Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Side 43

Frjáls verslun - 01.03.1978, Side 43
Gunnar Gunnarsson rekur auglýsingaþjónustuna. Hann gerir allar auglýsýingar fyrir Jöfur lif., þ. e. Skoda og Alfa Romeo. Gunnar gerði einnig allar auglýýsingar fyrir bílasýninguna Auto 78. þeim árangri, sem þær höfðu náð fyrir fimm árum. „Ég er ekki frá því nema að litlar nýjungar hafi sést, hjá okkur undanfarin ár, vissulega með undantekningum,“ segir Bjarni Grímsson, framkvæmda- stjóri Gylmis, sem á margra ára reynslu af auglýsingum að baki. „Við erum mikið að gera sömu hlutina aftur og aftur. En ég er ekki sannfærður um að það eigi endilega að vera öðruvísi. Auglýsingastofurnar hafa náð ákveðinni faglegri stöðu og halda sig i henni. Ef við lítum til annarra landa og flettum dýrum blöðum eins og Stern, Spiegel, Time eða News- week, þá sjáum við að aug- lýsingarnar þar hafa verið ósköp svipaðar undanfarin ár. Það er oft sem það borgar sig ekki að gera öðruvisi. Ef við tökum t. d. karlmannaföt þá var það oft mikill höfuðverk- ur hjá okkur á Auglýsingastofu Kristínar hvernig við ættum að finna nýjar leiðir til að aug- lýsa Kórónaföt. Okkur fannst við alltaf vera að gera sama hlutinn. Þegar við flettum er- lendum fagtímaritum til að skoða karlmannafataauglýsing- ar kom í Ijós að þær voru alltaf næstum eins. Það var varla hægt að þekkja eina auglýs- ingu frá annari: Jakkinn var alltaf eins hnepptur, módelið stóð eða sat í sömu stellingum, sömu fellingar voru á ermun- um og svo framvegis. Útkom- an varð svipuð og hjá okkur. Leit okkar að nýju leiddi okk- ur alltaf að einhverju svipuðu og við gerðum í fyrra. Ástæðan fyrir þessu var ekki hugmynda- skortur eða þreyta, heldur köJd peningapólitík. Reynslan sagði okkur að til þess að ná örugg- um árangri varð að gera hlut- inn á ákveðinn hátt. Hugsan- legur skortur á nýjungum staf- ar af því að íslenzkar auglýs- ingastofur eru hættar að þreifa sig áfram. Þær hafa fengið þá reynslu, sem segir þeim hvað gera þurfi til að ná sem mest- um árangri í sölu.“ „Það má ekki gleyma þvi að markmiðið er ekki að skapa sniðuga auglýsingu heldur aug- lýsingu, sem gefur árangur. Mælikvarðinn á árangur er ekki hvort umbúðir séu fal- legar eða hvort sjónvarpsaug- lýsing hafi orðið fyndin, held- ur hvort salan hafi aukist. Við erum ekki að þessu einungis til að fá þjóðina til að hlæja að Bessa og Árna,“ sagði Ólaf- ur Stephensen framkvæmda- stjóri Argusar. VERÐKERFIÐ í GRAUT Annað atriði, sem hefur ein- kennt auglýsingavettvanginn er afsláttarfrumskógurinn, sem sprottinn er upp meðal dag- blaðanna. Virðast dagblöðin að Morgunblaðinu undanskildu vera reiðubúin til að teygja sig næstum hið óendanlega með verðeftirgjöf til að ná í aug- lýsingu. Orsökin er auðvitað til- koma Dagblaðsins og hin harða samkeppni þess við Vísi, sem Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðu- blaðið hafa svo slegist inn í. Forsvarsmenn auglýsinga- stofa tala um 70-80% afslætti, sem ekki óalgenga og heyrst hefur að miklir auglýsendur geti kvalið blöðin allt upp i 90% afslátt. Sem dæmi um þetta má nefna að kvikmynda- húsaeigendur hættu að birta auglýsingar í Dagblaðinu þar sem blaðið vildi ekki fallast á að veita þeim 80% afslátt af birtingarverðinu. í fljótu bragði mætti halda að auglýsingastofurnar væru mjög ánægðar með þessa þró- un, en svo er ekki. Þvert á móti tala auglýsingamenn um öng- þveiti og hrærigraut í verðlags- málum, sem til lengdar komi engum að gagni og allra sízt blöðunum sjálfum. „Blöðin skemma mikið fyrir sér með afsláttarstríðinu. Ég tel að ef verðlag þeirra kemst á fastari grundvöll, þá muni þau ekki tapa auglýsinguin, en tekjur þeirra kæmust í fastari skorður. Nú koma þau við- skiptavinunum upp á það að ganga á milli til að sjá hver býður best, og svo auglýsa þeir kannski án tillits til auglýs- ingagildis blaðsins,“ sagði Ólaf- ur Stephensen hjá Argu?i. „Ég tel að undirboð og af- slættir dagblaðanna hafi að- eins valdið öngþveiti. Morgun- blaðið er eina blaðið, sem gat staðist afsláttarstríðið og hald- ið sínu striki. Ég tel það hafa verið skynsamlegt. Verðstefna hinna blaðanna er sprungin og ég held að það hljóti aðeins að vera spurning um hvenær þau þora að taka verðstefnu sína upp aftur. Áður hafði maður birtingarkostnaðinn alltaf á hreinu, en nú þarf maður að PV 3 1978 4.‘í

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.