau til St. Lucia sem er eyja í Karíbahafi og eru þar í 10 daga í húsi sem þau eiga ásamt fimm öðrum hjónum. Thomas Murphy stjórnarfor- maður General Motors eyðir þrem helgardögum á sumrin, og af og til heilli viku, í að pæla í gegn um kynstur af leynilögreglusögum heima hjá sér. # Á að blanda saman vinnu og sumarleyf i ? Er nauðsynlegt að halda starfi sínu og sumarleyfi að- skildu? Dr. McLean telur það ekkert sáluhjálparatriði, útaf fyrir sig. Vissulega eru margir störfum hlaðnir stjórnendur sem alls ekki geta slakað á, nema með því að vera algjör- lega lausir við störf sín. En þeir eru vissulega einnig til, sem geta notið sumarleyfisins í stöðugu simasambandi við skrifstofuna. Dæmi um það síð- arnefnda er forstjóri ITT-síma- samsteypunnar, Harold S. Geneen, einn launahæsti for- stjóri þar vestra. Geneen eyðir mestum hluta ágústmánaðar í sumarbústað sínum á Cape Cod við sjóstangaveiði og segl- skútuferðir. En hann fer aldrei langt frá símanum, hefur með sér heimaverkefni og ver drjúg- um tíma á degi hverjum til símtala í þágu fyrirtækisins. Ekki hafa enn verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir á því hvernig stjórnendur ættu að verja sumarleyfi sínu með tilliti til heilsufarslegra atriða, segir Dr. McLean. Richard Zapapas forstjóri snyrtivöru- fyrirtækisins Elizabeth Arden, segist t.d. vera úthvíldur og endurnærður eftir einn dag við laxveiðar í Kanada eða uppi í Alaska. Staðreyndin er sú, segir Mc- Lean, að þótt alltaf sé verið að tala um hve bandarískir stjórn- endur fyrirtækja séu upptekn- ir og tjóðraðir við störf sín, þá er það eins og hver önnur tröllasaga. Flest allir taka þeir fjögurra vikna frí á hverju ári. Auk þess gætir í auknum mæli þeirrar skoðunar að stjórnandi, sem ekki má vera að þvi að taka sér sumarfrí, sé einfald- lega ekki nógu snjall á sínu sviði og þurfi því lengri tíma en aðrir til að afkasta sömu vinnu, og eflaust er talsvert til í því. Atriði sem virðist einnig hafa talsverð áhrif, er sú stjórn- unarkenning, sem verður nú sí- fellt meira áberandi, „að um leið og einhver telur sig vera orðinn ómissandi, þá sé kominn rétti tíminn fyrir fyrirtækið að reka hann“. 22 FV 3 1978
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.