Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 35

Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 35
Geirs Hallgrímssonar greiða í reiðufé 9,768 milljón dollara (2476 m. kr.), Elkem-Spiger- verket 5,624 milljón dollara (1425,7 m. kr.) en tækniþekk- ing og reynsla Elkem-Spiger- verket er lögð að jöfnu við 2,368 milljón dollara (600.3 m. kr.), en alls mun Elkem- Spigerverket fá greitt 3,2 millj- ónir dollara fyrir tækniframlag sitt. ORKUSALAN Gert er ráð fyrir því að raf- magnsverð til Járnblendifélags- ins hf verði upphaflegt orku- verð í bandaríkjamillum á kWh., en það var 5—6.2 mill fyrstu 8 árin (mill er þúsund- asti partur úr dollar), haldist óbreytt sem lágmarksverð, en fyrri verðhækkunarreglur raf- magnssamningsins voru felldar niður og í stað þeirra tekið upp nýtt orkuverð í norskum aurum. Það verð verður síðan endurskoðað á 5 ára fresti og leiðrétt eftir sömu reglum og gilda um rafmagnsverð til orku- freks iðnaðar í Noregi eftir samningum gerðum samkvæmt reglum norsku ríkisrafveitn- anna frá 1962 til 1972. Greitt verður fyrir orkuna í norskum gjaldmiðli í stað bandarísks. Orkuverðið er 3,5 n. aurar á kWh en það samsvarar 6.61 mill og er sem næst það sama og tók gildi í Noregi hinn 1. júlí 1977. Frá og með 1. júlí 1982 mun Járnblendifélagið greiða til viðbótar þessu verði 0.5 n. aura á kWh (ssr. ca. 0,94 mill) og mun sú viðbót ekki sæta verðhækkun á samn- ingstímanum. Samningstíminn er 20 ár. Þegar litið er á þessa samninga með hliðsjón af þeim fyrri sem gerðir voru við Union Carbide, munu tekjur Lands- virkjunar af orkusölunni hækka verulega á fyrstu starfs- árum verksmiðjunnar, en vænt- anlega verða nokkru lægri á síðustu árum samningstímans. Samkvæmt áætlum Landsvirkj- unar munu heildartekjur yfir samningstímann ekki verða lægri en orðið hefði eftir samn- ingnum við Union Carbide. Blikksmiðja Hafnarfjarðar hefur frá því árið 1958 framkvæmt allskonar blikksmiðavinnV. Setjum upp og smíðum lofthita og loftræsti\ kertf; auk margs fleira. \ , kksmiðja Hafaarfjar jriraut 39 Sími 50421 m FV 3 1978 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.