Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.03.1978, Qupperneq 25
„Blaðamenn Vísis þjóna því hluitverki að vcra sjálfstætt afl í stjórnmálum,“ segir Þorsteinn Pálsson. F.V.: — Hver er staða Vísis í íslcnzku þjóðlífi í dag? Þorsteinn: — Vísir, sem er elzta dagblað landsins er í dag sjálfstætt fréttablað, fyrst og fremst fréttablað, en um leið almennur og opinn umræðu- vettvangur. Blaðið er ekki í dag í tengslum við stjórnmála- flokk eða hagsmunasamtök og það leggur í sjálfu sér ekki mikið upp úr stjórnmálum að öðru leyti en því að það tekur afstöðu til mála í forystugrein- um. Með því að starfa á þenn- an hátt, þjónum við því hlut- verki sem blaðamenn að vera sjálfstætt afl í stjórnmálum. Við miðlum alhliða stjórnmála- legum upplýsingum um leið og við leggjum áherslu á almenn- an fréttaflutning. Staða blaðs- ins er fyrst og fremst sú í dag, að það er sjálfstæður upplýs- ingamiðill. F.V. — Vísir var til skamms tíma nátengdur Sjálfstæðis- flokknum og flokkurinn átti hlutabréf í útgáfufyrirtækinu. Þorst'einn: — Það er rétt, en svo er ekki lengur. Meðan Jón- as Kristjánsson var ritstjóri Vísis, sat hann þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins, en þegar ég tók við ritstjórn í júlí 1975. var þessu hætt, enda setti ég þau skilyrði fyrir því að ég' tæki starfið að mér, að ég fengi algerlega frjálsar hendur. í dag eru engin tengsl, ritstjórnar- leg né fjármálaleg. Annars er pólitískur ferill Vísis nokkuð sérkennilegur. Blaðið var stofn að sem óháð fréttablað. en varð síðan aðalmálgagn Jak- obs Möllers og Frjálslynda flokksins og eftir sameiningu íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins var það um áratuga- skeið málgagn Sjálfstæðis- flokksins og varaformaður flokksins formaður útgáfu- stjórnar. Árið 1967 varð nokk- ur breyting og tengslin minnk- uð, en flokkurinn átti áfram hlut í blaðinu og ritstjóri sat þingflokksfundi þar til ég tók við eins og áður sagði. Flokk- urinn óskaði þá eftir að selja hlutabréf sín og þar með voru tengslin endanlega rofin. F.V.: — Eimir ekki enn eftir af þcssum tengslum í ritstjórn- argreinum blaðsins? Þorsteinn: — í ritstjórnar- greinum sem ég skrifa kemur fram mín lífsskoðun og ég hef aldrei farið dult með það að ég aðhyllist frjálshyggju og lýð- ræði. Ég hef hins vegar skrifað harða gagnrýni í forystugrein- um i garð Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar. Eitt af fyrstu verkum mínum hér var að skrifa harða gagnrýni á Fram- kvæmdastofnun, sem heyrir undir forsætisráðuneytið. Blað- ið hefur einnig haft forystu um gagnrýni á orkumálastjórnina. F.V.: — Hvernig hefur Vísir komið út úr þcirri miklu sam- keppni, sem varð við tilkomu Dagblaðsins? Þorsteinn: — Vísir hefur staðið sig vonum framar. Blað- ið hefur margeflst eftir spreng- inguna og samkeppnin gerði það að sjálfsögðu að verkum að við gerðum stórátak í að bæta blaðið fréttalega og efn- islega og gera það að sjálf- stæðu blaði. f öðru lagi er hér að verða sama sprenging á blaðamarkaðinum og á Norð- urlöndum og öðrum nágranna- löndum, að síðdegisblöðin saxa á forskot morgunblaðanna. Þetta er skýringin á því að Vísir hefur stækkað, ekki að- eins UDplagið heldur einnig hefur blaðsiðufjöldinn aukizt þrátt fyrir að nýtt blað kæmi á síðdegismarkaðinn. Þessi blöð byggja á sama grundvelli á sjálfstæðari fréttaflutningi en hér hafði tíðkast. Það var greinilega markaður fyrir stór- aukna blaðaútgáfu af þessu tagi. Við lítum hins vegar ekki á Dagblaðið sem höfuðkeppi- naut okkar, þótt ég sé ekki að gera lítið úr því. Morgunblað- ið er það hins vegar. F.V. — Hvers vegna Morg- unblaðið, þið hljótið að kcppa af hörku við Dagblaðið um síð- degismarkaðinn? Þorsteinn: — Við litum svo á að Morgunblaðið og Visir sé'i þau tvö dagblöð íslenzk, sem leggja sig fram um að sýna trausta og áreiðanlega blaða- mennsku og því sé Morgun- blaðið höfuðkeppinautur okk- ar. Ég starfaði sem blaðamaður við Morgunblaðið að mestu leyti frá því 1970 og þar til ég kom að Vísi, samhliða lögfræði- námi og það var geysilega lær- dómsríkt að kynnast blaða- mennsku þar. Maður gerir sér vart grein fyrir veldi Morgun- blaðsins, fyrr en maður hættir þar og byrjar annars staðar. Morgunblaðið og Vísir eru kom- in lengst á braut traustrar og áreiðanlegrar blaðamennsku, en ég er ekki þar með að segja að blaðamennska hafi byrjað að verða sjálfstæð, er sprengingin varð á síðdegismarkaðinum. Þróunin hefur verið í þessa átt á s.l. áratugum og flokks- blaðamennskan á undanhaldi. FV 3 1978 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.