Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 25

Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 25
„Blaðamenn Vísis þjóna því hluitverki að vcra sjálfstætt afl í stjórnmálum,“ segir Þorsteinn Pálsson. F.V.: — Hver er staða Vísis í íslcnzku þjóðlífi í dag? Þorsteinn: — Vísir, sem er elzta dagblað landsins er í dag sjálfstætt fréttablað, fyrst og fremst fréttablað, en um leið almennur og opinn umræðu- vettvangur. Blaðið er ekki í dag í tengslum við stjórnmála- flokk eða hagsmunasamtök og það leggur í sjálfu sér ekki mikið upp úr stjórnmálum að öðru leyti en því að það tekur afstöðu til mála í forystugrein- um. Með því að starfa á þenn- an hátt, þjónum við því hlut- verki sem blaðamenn að vera sjálfstætt afl í stjórnmálum. Við miðlum alhliða stjórnmála- legum upplýsingum um leið og við leggjum áherslu á almenn- an fréttaflutning. Staða blaðs- ins er fyrst og fremst sú í dag, að það er sjálfstæður upplýs- ingamiðill. F.V. — Vísir var til skamms tíma nátengdur Sjálfstæðis- flokknum og flokkurinn átti hlutabréf í útgáfufyrirtækinu. Þorst'einn: — Það er rétt, en svo er ekki lengur. Meðan Jón- as Kristjánsson var ritstjóri Vísis, sat hann þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins, en þegar ég tók við ritstjórn í júlí 1975. var þessu hætt, enda setti ég þau skilyrði fyrir því að ég' tæki starfið að mér, að ég fengi algerlega frjálsar hendur. í dag eru engin tengsl, ritstjórnar- leg né fjármálaleg. Annars er pólitískur ferill Vísis nokkuð sérkennilegur. Blaðið var stofn að sem óháð fréttablað. en varð síðan aðalmálgagn Jak- obs Möllers og Frjálslynda flokksins og eftir sameiningu íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins var það um áratuga- skeið málgagn Sjálfstæðis- flokksins og varaformaður flokksins formaður útgáfu- stjórnar. Árið 1967 varð nokk- ur breyting og tengslin minnk- uð, en flokkurinn átti áfram hlut í blaðinu og ritstjóri sat þingflokksfundi þar til ég tók við eins og áður sagði. Flokk- urinn óskaði þá eftir að selja hlutabréf sín og þar með voru tengslin endanlega rofin. F.V.: — Eimir ekki enn eftir af þcssum tengslum í ritstjórn- argreinum blaðsins? Þorsteinn: — í ritstjórnar- greinum sem ég skrifa kemur fram mín lífsskoðun og ég hef aldrei farið dult með það að ég aðhyllist frjálshyggju og lýð- ræði. Ég hef hins vegar skrifað harða gagnrýni í forystugrein- um i garð Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar. Eitt af fyrstu verkum mínum hér var að skrifa harða gagnrýni á Fram- kvæmdastofnun, sem heyrir undir forsætisráðuneytið. Blað- ið hefur einnig haft forystu um gagnrýni á orkumálastjórnina. F.V.: — Hvernig hefur Vísir komið út úr þcirri miklu sam- keppni, sem varð við tilkomu Dagblaðsins? Þorsteinn: — Vísir hefur staðið sig vonum framar. Blað- ið hefur margeflst eftir spreng- inguna og samkeppnin gerði það að sjálfsögðu að verkum að við gerðum stórátak í að bæta blaðið fréttalega og efn- islega og gera það að sjálf- stæðu blaði. f öðru lagi er hér að verða sama sprenging á blaðamarkaðinum og á Norð- urlöndum og öðrum nágranna- löndum, að síðdegisblöðin saxa á forskot morgunblaðanna. Þetta er skýringin á því að Vísir hefur stækkað, ekki að- eins UDplagið heldur einnig hefur blaðsiðufjöldinn aukizt þrátt fyrir að nýtt blað kæmi á síðdegismarkaðinn. Þessi blöð byggja á sama grundvelli á sjálfstæðari fréttaflutningi en hér hafði tíðkast. Það var greinilega markaður fyrir stór- aukna blaðaútgáfu af þessu tagi. Við lítum hins vegar ekki á Dagblaðið sem höfuðkeppi- naut okkar, þótt ég sé ekki að gera lítið úr því. Morgunblað- ið er það hins vegar. F.V. — Hvers vegna Morg- unblaðið, þið hljótið að kcppa af hörku við Dagblaðið um síð- degismarkaðinn? Þorsteinn: — Við litum svo á að Morgunblaðið og Visir sé'i þau tvö dagblöð íslenzk, sem leggja sig fram um að sýna trausta og áreiðanlega blaða- mennsku og því sé Morgun- blaðið höfuðkeppinautur okk- ar. Ég starfaði sem blaðamaður við Morgunblaðið að mestu leyti frá því 1970 og þar til ég kom að Vísi, samhliða lögfræði- námi og það var geysilega lær- dómsríkt að kynnast blaða- mennsku þar. Maður gerir sér vart grein fyrir veldi Morgun- blaðsins, fyrr en maður hættir þar og byrjar annars staðar. Morgunblaðið og Vísir eru kom- in lengst á braut traustrar og áreiðanlegrar blaðamennsku, en ég er ekki þar með að segja að blaðamennska hafi byrjað að verða sjálfstæð, er sprengingin varð á síðdegismarkaðinum. Þróunin hefur verið í þessa átt á s.l. áratugum og flokks- blaðamennskan á undanhaldi. FV 3 1978 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.